Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Qupperneq 1
Það var mikið líf og fjör á Týsvellinum I gær þegar FRÉTTIR litu þar við. f knattspyrnuskólanum sem byrjaði 1. júní var í fullum gangi, en í honum eru um 80 krakkar á aldrinum 5-10 ára. Allt hressir krakkar sem sýni- lega hafa gaman af fótbolta, bæði stelpur og strákar. í sumar verður skólanum skipt í fjögur hálfsmánaðar námskeið og endar hvert þeirra með hcljarins grill- veislu og veittar verða viður- kenningar fyrir góðan árang- ur. Gregor og Heimir Hall- grímsson eru aðalleiðbein- endur, þeir til aðstoðar er Sigurður Gylfason og gesta- leiðbeinendur eru Sigurlás Þorleifsson, Björn Elíasson og Snorri Rútsson. Forsætisráðherra sendir Vestmannaeyingum kveðju: „Kaupa báta en ætla ekki borga skuldir“ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hélt ræðu á aðalfundi VSÍ síðastliðinn Skátafélagið Faxi vinnur nú að undirbúningi skátamóts í Herjólfsdal, sem haldið verður um helgina. Um er að ræða flokka mót og er skátaflokkum af fastaland- inu boðið til leiks. Gert er ráð þriðjudag og kom m.a. inn á ástandið í efnahagsmálum. fyrir urn 200-250 þátttakendum og verður mótssetningin á morgun, föstudag klukkan 18.00. Er öllum sem áhuga hafa velkomið að vera við- staddir setninguna. Ekki var hann sáttur við framferði landsmanna í pen- ingamálum. Þeir hefðu ekki lært að lifa við sveiflur í efna- hagslífinu og geyma til inögru áranna. Nefndi hann útgerðar- menn í Vestmannaeyjum sem dæmi um þetta. „Mér er t.d. sagt að eftir mjög góða vertíð í Vestmannaeyjum nú, að þá fari þeir um landið og kaupi báta, en þeir ætla ekki að borga neinar skuldir. Þeir ná i báta þar sem erfiðlega gengur og menn ætla aftur í lotteríið og treysta á það að riæsta vertíð verði góð. Ég held að þetta hljóti bæði að styðja það sem ég sagði áðan að við þurfum að renna fleiri stoðum undir at- vinnulífið og hitt að við þurfuin að læra að búa við þessar sveil'l- ur. Við megum ekki haga okk- ur eins og við séum alltal' í happadrætti." Þessi ummæli vöktu tal- sverða athygli á fundinum og RÚV tók þetta m.a. fyrir í fréttatíma sínum og er það heimild okkar fyrir fréttinni. Landsþing Kvenfélaga Um næstu helgi, 8.-11. júní verður haldið hér í Eyjum 29. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands. Er það á vegum Kvenfélagsins Líknar, og er þetta í fyrsta sinn sem það er haldið í Eyjum. í Kvenfélagasambandi fs- lands er 21 samband ásamt 1 félagi, sem er Kvenfélagið Líkn. Það munu verða um 90 konur sem sækja þetta þing, allsstaðar af landinu. Skátaféla^ið Faxi: Flokkamót í Herj- ólfsdal um helgína Ruslið ífötuna, ekki á götuna! Vestmannaeyjabær Vorum að taka upp loft- Ijós og lampa. Meira væntanlegt. Húfurfyrir trimmarana með útvarpi. Minnumá MAKITA verkfærin. Full búð af nýjum barnavörum. Sjón er sögu ríkari! RARÆKJWERSLUNIN |_| KJARNIf Sími 11300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.