Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Page 11
FRÉTTIR - fimmtudaginn 8. júní 1989 Fasteignaviðskipti Til sölu m.a.: Boðaslóð 7, 2ja íbúða hús á góðu stað. Báðar hæðir til sölu. Seljast sitt í hvoru lagi. Höfðavegur 59. Gott einbýlishús í vinsælu hverfi. Jón Hauksson, hdl. Kirkjuvegi 23, 3ja hæð ‘S1 12000 Músikmyndbönd Höfum nú ágætis úrval af músikmyndböndum U2 Rattle and Hum, Michael Jackson, Thriller, Kiss, Scorpions Saxxon, Rainbow, Prince, Phil Collins, Leonard Cohen, Inxs, Cyndi Lauper ásamt fleirum. Væntanlegt í dag eða á morgun, Michael Jackson, Moonwalker, Fronmaiden og U2. Þakkir Hjartans þakklœti sendum við öllum, er sýndu okkur samúð við fráfall föður okkar, tengdaf- öður, afa og langafa, ÞÓRODDS ÓLAFSSONAR, Eyjahrauni 9, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við Birni ívari Karlssyni lœkni, sem og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Vest- mannaeyja fyrir frábæra hjúkrun og styrk sem þau gáfu honum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þóroddsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Erla Þóroddsdóttir, Stefán Stefánsson, barnabörn og barm t rnabörn. Þakkir Innilegar þakkir til allra sem minntust aldarafmælis móður okkar, með blómum, gjöfum og heillaóskum 26. maí síðastliðinn. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkrahússins og Hraunbúða sem sýnt hafa henni umhyggju og hlýju meðan hún hefur dvalið hjá þeim. BÖRN SIGR ÚNA R R UNÓLFSD Ó TTUR Happdrætti Björg- unarfélagsins: Báturinn hefur sannað gildisitt Björgunarfélag Vestmanna- eyja er þessa dagana aö selja miða í happdrætti félagsins, sem dregið verður í 17. júní. Vinningur er bíll, Peugeout 205, að verðmæti um 600 þús. krónur. Halldór Sveinsson stjórnar- maður í Björgunarfélaginu sagði að með happdrættinu væru þeir að afla peninga til að borga af nýja björgunarbátn- um, Kristni Sigurðssyni, sem keyptur var á síðasta ári í tilefni 75 ára afmælis félagsins. „Báturinn hefur þegar sannað gildi sitt. Við höfum t.d. 3svar sótt trillur, sem orðið hafa vél- arvana hér' við Eyjar. Og oftar höfum við þurft að fara með varahluti í skip hér í kring. Það er greinilegt hvað aðkomubátar kunna að nota sér þessa þjón- ustu, frekar en heimabátar. Virðist eins þeir séu orðnir vanir þessu annars staðar frá.“ Aðspurður um hvernig sala rniða hefði gengið sagðist hann vonast til að Vestmannaeyingar taki þeim vel eins og alltaf, „en þetta skýrist varla fyrr en 17. júní,“ sagði hann. Hraunbúðir: Sýning og Árleg kaffisala óg föndursýn- ing verður á Hraunbúðum næstkomandi sunnudag frá kl. 13.00-17.00. Það hefur verið viðtekin venja í upphafi sumars, hjá starfsfólki Hraunbúða og að- s' indendum vistfólks, að hald- in sé sýning á föndurstarfi vist- fólksins. Auk þess fer fram á sama tíma, sala á kaffi og veisluföngum, sem starfsfólk og aðstandendur vistfólks hafa bakað. Öllum hagnaði þessarar sölu hefur verið varið til kaupa á ýmsum nauðsynjahlutum fyr- ir Hraunbúðir. Aðsókn hefur farið ár vax- andi, og ekki við öðru að búast en slíkt muni endurtaka sig, enda málefni gott. Bíóið: Cocktail í kvöld klukkan 9 frumsýnir Bíóið hina geysivinsælu mynd Cocktail með Tom Cruise og Sam Brown í aðalhlutverkum. Þetta er eldfjörug mynd í léttari kantinum. Keyrð áfram með góðri músík, skemmtun fyrir alla þar sem saman fer góður leikur blanda af spennu og gríni. Engum ætti að leiðast í bíó þessa helgina. Föndursýning og kaffisala Næstkomandi sunnudag milli klukk- an 13.00 og 17.00 verður haldin hin árlega föndursýning vistfólks Hraun- búða. Til sýnis verður handavinna vist- fólksins ásamt ýmsu öðru. Hluti þess er til sölu. Þá verður á sama tíma kaffisala og kökusala sem starfsfólk Hraunbúða og aðstandendur vistfólks sjá um. Allur hagnaður af þeirri sölu rennur óskiptur til kaupa á einhverju nauðsynlegu til starfsemi Hraunbúða. Starfsfólk Hraunbúða. Viðtalstími dagvistarfulltrúa Fastur símatími dagvistarfulltrúa er á þriðjudögum milli kl. 13:00-14:00 í síma 11088. Fasteignagjöld Hinn 15. júní n.k. er eindagi 5. hluta fasteignagjalda. Þeir sem eiga ógreidd fasteignagjöld eru vinsamlegast beðnir að gera skil fyrir þann tíma. Bókasafn Vestmannaeyja Opnunartími safnsins í sumar er alla virka daga nema laugardaga frá kl. 14:00 - 19:00. Spröngukennsla Spröngukennsla á vegum tómstundaráðs hefst næstkomandi mánudag kl. 15.00 inn við Spröngu. Leiðbeinandi verður Hlöðver Johnsen. T ómstundaf ulltrúi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.