Austurland - 06.09.2012, Side 8
8 6. SEPTEMBER 2012
Í ljósi þess að fyrsta tölublað vikublaðsins „Austurland“ er að koma út þá er ekki úr vegi að fara aðeins yfir það svæði sem blaðinu er ætlað
að flytja fréttir frá og hvaða hugmyndir, markmið og tækifæri ráðamenn sjá í sínum sveitarfélögum. Blaðið nær til 9 sveitarfélaga, 8 þeirra
eru á Austurlandi en Sveitarfélagið Hornafjörður tilheyrir Suðurlandi og Suðurlandskjördæmi.
Lagðar voru fram 9 spurningar til oddvita (forseta bæjarstjórna) í sveitarfélögunum:
• Vopnafjarðarhreppi
Þórunn Egilsdóttir
(Framsóknarflokkur)
• Fljótsdalshéraði
Stefán Bogi Sveinsson
(Framsóknarflokkur)
• Fljótsdalshreppi
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
• Borgarfjarðarhreppi
Jakob Sigurðarson
• Seyðisfjarðarkaupsstað
Arnbjörg Sveinsdóttir
(Sjálfsstæðisflokkur)
• Fjarðabyggð
Jón Björn Hákonarson
(Framsóknarflokkur)
• Breiðdalshreppi
Jónas Bjarki Björnsson,
• Djúpavogshreppi
Andrés Skúlason
• Sveitarfélaginu Hornafirði
Ásgerður K. Gylfadóttir
Ánægjulegt er að sjá að 4 oddvitar
eru konur sem er harla gott miðað
við að allir bæjar- og hreppstjórar
í sveitarfélögunum eru karlar fyrir
utan oddvitann í Fljótsdalshreppi
sem jafnframt sinnir skyldum
hreppstjórans.
Spurningarnar snéru að
markmiðum á kjörtímabilinu,
búsetukostum, árangri sem oddvitar
væru stoltir af, það sem betur mætti
fara og framtíðarsýn. Í ljósi umræðna
um sameiningu sveitarfélaga og aukið
hlutverk/vægi landshlutasamtaka voru
oddvitarnir spurðir hvort sameina
ætti Austurland í eitt sveitarfélag
og hvort æskilegt væri að skilgreina
landshlutasamtökin sem þriðja
stjórnsýslustigið á Íslandi. Í lokin
óskaði ritstjóri eftir hollráðum til
blaðsins.
Þórunn Egilsdóttir á
Vopnafirði
1. Markmið á kjörtímabilinu:
a.Koma rekstri legudeildar
Sundabúðar í varanlegt form
og eyða ósvissu varðandi
reksturinn svo Vopnfirðingar
fái þá þjónustu sem þeir þurfa.
b.Vinna áfram að góðum rekstri
sveitarfélagsins og jafnframt að
lækka skuldir enn frekar.
c. Vinna sem kostur er að
fjölbreytileika í atvinnu- og
mannlífi.
2. Búsetukostir:
Fjölskylduvænt samfélag í fallegu
umhverfi með öfluga og góða
skóla. Atvinnuástand er gott og
félagsstarf öflugt.
3. Árangur sem þú ert stolt af:
Við höfum rétt af skuldastöðu
sveitarfélagsins sem styrkir getu
sveitarfélagsins til góðra verka í
framtíðinni.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Eflaust margt og alltaf má gera
betur.
5. Framtíðarsýn:
Að hér líði öllum vel og þjónusta
fyrir íbúa samfélagsins sé sem
best á öllum aldursskeiðum.
Að hér verði fjölbreyttari
atvinnumöguleikar og öll
grunnþjónusta verði í lagi.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Nei, við þurfum fyrst að
slípast betur í hinum ýmsu
samvinnuverkefnum og öðlast þá
sýn að jaðrarnir styrkji miðjuna
og þurfi því að vera öflugir
þátttakendur í öllu samstarfi.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Ef það á að gerast þarf að
fylgja fjármagn og embætti út
um landið. Kostnaðarmat og
tekjustofnar hinna ýmsu verkefna
þurfa að liggja fyrir.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Það gæti verið styrkur fyrir
Austurland og þau málefni sem
Austfirðingar þurfa að standa
vörð um.
9. Hollráð til blaðsins:
Munið eftir öllum íbúum
svæðisins.
Stefán Bogi Sveinsson á
Fljótsdalshéraði
1. Markmið á kjörtímabilinu:
Traustari fjárhagur, sterkari
samkeppnisstaða og meiri
atvinna.
2. Búsetukostir:
Á Fljótsdalshéraði er einstök
náttúra sem auðvelt er að
njóta með allri fjölskyldunni.
Þá er í boði góð þjónusta og
öflugt félagsstarf fyrir börn og
fjölskyldufólk.
3. Árangur sem þú ert stoltur af:
Ég er stoltur af því að bæjarstjórn
hefur staðið við ýmsar
skipulagsbreytingar þrátt fyrir
töluverða og á tíðum mjög erfiða
gagnrýni. Þegar rykið er sest mun
réttmæti þessara ákvarðana verða
ljóst.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Nokkur spennandi verkefni hafa
ekki verið leidd til lykta ýmist
vegna skorts á tíma, mannafla eða
fjármunum. Við höfum þó ennþá
tíma til að bæta úr því.
5. Framtíðarsýn:
Ég vil að Fljótsdalshérað verði
fremst á meðal jafningja á
landsbyggðinni í þjónustu við
íbúa sína og að sköpuð verði
búsetuskilyrði sem jafnast á við
það besta sem gerist á landinu.
Að innan sveitarfélagsins verði
atvinnu-, menningar- og félagslíf
í blóma þannig að einstaklingar
geti hér unað glaðir við sitt frá
vöggu til grafar.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Já. Við þurfum á samheldninni
að halda, en þetta getur þó aldrei
orðið nema með breytingu
stjórnskipan sveitarfélagsins sem
myndi tryggja nærstjórnarvald
innan þess.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Nei. Ég vil frekar að sveitarfélög
verði stækkuð með sameiningum
og þriðja stjórnsýslustigið
jafnframt mótað í formi smærri
eininga innan hvers og eins
sveitarfélags.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Ég vil breyta kjördæmaskipan
en ekki endilega í það horf
sem hún var fyrir 1999. Frekar
vil ég að kjördæmin miðist
einfaldlega við núverandi mörk
landshlutasamtaka sveitarfélaga.
9. Hollráð til blaðsins:
Fjölmiðill á að vera gagnrýninn,
en hann þarf ekki bara að vera
gagnrýninn. Í samfélaginu gerast
jákvæðir og neikvæðir hlutir
og fjölmiðill á að segja frá og
endurspegla hvorutveggja
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
í Fljótsdal
1. Markmið á kjörtímabilinu:
Stuðla að fjölbreyttara
atvinnulífi og bæta vegi og
fjarskiptasamband.
2. Búsetukostir sveitarfélagsins:
Veðursæld, fagurt og gróðursælt
umhverfi .
3. Árangur sem þú ert stolt af:
Ljósleiðari lagður á alla bæi.
4. Það sem hefði mátt betur fara:
Gengur ekki vel að fjölga börnum
í sveitinni.
5. Framtíðarsýn:
Að Fljótsdalshreppur verði góður
valkostur fyrir fólk að flytja til.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Ef til vill verður Austurland eitt
sveitarfélag í framtíðinni, en
sami árangur getur náðst með
samvinnu sveitarfélaganna á
svæðinu .
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Tel að skoða megi þann kost
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Ef atkvæðisvægi verður jafnað
að fullu verður landsbyggðin
áhrifalítil.Kjördæmaskipting
skiptir þar litlu.
9. Hollráð til blaðsins:
Nýi miðillinn verður að kynna sig
áður en hægt er að gefa honum
hollráð.Vona að miðillinn verði
ekki áróðursblað fyrir einhverja
aðila/flokka.
Jakob Sigurðarson á
Borgarfirði Eystri
1. Markmið á kjörtímabilinu:
Að sveitarfélagið standi vel og
verði aðlaðandi til búsetu,
2. Búsetukostir:
Búsetukostirnir eru svo margir.
3. Árangur sem þú ert stoltur af?
Að hafa tekið þá ákvörðun að
byggja yfir sparkvöllinn.
4. Það sem hefði mátt betur fara?
Betur fara, var eitthvað sem mátti
betur fara?
5. Framtíðarsýn:
Að íbúum fjölgi og þar með
atvinnulíf eflist.
6. Austurland eitt sveitarfélag?
Nei mér finnst það ekki vera
tímabært.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Nei.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Kjördæmin virðast vera orðin of
stór þannig að það er spurning.
9. Hollráð til blaðsins:
Að dreifa fréttaflutningi um
fjórðunginn.
Oddvitar sitja fyrir svörum
Þórunn Egilsdóttir Gunnþórun IngólfsdóttirStefán Bogi Sveinsson Jakob Sigurðarson