Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Blaðsíða 18

Akureyri - 20.03.2014, Blaðsíða 18
18 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014 AÐSEND GREIN FRIÐLEIFUR INGI BRYNJARSSON Miðbæjarskipulagið - glans- mynd sem gengur ekki upp Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt um þá er Hringvegurinn í eigu þjóðarinnar og hluti almannasam- gangnakerfis Íslands. Hringvegurinn er partur af innviðum þessa lands, rétt eins og flugvöllurinn í Vatnsmýri Reykjavíkurborgar, og breytingar á honum varða því almanna hag. Þótt skipulagsvaldið liggi hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig, hafa skipulagshugmyndir Reykjavíkur- borgar um brottflutning Reykja- víkurflugvallar úr Vatnsmýrinnni gert Akureyringum og þjóðinni allri ljóst að það á ekki að vera einka- mál hvers sveitarfélags fyrir sig að gera breyta almannasamgöngukerfi landsins. Vegagerðin er vegahaldari Hring- vegarins fyrir hönd almennings. Hún hefur það erfiða hlutverk að reyna að samræma almannahagsmuni sérhagsmunum hvers sveitarfélags. Eitt hlutverka Vegagerðarinnar er að áætla umferð á þjóðvegi landsins. Þetta er gert svo að hægt sé að hanna vegi í samræmi við umferð. Um hönnun vega gilda ákveðnir staðl- ar. Þessir staðlar byggja á áratuga reynslu og útreikningum, sem líkja eftir veruleikanum. Þegar Vegagerðin ákveður að tiltekinn staðall skuli gilda, þá má alla jafna ekki víkja frá honum nema brýna nauðsyn beri til og útreikningar hönnuða sýni fram á að frávik frá staðli valdi ekki skaða/ tjóni eða töfum á umferð. Hjá Vegagerðinni má finna staðla fyrir vegbreidd og fjölda akreina er taka mið af því hversu mikla umferð viðkomandi vegkafli á að geta flutt. Dæmi má taka af því að þegar um- ferð um vegkafla er orðin 9.000(bíl- um/sólarhring) segja staðlar Vega- gerðarinnar að þá skuli sá vegkafli vera 4 akreinar eða 2 + 2 vegur. Óvissa í tölum Í gegnum Akureyrarbæ liggur þjóð- vegur sem er hluti af Hringveginum, nánar til tekið vegkafli 1-p7. Utan Glerár heitir þessi vegkafli Hörgár- braut en sunnan hennar, Glerárbraut og nær hún að Kaupvangsstræti í suðri. Langtíma umferðartalning (árstalning) á Glerárbraut hefur ekki farið fram í meira en 10 -15 ár en vikulöng talning (skynditalning) Vega- gerðarinnar vorið 2009 benti til þess að umferð á vegkaflanum á milli Tryggva- brautar og Þórunnarstrætis gæti verið um 17.500(bílar/sólarhring), að meðal- tali alla daga ársins táknað sem ÁDU = ársdagsumferð. Verkfræðistofan Efla og Akureyrarbær hafa áætlað, út frá handtalningum (þar sem talið er hluta úr degi) að umferðin sunnan Þórunnar- strætis sé um 12.000(bílar/sólarhring) og á kaflanum milli Strandgötu og að Kaupvangsstræti sé hún rúmlega 10.000(bílar/sólarhring). Akureyrarbær hefur einnig kann- að þungaumferð á nokkrum stofn- brautum sínum þ.á.m. Glerárgötu og benda þær athuganir til þess að þungaumferðin sé um 5% af allri umferð sem fer um götuna. Sé gengið út frá því að áður nefndar umferðartölur séu réttar, þá á Glerárbraut að vera 2 + 2 veg- ur eins og hún er nú, skv. stöðlum Vegagerðarinnar. Ýmislegt bendir þó til þess að rannsaka þurfi umferðina á Gler- árgötu frekar, en miklar skekkjur þurfa að vera í útreikningum svo að ítarlegri mælingar, eins og árstalning, sýni fram á að umferðin sé minni en 9.000(bílar/sólarhring) og allt eins gæti umferðin verið meiri en núver- andi áætlanir benda til. Handtalningar, hluta úr degi, eru ekki fullnægjandi upplýsingar til að áætla ÁDU nema að hægt sé að bera niðurstöður talningarinnar saman við ársteljara sem er staðsettur er á vegkafla er hefur sömu einkenni um- ferðar og sá kafli er handtalið var á. Aðeins einn fastur árstalningastaður er innan bæjarmarka Akureyrar og er hann staðsettur á Drottningabraut sunnan við Leirunesti. Þessi vegkafli hefur ekki sömu umferðareinkenni og Glerárbraut, og er því ómarktæk- ur til samanburðar. Niðurstaðan er því sú að Efla/Ak- ureyrarbær geta ekki áætlað ÁDU á Glerárgötu með nægjanlegri ná- kvæmni. Teflt á tæpasta vað Efla verkfræðistofa, sem skrifaði umferðarskýrslu fyrir miðbæjar- skipulagið árið 2009, bendir á að norskur staðall heimili ÁDU allt að 15.000(bílum/sólarhring) á tveggja akreina vegi 1+1. Á þetta hefur Ak- ureyrarbær hengt hatt sinn, í núver- andi skipulagstillögu sinni. Þá er rétt að fólk átti sig á að hér er verið að tala um mesta mögulegt umferðar- magn, í þéttbýli. Þetta umferðarhá- mark miðast við bestu aðstæður þar sem umferðin fær að streyma nán- ast óhindrað um, þ.e. lítil sem engin truflun frá þungaumferð, bílastæð- um meðfram vegi, gangandi, hjólandi umferð, þéttleiki bílaumferðarinnar hagstæður og ætla má veðurfar í samræmi við suður Noreg. Staðallinn tekur einnig tillit til akreinabreiddar á þann hátt að ef akreinar eru innan tiltekinna marka þá má þungaumferð ekki vera meiri en 100(bílar/sólarhring) því annars flytur viðkomandi vegkafli ekki meira en 4.000(bíla/sólarhring) og það sama gildir ef bílastæði eru með- fram akreinum. Til fróðleiks má benda á, að þungaumferðin skv. athugunum Akureyrarbæjar er um 500(bílar/ sólarhring) eða 5 sinnum meiri en norski staðallinn notar sem lág- marks viðmið. Þar sem Akureyri er á Íslandi, en ekki í suður Noregi, má draga þá ályktun að bæjaryfirvöld geti verið að tefla á tæpasta vað með því að ætla Glerágötu að bera upp undir 15.000(bíla/sólarhring), í lok skipulagstímans. Samkvæmt ofansögðu er einnig raunveruleg hætta á að tveggja akreina vegur, við okkar íslensku aðstæður, flytji ekki með góðu móti nema helming þeirrar umferðar sem nú þegar fer um syðri hluta Gler- árgötu. Síðan er augljóst að for- gangsakstur svo sem, lögreglu sjúkrabíla og slökkviliðs lendir í ógöngum á þröngri tveggja akreina götu, einkum þegar umferðin er sem mest og þörfin oft brýnust. Lítil sæt íbúagata? Loks má spyrja sig, hver vill búa ofan í þessari miklu umferðargötu, með heildarfjölda bíla yfir 10.000(bíla/ sólarhr) þar af eru 500(bílar/sólar- hring) sótspúandi hávaðasöm þung- umferð sem er á ferli allan sólar- hringinn alla daga ársins? Er hægt að breyta Glerárgötu, sem er þjóðvegur í þéttbýli, í litla sæta íbúagötu (eins og myndir í skipulaginu gefa sterkt í skyn) án þess að tefla almannahag í tvísýnu? Svo öllu sé til haga haldið þá vildi ég gjarnan að draumsýn Loga Einarssonar vinar míns um þennan fallega miðbæ geti gengið upp. Niðurstaða Ég tel mig hafa hér fært fram ítarleg rök fyrir því að skipulagið gengur ekki upp og ég verð ég að halda mig það sem þekking mín á umferðar- flæði segir mér: ,,tilraunin“ er ekki áhættunnar virði. Ég skora því hér með á Akureyrar- bæ að draga þessa deiliskipulags- tillögu til baka svo forða megi fyr- irsjáanlegu tjóni verði hún raungerð. Þetta eru mínar skoðanir. Höfundur er umferðarsér- fræðingur hjá Vegagerðinni Friðleifur Ingi Brynjarsson Ég skora því hér með á Akureyrarbæ að draga þessa deili skipu lagstillögu til baka svo forða megi fyrirsjáanlegu tjóni verði hún raungerð. Góðkaup A 2.490.- Miðstærð pizza með 3 áleggjum +Brauðstangir eða franskar eða hvítlauksbrauð +2L gos Góðkaup B 2.890.- Stór pizza með 3 áleggjum +Brauðstangir eða franskar eða hvítlauksbrauð +2L gos Góðkaup C 3.990.- 2x stór pönnupizza með 3 áleggjum +Brauðstangir eða franskar eða hvítlauksbrauð +2L gos. Góðkaup D 3.990.- 2x stór pizza með 3 áleggjum +Brauðstangir eða franskar eða hvítlauksbrauð +2L gos. Sparkaup A 1.290.- Miðstærð pizza með 2 áleggjum. Sparkaup B 1.690.- Stór pizza með 2 áleggjum. Sparkaup C 1.690.- Stór pönnupizza með 2 áleggjum. Sparkaup D 2.090.- 2x miðstærð pizza með 2 áleggjum. Pantaðu með APPinu og fáðu 30% afslátt Afsláttarkóðinn er APP01 Sækja APP Þriðjudagar eru APPsláttardagar Pantaðu með APPi, á greifinn.is eða í síma 460 1600 G r e i f i n n V e i t i n g a h ú s | G l e r á r g ö t u 2 0 | 6 0 0 A k u r e y r i | w w w . g r e i f i n n . i s Góðkaup Samsett tilboð:Pizza, meðlæti og gos, sótt eða heimseint (+ 700 kr) Sparkaup - Sótt Pizzu tilboð:Stök pizza tvö álegg, aðeins sótt.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.