Fréttablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 32
16. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Neytum og njótum Íslenskt og amerískt Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is SUÐVESTURLAND 9 11 1 5 2 3 4 6 7 8 10 9 6 8 11 7 1. Góð gönguleið Gjáin í Þjórsárdal er með blómstrandi brekkum, lindum og lækjum með litlum fossum. Þar eru líka hellar sem gaman er að skoða og ofan í Gjána fellur snotur foss á tveim- ur hæðum. Hann er í Rauðá. Göngustígur er frá Stöng í Gjána og tekur gangan um fimmtán mínútur hvora leið. 2. Bændamarkaður, golf, pitsur Að Efra-Seli í Hrunamanna- hreppi er 18 holu golfvöllur og við hann stendur Kaffi Sel sem sérhæfir sig í pitsum en fleira er í boði. Þar er líka bænda- markaður með nýbökuðum brauðum og kökum úr eldhúsi staðarins, frosnum kjötvörum og glænýju grænmeti úr sveit- inni ásamt trémunum úr skóg- inum, heimagerðum kertum, hálsmenum, glervörum og fleira handunnu góssi. 3. Rúnum ristur hellir Laugarvatnshellir er forvitnileg náttúrusmíð í hlíðinni skammt vestan Laugarvatns og er hægt að aka að honum frá Gjábakka- vegi. Veggir hans eru úr sand- Frá uppsveitum út á Reykjanes Sýslurnar kenndar við Árnes og Gullbringu státa af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og búa yfir ótal öðrum viðkomustöðum hvort sem er í hinum blómlegu uppsveitum, á eldbrunnu Reykjanesinu eða þar á milli. steini og eru rúnum ristir. Í hellinum var búið um tíma, síð- ast um 1920, og þar fæddist að minnsta kosti eitt barn. 4. Elsta vatnsveitan Öxarárfoss á Þingvöllum vekur alltaf sterk hughrif þegar stað- næmst er hjá honum. Ekki vita allir að hann er manngerður í upphafi. Þegar þinghald hófst á völlunum til forna var Öxará veitt þangað til að fá vatn á stað- inn, en áður féll hún um Árfar vestan Almannagjár. Öxarár- foss er því ein elsta vatnsveita landsins. 5. Í minningu Fischers Fischersetrið að Austurvegi 21 á Selfossi sýnir muni tengda skáksnillingnum Bobby Fisch- er sem háði „einvígi aldar- innar“ hér á landi árið 1972 og vann heimsmeistaratitilinn af Boris Spasskí. Fischer var síðustu æviár sín á Íslandi og hvílir í Laugardælakirkjugarði, skammt frá Selfossi. Fischer- setrið er opið milli 14 og 16 til 15. september. 6. Notalegur sundstaður Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði er í hlýlegu umhverfi skammt frá veginum að Garðyrkjuskólanum. Hún var lengi stærsta sundlaug landsins. Þar er heit, grunn setlaug, heit- ur pottur með rafmagnsnuddi og náttúrulegt gufubað. 7. Vitar, byggðasafn og blak Garðskagaviti er yst á nesi sem heitir því sérkennilega nafni Rosmhvalanes. Þar stendur hæsti viti landsins, 28,6 m hár, og annar eldri og minni. For- vitnilegt byggða- og sjóminja- safn er á nesinu og líka blak- völlur. Einnig er þar fjölbreytt fuglalíf, einkum vor og haust. 5 8. Fjölskyldan Í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sand- gerði eru um 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og þau er leyfilegt að snerta. Þar er til dæmis eini uppstoppaði rostungur lands- ins. Svo eru lifandi sjávardýr í búrum og safn jurta og skelja. Heimskautin heilla nefnist sýn- ing í setrinu um vísindamann- inn Jean-Baptiste Charcot sem fórst með rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? við Álftanes á Mýrum. Líkan af skipinu er til sýnis. Nánar á thekkingarsetur.is. Fræðandi og skemmtilegt 9. Allt gert frá grunni á staðnum Hendur í höfn er rómantískt og notalegt kaffihús að Unubakka 10-12 í Þorláks- höfn. Allar veitingar eru lagaðar frá grunni á staðnum, úr hráefni sem sótt er í nærumhverfið eftir föngum. Kökur og brauð eru bökuð daglega og úrval er af glútenlausum veitingum. Innviðir staðar- ins eru komnir til ára sinna en hafa nú fengið nýtt hlutverk. Opið er frá 12 til 18 nema föstudaga til sunnudaga frá 11 til 19 og tekið á móti hópum utan þessa tíma. 10. Eldað í sögufrægu húsi Tryggvaskáli á bökkum Ölfusár á Selfossi er a’la carte veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með fókus á hráefni úr héraði. Þar samtvinnast íslenskar og erlendar matarhefðir. Skál- inn er elsta húsið á Selfossi, byggður árið 1890, og þaðan er einstakt útsýni yfir ána. Opið er frá klukkan 17.30 til 22. 10 Útivist og afþreying Gönguferð, sund, skáksafn, hellaskoðun og heimsókn í vita BRÚARFOSS Einn af þremur fossum í Brúará sem er bergvatnsá á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá neðan Skálholts. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.