Fréttablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 6
16. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 STJÓRNMÁL „Við teljum þetta ekki rétta forgangsröðun. Við höfum bent á að hernaðaraðgerðir sem NATO hefur staðið fyrir hafa ekki skilað sér í auknum friði og lýð- ræði, það sést berlega í Afganistan og Líbíu,“ segir Katrín Jakobsdótt- ir, formaður Vinstri grænna. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, bað á fundi með íslenskum ráðamönnum um að Íslendingar ykju framlög sín til bandalagsins. Kostnaður ríkisins vegna aðildar að NATO er nú um 600 milljónir á ári. Katrín segir að það eigi að nýta peningana í þróunarsamvinnu og í diplómatísk samskipti en ekki í hernað. Hernaðaraðgerðir hvar sem þær hafi verið viðhafðar hafi ekki skilað sér í auknum friði. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, segir að hans skoðun sé sú að þátttaka Íslendinga í NATO eigi að vera með áherslu á borgaraleg verkefni. Það eigi að leggja áherslu á að Ísland sé herlaust land. „Annars hefur þingflokkur Bjartrar framtíðar ekki rætt þetta sérstaklega. Við eigum eftir að móta sameiginlega afstöðu til þessa máls,“ segir Guðmundur. Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismála- nefnd Alþingis, bendir á að Íslend- ingar verði að gæta þess að standa við þær skyldur sem á þeim hvíla sem aðilar að Atlantshafsbandalag- inu. „Ef það berast óskir um aukin framlög verður Alþingi að vega þær og meta,“ segir Össur og minn- ir á Ísland sé herlaust land. Það hafi áður komið óskir um að við sinnt- um tímabundnum verkefnum á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins og við höfum sinnt þeim. „Ef það er þörf á að við tökum þátt í borgaralegum verkefnum til dæmis í Úkraínu þá hlýtur Alþingi að taka vel í það,“ segir Össur. Við sendum til að mynda ljósmæður og hjúkrunarfólk til Afganistans og það sé slík aðstoð sem við getum látið í té. Birgitta Jónsdóttir, þingflokks- formaður Pírata, segir að ekki hafi verið gefnar skýringar á því í hvað aukin framlög eigi að fara. Það hafi verið rætt um að Íslendingar taki þátt í því að auka netöryggi en hún segist ekki hafa fengið skýringar á hvað felist í því, það sé því erfitt að taka afstöðu að svo stöddu. „Ég er fylgjandi meira gagnsæi. Ég vil að við fáum að vita í hvað þeir fjármunir sem við leggjum í NATO fara,“ segir Birgitta. johanna@frettabladid.is Leggja áherslu á borgaraleg verkefni Formaður VG segir að hernaðaraðgerðir NATO hafi ekki stuðlað að friði og lýð- ræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að Alþingi verði að meta óskir NATO um aukin framlög Íslendinga. Björt framtíð á eftir að móta sameiginlega afstöðu. Ennþá laus pláss á námskeið fyrir þá sem vilja losna við nikótínfíkn. Skráning í síma 780 7911 eða valliskag@gmail.com Valgeir Skagfjörð heldur námskeið í Húsinu v/Staðarberg í Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. janúar kl 17.00. Allir geta hætt að reykja og það þarf ekki að vera erfitt. Valgeir er brautryðjandi í jákvæðri nálgun á því að hætta að reykja. ( Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði ) þ i 26. ágúst nk. kl. 17.00 ÁRGANGUR 1950 ÚR KÓPAVOGI Síðast hittumst við fyrir 25 árum og ætlum að endurtaka leikinn núna og hittast í Gala Smiðjuvegi 1, Kópavogi, laugardaginn 23. ágúst, kl. 19 Þar verður spjallað, snætt og dansað við tónlist okkar tíma Miðaverð er kr.6.500,- Hægt að leggja inn á reikning: 0152-05-260780, kt.281250-4699 og senda kvittun á thordise@arborg.is Munið að prenta út kvittun. Nefndin sjálfskipaða Nánari uppl.: prentari@est.is og Facebook; Gaggó Kóp. árgangur 1950 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ertu með verki í hnjám eða ökkla? Flexor býður mikið úrval af stuðningshlífum fyrir flest stoðkerfisvandamál. LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri vegna gruns um að hann hafi brotið gegn tveimur átta ára drengjum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er um að ræða eitt ein- stakt brot gegn drengjunum í sameiningu. Gunnar Jóhannes- son, lögreglufulltrúi á Akureyri, segir að ekki sé um brot af alvar- legustu gerð að ræða. „Svona brot gegn börnum eru samt alltaf litin alvarlegum augum,“ segir hann. Tilkynning um brotið barst frá foreldrum drengjanna á miðviku- dag. Þá þegar var vitað hver brota- maðurinn er og var hann í kjölfarið handtekinn og færður til skýrslu- töku. Maðurinn er ekki tengdur börnunum fjölskylduböndum. „Þetta mál er til rannsóknar og er litið alvarlegum augum. Svo hefur það bara sinn gang,“ segir Gunnar. Hann segir rannsókn miða vel áfram. Maðurinn hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til föstudags- Rúmlega þrítugur maður grunaður um kynferðisbrot gegn ungum drengjum: Foreldrar þekktu til brotamanns Á AKUREYRI Brotið kom inn á borð lögreglunnar á Akureyri og átti sér stað þar í bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar hefur ekki sett sér nýjar siðareglur fyrir ráðherra og lítur svo á að siðareglur fyrri ríkis- stjórnar, frá árinu 2011, séu enn í gildi. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis. Sigmundur segir að með meginbreytingum á stjórnarráðslögum sé ekki gerð lagaleg krafa til þess að hver ríkisstjórn setji sér eða staðfesti siða- reglur sérstaklega. Hins vegar sé ekki sé ólíklegt að ráðist verði í einhverjar breytingar á reglunum með það að markmiði að skýra þær og einfalda. - jme Segir enga lagalega kröfu gerða til ríkisstjórnarinnar um að setja siðareglur: Ráðherra svarar umboðsmanni SVARAÐI UMBOÐSMANNI Forsætisráðherra segir í bréfi til umboðsmanns Alþingis að ríkisstjórnin hafi ekki sett sér siðareglur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BAÐ UM AUKIN FRAMLÖG Anders Fogh Rasmussen hitti íslenska ráðamenn í vikunni og fór fram á að Íslendingar ykju framlög sín til NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef það berast óskir um aukin framlög verður Alþingi að vega þær og meta. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Við höfum bent á að hernaðaraðgerðir sem NATO hefur staðið fyrir hafa ekki skilað sér í auknum friði og lýðræði. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Það á að leggja áherslu á að Ísland er herlaust land. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Ég er fylgjandi meira gagnsæi. Ég vil að við fáum að vita í hvað þeir fjármunir sem við leggjum í NATO fara. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.