Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.05.1981, Blaðsíða 1
r > FRETTIR í ¦ VIKUBLAÐ V r_ n ,____________ \T~~+~,~~~n~.,,i„m 7 moí IQfil 1« rXluklorl ^ 8. árgangur Vestmannaeyjum 7. maí 1981 18. tölublað J Glæsilegur skemmtístaður opnaður S.l. laugardag var nýr salur í Samkomuhús Vestmanna- eyja vígður og er hann tengd- ur við „litla salinn" sem lokið var við 1974. Haustið 1979 hófust framkvæmdir við and- dyri nýbyggingarinnar. Það er teiknistofan Arko í Reykjavík sem gerði nýjar teikningar að þeim hluta ný- byggingarinnar, sem nú hef- ur verið tekinn í notkun, 200 fermetrar. Þessi nýi salur er mjög smekklega unninn, bólstraðir bekkir, teppalagt í hvert horn og salernisaðstaða til mikillar fyrirmyndar, en þar er gert ráð fyrir að fatlaðir geti komist um. Þegar stækkun hússins var ákeðin var strax mörkuð sú stefna að gera ráð fyrir vín- veitingum í veitingasölum nýbyggingarinnar, enda tími kominn til að leggja niður svokallaða „vínlausa" staði, sem reynslan hefur sýnt að meira er drukkið á. Með tilkomu þessa nýja salar skapast möguleikar fyrir fólk yfir tvítugt að fara út að skemmta sér og kaupa vín á staðnum. Bæjarstjórn hefur heimilað vínveitingar á föstu- dags- og laugardagskvöldum, en húsið fór ekki fram á meira. Almennir dansleikir munu verða áfram með svipuðu sniði í eldri salnum en þar eru flestir gestir á aldrinum 16-18 ára og verði aldurstakmark þá 20 ára þegar dansleikir eru í eldri sal fyrir 16-20. Aldurs- takmark á almenna vínveit- ingastaði er 18 ára, en þeir sem eru orðnir tvítugir mega þó aðeins kaupa vín. Hefur verið haft á orði, að staður sem þessi hefði átt að vera kominn fyrir 10 árum hér í Eyjum, en vasapelaböll hafa tíðkast hér í meirihluta. Þótt hátt sé til lofts í þessum nýja sal Samkomu- hússins er hann mjög hlýleg- ur og setja blóm, sem eru við Úr nýja sal Samkomuhússins. stigann upp í „litla salinn" mjög skemmtilegan og hlý- elgan svip á umhverfið. Kl. 21.00 á laugardags- kvöld var opnunarhátíð í nýja salnum og varð uppselt á þá hátíð. Jón Karlsson, fram- kvæmdastjóri hússins sagði eftir þetta kvöld, að um- gengni gesta hefði verið til mikillar fyrirmyndar og er það góð byrjun. Vonandi er að gestir sýni þessu framtaki þá virðingu að gengið verði vel um og eins að snyrtilegur klæðnaður verði í hávegum hafður. Áætlað er að verða með matsölu frá kl. 19-21, þegar eldhús hefur verið gert klárt, en nú þegar er selt smurt brauð á staðnum. Fréttir óska Samkomuhús- inu til hamingju með þennan áfanga og vonar að fram- haldið verði ekki síðra, en það sem komið er. Ný verslun Eigendaskipti hafa orðið á versl- uninni Fancy við Vestmannabraut. Hinir nýju eigendur eru þær Mattý Guðmundsdóttir og Guðmunda Hjörleifsdóttir. Ætla þær að kappkosta að hafa á boðstólum barna- og unglingafatn- að, buxur og peysur á dömur og herra, frúa- og tækifærisfatnað og sitthvað fleira. Fréttir óska þeim stöllum góðs gengis í versluninni. MALLORKA VESTMANNAEYJAUMBOÐ: ENGILBERT GÍSLASON KOSTAKJÖR SÍMI 2220 - 1318 Borðtennismót N.k. laugardag fer fram borðtennismót skólanna og tómstundaráðs í Félagsheim- ilinu og hefst það kl. 10.00. Vitað er að töluverð þátt- taka verður í mótinu, sem skipt er niður í tvo keppn- isflokka. Það er meistari Barnaskólans og meistari Gagnfr æðaskólans. keppni í eldri flokknum hefst kl. 10.00, en keppni í yngri flokkunum hefst kl. 13.00. Tómstundafulltrúi. Agóði hlutaveltu Hjálmar Baldursson, Aðalsteinn Baldursson, Þórina Baldursdóttir go Soffía Baldursdóttir, Kirkju- bæjarbraut 11, og Valgerður K. Harðardóttir Heimagötu 28 og Ragnar Ólason, Vesturvegi 29, gáfu Sjálfsbjörgu Vestmannaeyjum kr. 118, sem hér með er móttekið með þakklæti. Sjálfsbjörg. Gáfu eins dagslaun Starfsmenn í Netagerðinni Ingólfi gáfu eins dags laun sín til Verndaðs vinnustaðar, að upphæð kr. 4.930. Alls voru það 13 starfsmenn sem gáfu laun sín. Móttekið með innilegu þakklæti. Sjálfsbjörg Vestmannaeyjum. ELECTROLUX! ísskápar, eldavélar og ryksugur eru enn á tilboðsverði. Athugið að tilboðið stendur enn, 25% út og rest á 5 mánuðum. Þetta eru alveg sérstök kjör fyrir Vest- manneyinga í tilefni vertíðarlokanna. Gjörðu svo vel og líttu inn hjá okkur. KJARNI sf RAFTÆKJAVERSLUN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.