Alþýðublaðið - 21.06.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1924, Blaðsíða 2
AK.PYS»*lSLa»I»» íslandsbanki héfir Dýlega gefið út reikning slnn íyrir síðast liðið ár. Sam- kvœmt honum hefir kostnaður- inn, þar með talið 338 þús. kr. gengistap, orðlð um 930 þús. kr., en tekjurnar: vextir, forvextir og ómakslaun um 1 ^/a milljón króná meirl en vaxtagreiðslur bankans af skuldum hans og innlánsfé. Atðurlnn telst því kr. 585596,60, og svarar það til um i3°/o at hlutaténu, 4V2 milljón. Hefztu eignaliðir bankans eru þcssir: Málmforði um 2a/g mill- jón, rtiknlngslán um 10 millj., víxlar um 22 millj., ýmsir skuldu- nautar um 4* 1/* milljón. Skuld - megln er talið auk hlutafjárins: Seðlar um 51/* milljón, innstæðu- fé alls um 18 milljónir, skuldir vlð erlenda banka og ýmsa skuldheimtumenn um 13 millj. Varasjóður og ágóði þessa árs teht samtals um 2900000 krón- ur. Jatnaðarreikningur bankans er gerður upp með um 45 mill- jónum og umsetningin öil talin um 367 milljónir króna. Bankastjórar eru nú Sigurður Eggerz og Jens B. Waage, báðlr stjórnskipaðir, og Eggert Ciaes- sen, ráðinn at hluthöfum. Kaup þeirrá þriggja er um 90 þús. kr. Reykjanes 1 Gtnllbrlngnsýslu. ---- (Frh.) Slvalningur einn mikill gengur alt frá efra loftinu og niður í gegn eftir miöju vitans. Hann er úr timbri og holur innan. Innan í honum eru strengir með lóðum neðan í. Svara þau til lóða í gömlum stundaklukkum, en eru mörgum sinnum þyngri. Þau síga á fjórum stundum nærri alla leíð niður að gólfl. Þá er strengurinn aftur undinn upp á vindu, sem er uppi á efra loftinu skamt frá ljóskerinu, þar sem vitaljósið log- ar. Jafnskjótt byrja lóðin að siga á ný. Átök þeirra valda því, að Ijóskerið snýst. Svo er lampinn ásamt ljósahjálminum nefndur. — Ljósið sjálft logar á oiíulampa. þó að það só nokkuð stórt, sæist það Jó eigi um iangan veg til hlítar, ef ekki væri hjálmurinn. Hann er stórt hylki, sem lykur ura lampann. Tvær hliðar þess eiu stærstar, og eru þær bungumynd- aðar. Verða þar af tveir miklir skildir og eru samsettir af mörg- um stækkunarglerjum. Þess konar gler eru þykkust í miðjunni. Um þau geturðu lesið nánar f eðlis- fræðinni þinni. — Við að fara gegn um gierjaskildi þessa marg- faldast birtan svo mjög. að hún verður jafnmikii og af 15 púsund• íim smákerta.1) Reyndu að hugsa þér, hve mikil sú ljósadýið yrði, ef samtímis logaði á 75 jólatrjám í einum sal og væru 200 kerti á hverju. Ljóskerið er á sífeldri hreyflngu, þegar logar á vitanum. faö er fast ofan á málmborði, sem er hálfkúiumyndað að neðan. Borðið leikur í stórri skál og flýtur þar í kvikasilfri, svo að gangurinn er mjúkur og jafn. Aflið, sem hrey.f- ingunni veldur, eru lóðin, sem ég sagði þér frá áðan. Svo er um búið, að þyngd þeirra lætur ljós- kerið ekkert næði fá. á meðan vólin er í gangi. Alt af verður það að snúast um sjálft sig. Þannig er oft í vélum einni hreyf- ingunni breytt í aðra, svo sem þegar hreyflng fótafjalarinnar á rokknum snýr hjólunum, Þœr hreyflngar geturðu sjálfur athugað og séð, hvernig aðra leiðir af hinni. Ljóskerið Bnýst >með bó1u<, elns og sagt er í daglegu tali. Fyrir því er hurð úr málmi, og málmkjölur er á samskeytum skjaldanna, sem stækkunarglerin mynda, Nú er svo, sem að lík- indum iætur, að málmurinn er ógagnsær. Þetta heflr þær verk- anir, að þór sýnist Ijósið leiftrá. Þór sýnist það hve.fa eða minka, þegar hurðin eða samskeytin snúa að þðr, en á eftir kemur glamp- inn framan í þig., Þá snýr önnur hvor bjarta hliðin á móti þór. — Snúningarnir eru tveir á mínútu. Ef þú stendur úti fyrir vitanum um dimma vetrarnótt í góðu veðri, þá sérðu, hvernig ljósrákirnar svífa umhyerfls hann, en skugga ber á milli. Sértu aftur á móti i nægi- legri fjarlægð, þá sér þú vitann leiftra, en ljósrákirnar sérðu ekki. 1) Samkvæmt upplýuingu frú vita- málastjóranum. ■tonoitafMKtataafMfsananatiota $ AlþýðuMaðlð g 5 kemur út á hrerjum virkum degi. 8 II I d.g- JI l 3 & 3 ö i ! s vi8 Afgreiðsla Ingólfsitreti — opin lega frá kl. 9 árd. til kl. 8 liðd. Skrifitofa á Bjargarstig 2 (niðri) opin kl. 9Vs—lO1/* árd. og 8—9 iíðd. Sí m ar: 683: prentimiðjd? 988: afgreiðila. 1294: rititjórn. Verðlag: Askriftarverð kr. l,0t á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 mm. eind. toftoi todofiof toftoftaooftoftoti i Hvergi fást betri né ódýrari sólningar á skóm en í Bargataða- stræti 20 (niðrj). — V. B. Mýrdal. Af hreyflngu þessari er vita- ljóaið auðþekt. enda gæti farið illa fyiir sjómönnum, ef þeir færu eftir öðru ljósi í misgripum. Þess vegna ríður mjög á því, að ljós- kerið nemi ekki staðar á nóttum, og að hreyflngin só jöfn, en ljós og rúður í góðu lagi. Undir því getur lif margra manna verið komið^- t’ess vegna gæta vöku- menn vitans hverja nótt þann hluta ársins, sem ljósið logar, frá 1. degi ágústmánaðar til 15. maí. Úr varðklefanum geta þeir séð af ljósglampanum, hvort >gangur< vitans er í lagi. Pó verður sá, aem er á verði, jafnan að fara við og við upp á ljóskersloftið, og athuga nánara, hvort ekkert geti valdið truflun. í vondum veðrum verður þeim oft ónæðissamt. —- Á morgnana er Ijósið slökt og ljóskerið stöðvað skömmu fyrir sólaruppkomu. Pá er það sveipað líni, svo að sólin skíni ekki á stækkunarglerin. Ljóskerið og ðnn- ur áhöld vitans skulu jafnan vera gljáfægð, svo að andlitsmynd spegiist í málminum. — Myndiir þú bjósa að vera til lengdar vöku- maður í Reykjanesvita? — (Frh.) Ouðm. B. Ólafsson úr Grindavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.