Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1981, Blaðsíða 2
'Sít |FRÉTTIR^ fc Rltstjörl og ébm.: Guölaugur Sigur&sson ^ M* Útgafandl: EYJAPRENT HF. M Filmuaatning og offsat-prantun: Eyjaprant hf. Strandvagi 47, 2. haaö ffijjk, Simi 28-1210 HANDBOLTINN Handboitinn ier nú að komast á fulla ferð, 1. deildar- lið KA frá Akureyri kemur í heimsókn um helgina og leik- ur tvo leiki við ÞOR á nforgun föstud. kl. 20.30 og á laugar- daginn kl. 13.30. Um síðustu helgi léku þór- arar tvo leiki við 1. deildarlið H.K og unnu fyrri leikinn 20 -15, en töpuðu seinni leikn- um 21 - 16. 5 ára vígsluafmæli Síðastliðinn laugardag hélt íþróttamiðstöðin hátíðlegt 5 ára vígsluafmæli sitt, með litlu hóíi, sem til var boðið starfsfólki hússins, bæjarstjórn og fréttamönnum. Formaður stjórnar, Kristján Eggertsson flutti ræðu og lýsti þar aðdraganda byggingarinnar á sínum tíma, og framkvæmdum í stórum dráttum. Jafnframt þakkaði hann í sömu ræðu, bæjarstjórn fyrir þann einhug og velvilja, sem hún hefur sýnt húsinu til þessa. Auk þess þakkaði Kristján íjölmiðlafólki fyrir jákvæða afstöðu í gegnum tíðina. Hér á eftir fara nokkur atriði, m.a. úr blaðagreinum eftir Magnús Bjarnason, sem segja sögu hússins í stórum dráttum. Framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinnar frá upphafi er Vignir Guðnason. Það var á siðustu dögum des- embersmánaðar árið 1973, að skipuð var þriggja manna nefnd að frumkvæði Bæjarstjómar Vm. Verkefni hennar skyldi vera að taka upp þráðinn að nýju, þar sem hann rofnaði við jarðeldana, og vinna áfram að undirbúningi byggingar varanlegra íþrótta- mannvirkja í Vestmannaeyjum. Megin áhersla yrði að sjálfsögðu að skapa sem allra fyrst sund- aðstöðu í stað gömlu laugarinnar sem hraunið óð yfir og kaffærði í stóru marshrinunni. “Framkvæmdanefnd um byggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum.” Þetta langa og stirða nafn hefur nefndin orðið að bera en í hana voru skipaðir: Kristján Eggertsson, tilnefndur af sundlaugarnefnd, Stefán Runólfsson, frá ÍBV og Magnús Bjamason tilnefndur af Bæjarstjórn. Var þegar hafist handa og Páll Zóphóníasson þá bæjartæknifræðingur, fenginn í hópinn en frá fyrri störfum sínum sat hann inni með dýr- mæta reynslu á byggingu í- þróttamannvirkja. Hefur hann síðan setið alla mikilvægustu fundi nefndarinnar og lagt máli þessu ómetanlegt lið. Fljótlega hafði nefndin handa á milli rétt um 100 milljónir króna, söfnunarfé er borist hafði vegna náttúruhamfaranna og var sérstaklega ætlað æskulýðs- og menningarmálum í Vestmanna- eyjum, (frá bæjarsjóði 60 millj. og viðlagasjóði 37 milljónir.) Það var einmitt þetta mikla fé sem reið baggamunin í þeim ákvarð- unartökum er síðan fylgdu og raunverulega gerðu það mögu- legt að hugsa stórt. Stefnt skyldi að því að byggja auk sundhallar, bæði íþróttahús og húsnæði fyrir félagslega aðstöðu, og tryggt yrði að laugarker og íþróttavöllur yrðu af löglegri keppnisstærð. Vegna hinnar miklu verð- bólgu var ákveðið að vinna hratt svo þessar 100 millj. gætu haldið sínu upprunalega raungildi og vegna iðnaðarmannaskortsins hérlendis, sem þensla þessara ára skapaði, var ákveðið að bjóða verkið út, jafnt á erlendum sem innlendum markaði. Það voru svo þrjú tilboð sem bárust. Það lægsta var frá ASMUSSEN & WEBER, þeim er byggðu Hraunbúðir. Miðtilboðið var frá KLEMENSEN & NIELSEN, en það hæðsta frá ÍSTAK. Sam- þykkti byggingamefndin að mæla með tilboði KLEMENSEN & NIELSEN en endanlegt tilboð þeirra hljóðaði uppá 267 millj. króna. Þegar bæjarstjórn hafði sam- þykkt tilboðið í desember 1974, uppgötvuðu landsfeðurnir að gjaldeyrisvarasjóðirnir voru að étast upp eftir langvarandi um- frameycklu og spennu í þjóð- Hjónin Margrét Jóhannsdóttir og Ragnar Sigurjónsson færðu iþrótta- miðstöðinni gjöf sem var mynd af Bikarmeisturum ÍBV 1981. félaginu og ráðstafanir þær sem gripið var til , var gengisfelling stór í sniðum, sem varð þess valdandi að tilboðið stökk upp úr 267 millj. í 360 milljónir. Þrátt fyrir þennan óvænta skell afréð bæjarstjórn að halda mál- inu áfram og upphófst nú um hálfsárs biðtími í hreinni óvissu um hvort tilskilin leyfi fengjust af opinberri hálfu. Þrátt fyrir kyrrstöðuna á yfirborðinu var ötullega unnið á öllum víg- stöðvum til þess að vinna málinu fylgi. Eitt skemmtilegasta fram- takið í þessu stríði og sem ótví- rætt sýndi hvílíkur vilji og alvara voru hér að baki, var ákveðin en jákvæð áskorun til menntamála- ráðherra sem flest félagasamtök í bænum sameinuðust um að senda. Hér var svo sannarlega rétt innlegg á réttum tíma og á svarbréfi ráðherra mátti skilja að ekki þurfti lengur að óttast fram- haldið. Það var svo í byrjun maí að JC-félagar og eldri borgarar Spilakvöld verður nk. fimmtudag 17/9klukkan 20.00 í Hraunbúðum. ALLIR VELKOMNIR. Bílasímar kl. 18.30-19.30: 2564 og 2163. JC - Vestmannaeyjar KYNNINGARKVOLD JC - VESTMANNAEYJA Verður haldið fimmtudaginn 24. sept. kl. 20.30 að Strandvegi 80 (Sælahúsi). Allir velkomnir, sérstaklega fólk á aldrinum 18 - 25 ára. Aldurstakmark 40 ára. Notið eina tækifærið sem býðst á þessu starfsári til að gerast félagi og kynnið ykkur JC. Aukið þekkingu á félagsmálum og mannlegum samskiptum. Félaganefnd. endanlegt svar fékkst. Samning- ar voru undirritaðir 23. maí af þeim Magnús H. Magnússyni, þáverandi bæjarstjóra og Jóhannesi Nielsen forstjóra verktakans. Formlega hófust síðan fram- kvæmdir með því að Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra tók fyrstu skóflustunguna 31. maí 1975. Sundlaugarhlut- inn vígður 10. júlí 1976 og íþróttamiðstöðin 12. september sama ár. Arkitektafyrirtækið Paul Kjærgaard frá Kaupmannahöfn hannaði arkitektahluta hússins en aðalverktakar sáu um verk- fræðiteikningar, en þeir voru eins og áður segir, Klemensen og Nielsen A/S frá nyköbing, Flaster. A vegum verktakans unnu hér um 5 starfsmenn, en að öðru leiti var verkið að mestu mannað iðnaðar- og verkamönnum úr bænum. Umsjón með daglegum fram- kvæmdum sáu þeir Kaj Jensen tæknifræðingur og Börge Mejer af hálfu verktakans, en Viðar Aðalsteinsson og Vignir Guðna- son forstöðumaður hússins, af hálfu bæjarins. Þrátt fyrir að starfsmanna- fjöldi hafi verið allt að hálft hundrað var öll samvinna eins og best varð á kosið. Eins og áður segir var sund- laugarhluti hússins opnaður 10. júlí 1976 og allt húsið 12. sept. sama ár. Síðan þá hefur starfs- semi hússins verið mikil og samtals hafa komið: Samtals í sundlaug 1976-1. sept. 1981................ 525.245 Samtals í íþróttasal 1976-1. sept. 1981.................460.104 SAMTALS ............ 985.349 I HELGARMATINN: ÚRVALS NAUTAKJÖT KRYDDLEGIÐ LAMBASNITSEL ODYR DILKASLÖG BEINLAUSIR FUGLAR KREBENETTUR FYLLTIR LAMBA- FRAMP ARTAR AÐEINS 9.oo kr. pr. kíló xzxzxzxzxzxzxzxzxzxzx ÓDÝR STRÁSYKUR 2 kg. aðeins kr. 12.50 10 kg. aðeins kr. 63.10 25 kg. aðeins kr. 156.80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.