Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 7
FRÉTTIR - fimmtudaginn 8. júní 1989 höfuðið á Klinsmann ætlaði allt vitlaust að verða. Áhorfendur hreint út sagt grétu af fögnuði og lætin það mikil að ekki var nokkur leið að heyra í sjálfum sér, en 3 - 3 endaði leikurinn og komst okkar maður vel frá leiknum. Að sjá Maradonna lyfta bikarnum í Ieikslok var hreint ótrúlegt, maður hreinlega trúði því ekki að þetta væri raun- verulegt, að þarna stæði maður og horfði á albesta leikmann sem upp hefur verið, jú en þetta var staðreynd!!!! Við Eyjamenn áttum eftir að að verða þess heiðurs aðnjót- andi að hitta nokkra af bestu leikmönnum Stuttgart síðar um kvöldið. En nú var farið upp á hótel og síðan á pub er heitir Amadeus. Þar kom Ásgeir og hin eldhressa eiginkona hans, Ásta, til móts við hópinn. Eftir um klukkutíma var gítar redd- að og menn orðnir vel við skál. Fram að þessu höfðu ítalirnir átt staðinn, ef svo mætti að orði komast, en þegar Árni Johnsen byrjaði að spila Eyjaslagarana og við að syngja urðu þeir að lúta í lægra haldi. Eftir 3ja klukkutíma stanslausan söng gengu ítalarnir til liðs við okkur og reyndu eftir bestu getu að raula með. Meðan á söngnum stóð birtist enginn annar en framherji V-Þýska landsliðsins, sem talinn er talinn með þeim betri í heiminum í dag, Jurgen Klinsman. Á hæla hans kom annar landsliðsmaður Guido Buchwald og svo leikmenn eins og Fritz Walter, Katavec og fl. Eftir að hafa tekið í hendurn- ar á öllum var lagið tekið aftur og áður en langt leið höfðum við kennt Þjóðverjunum text- ana í Eyjaslögurunum, þannig að þeir gátu sungið með hástöf- um. Greinilegt var að allir skemmtu sér þarna, sama hvort það voru leikmenn Stuttgart, við Eyjamenn eða ítalarnir. Síðar um nóttina var farið á diskótek, en það var opið leng- ur en venjulega vegna þess að „Sigi“ eins og Þjóðverjar kalla Ásgeir, var á staðnum. Við Eyjamenn gengum frítt inn eins og við ættum staðinn. Þarna var gleðinni haldið áfram fram á morgun. Ekki komust þó allir á diskótekið, því pub drykkjan tók sinn toll, en við nefnum engin nöfn, en einn af peyjun- um af FIvítingaveginum,nánar tiltekið frá Múla, ekki þó sá yn^sti, sem ennþó stóð eins og greifi með Hofnar vindilinn sinn, varð að senda heim í taxa. Þar varð hann að fá að sofna svefni hinna réttlátu. Þegar klukkan var langt gengin í 8 og menn að fara til vinnu sinnar var mjög dregið af mönnum. Ákveðið var að fara að koma sér í háttinn, en ekki voru allir á þeim buxunum, en urðu að láta í minni pokann. Árni Jo- Ihnsen sem hafði staðið sig eins og hetja varð að ná í flugvél til íslands. „Er að verða of seinn á fund“ voru síðustu orð Árna í ferðinni. Þegar komið var upp á hótel voru menn sammála um að þessi sólarhringur hefði verið einn sá besti sem menn höfðu upplifað. Á öðrum degi, fimmtudegi sváfu sumir lengur en aðrir, sem fóru að versla. Hinir svefnþungu fóru um dag- inn í sund og svo óheppilega vildi til að þarna gekk kvenfólk um alsnakið. Sumir fóru ekki í laugina, heldur misskildu eitthvað þessa sundlaugarferð og settust strax á sundlaugar- barinn og eyddu þar síðdeginu í um 35 gráðu hita. Um kvöldið vildi annar kven- • Þrír frægir, hver á sínu sviði, Gísli Hjartar, fyrrverandi varamaður IBV, Guido Buchwald fyrirliði Stuttgart og Jón Óli Jóhannsson eftirmynd Buchwald á knattspyrnusviðinu. maðurinn endilega fara með hópinn á „life show“, en fyrir þá sem ekki eru alveg með á nótunum í þessum bransa, þá er um að ræða sýningu þar sem nokkrar skvísur berhátta sig. Eitthvað vorum við karl- mennirnir tregir til, en ákváð- um að skella á skyndifundi, en þess skal getið að hver drakk aðeins 6 bjóra á þessum fundi. Niðurstaðan varð sú eftir mikið umstang að tillagan var sam- þykkt mjög naumlega, með öll- um atkvæðum gegn engu. Hélt nú þessi undurfríði hóp- ur af stað og átti nú að sjá þetta með eigin augum, að sjálfsögðu í fyrsta sinn hjá okkur öllum. Arkað var af stað með þá Sigurð Inga, Guðmund Sigur- vins og að sjálfsögðu Múla- bræður í fararbroddi. Eitthvað var Sigurður Ingi tregur á að leyfa syninum að koma með, en eftir önnur fundarhöld og aðra sex bjóra voru greidd at- kvæði og féllu þau Tryggva mjög naumlega í hag. Þegar á staðinn var komið og menn búnir að tylla sér með drykk hófst eftirvæntingafull bið, sem geislaði úr augum flestra sér- staklega þeirra sem settust fremst, þ.e. á 3. bekk. Þá rann stóra stundin upp, inn á sviðið gekk þessi undurfagra stúlka og byrjaði að dansa. Eitthvað fóru sumir hjá sér og skelltu á sig sólgleraugum, þegar hún byrjaði að tína af sér spjarirnar, en þegar daman var orðin als- nakin fór ánægjukliður um hópinn. Horft var á 7 svona sýningar og þá var staðurinn yfirgefinn og héldu flestir að nóg væri komið af „life showum" í ferð- inni, en sumir voru á öðru máli og drógu hópinn inn á Rauðu mylluna og þar var horft á önnur 7 atriði og mátti sjá að nú voru menn lausir við feimn- ina því þeir t.ylltu sér á fremsta bekk, hvorki meira né minna. Einn ungur piltur tók með sér dömu í ferðina og þegar langt var liðið á sýningarnar bað hann okkur hina að afsaka sig því þau ætluðu upp á hótel að leggja sig. Mikið var búið að baula á drenginn að hafa tekið með sér kvenmann í ferðina, en nú höfðu menn á orði að það hefði verið skynsamlegra. Þau kvöddu í bili, en við hinir sátum eftir með sárt ennið og horfðum á meira. Á þriðja degi ferðarinnar, föstudegi, var rólegt yfir flestum, samt ekki öllum. Menn notuðu tímann í verslun- arferðir og sumir fóru í Boss- verksmiðjuna og dressuðu sig upp. Sjáið þið bara Óla Venna á næsta balli. Einn var sá maður sem ekki vildi fara mikið út á lífið. Hafði það bara gott heima á hóteli. Við nefnum engin nöfn, en Marta mín, þú getur verið stolt af honum. honum. Síðasta daginn var sofið frameftir og menn slöppuðu vel af fyrir átök kvöldsins, því þá fórum við á matsölustað. Tókum hraustlega til matar okkar. Meðan á málsverði stóð kom Ásgeir Sigurvinsson og var með okkur sem eftir lifði kvöldsins. Mikið var um skot manna í milli og varð útgerð- armaðurinn Sigurður þar verst úti, þegar Jón ÓIi byrjaði að raula fyrir munni sér, þó svo allir heyrðu, eftirfarandi vísu: Ég er Sigurður Ingi og er sætur og klár, búinn að vera í þessum bransa í all mörg ár. Ég eltist við þorska og smá ýsur og kem þeim í hendur á réttvísi. Vísan vakti mikla lukku. Eftir að menn höfðu mettað sig buðu Ásgeir og Ásta kona hans hópnum í partý á heimili sínu, sem er hið glæsilegasta í alla staði. Var þar glaumur og gleði fram eftir nóttu, eða þar til menn þraut þrek og héldu heim á hótel. Heimferðin gekk í alla staði mjög vel, eða eins og Guð- mundur Sigurvinsson orðaði það: „Dæmið var klárað með stæl.“ #.....þá voru Eyjaslagaramir kyrjaðir með Áma Johnscn sem aðalmann. VESTMANNAEYINGAR! FLORiDAFERÐ Nú gefst tækifæri til þess aö njóta þeirra lystisemda sem Florida býöur uppá. Staðir eins og Disney World, Epcot Center, Fantasy World, Sea World, Bus Garden svo eitthvaö sé nefnt veröa á vegi okkar. Brottför 10. ágúst. Dvaliö veröur á Ibúöahótelinu CASA DEL MAR I 18 daga og glæslhótelinu HOLLIDAY INN CROWN PLAZA I Orlando I 4 daga. Einstök gæöaferð á sanngjörnu veröi meö Árná Johnsen fararstjóra I broddi fylkingar. Allar nánari upplýsingar um verð og frekari tilhögun veitir SUÐURGARÐUR HF SELFOSSI Sími21666 05 S a GULLFOSS B-ÍLALEIGA Smiöjuvegi 4e, 200 Kópavogi. Pósthólf 435,202 Kópavogi. Sími: 91-67 04 55. Fax: 67 04 67. Kennitala: 650499-1289 Ferðist með Gullfossi. Sparið bensínkostnað- inn. Leigið nýjan Opel Corsa. Hagstæð kjör. Nánari upplýsingar í síma 670455. Kreditkortaþjónusta. Framhaldsskólinn: Skólaslit Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum verður slitið og nemendur brautskráðir, laugardaginn 10. júní kl. 13.00 í Félags- heimilinu við Heiðarveg. Eldri nemendur og aðrir velunnarar skól- ans eru boðnir velkomnir. Að skólaslitum loknum kl. 14.00 - 15.00 verður prófsýning fyrir nemendur í sal skólans. Minnt er á að umsóknarfrestur um skólavist næsta haust rennur út 10. júní. SKÓLAMEISTARI.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.