Austurland - 06.09.2012, Síða 9
96. SEPTEMBER 2012
Arnbjörg Sveinsdóttir á
Seyðisfirði
1. Markmið á kjörtímabilinu:
a. Koma Fjarðarheiðargöngum
inn á samgönguáætlun.
b. Ná tökum á fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins.
c. Stuðla að auknum
atvinnutækifærum og
styrkja stöðu kaupstaðarins
sem menningarstaðar í
samvinnu við stjórnvöld og
menningarstofnanir.
2. Búsetukostir:
Lifandi og fjölbreytt mannlíf
og atvinnulíf. Gott veðurfar og
nálægð við stórbrotna náttúru.
3. Árangur sem þú ert stolt af:
Viðurkenning á
Fjarðarheiðargöngum í
samgönguáætlun.
4. Það sem hefði mátt betur fara?
Ná betri árangri í að stuðla að
fleiri atvinnutækifærum.
5. Framtíðarsýn:
Unnið er að
grundvallarstefnumótun fyrir
Seyðisfjörð í metnaðarfullu
stefnumótunarstarfi, þar sem
margir íbúar koma að málum.
Mín sýn er að Seyðisfjörður
verði áfram góður búsetukostur
fyrir ungt fólk, þar sem hægt
er að treysta á góða skóla,
fjölbreytt mannlíf og blómlegt
menningarstarf.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Þegar búið er að tengja
byggðarlög saman með
mannsæmandi samgöngum er
eðlilegt að huga að þeim kostum
og göllum sem fylgja rekstri á svo
stórri einingu.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Nei.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Já, ég tel það heppilegri einingu
sem kjördæmi af mörgum
ástæðum.
9. Hollráð til blaðsins:
Að vera með vandaðan
fréttaflutning og standa fyrir
málefnalegri umræðu.
Jón Björn Hákonarson í
Fjarðabyggð
1. Markmið á kjörtímabilinu:
a. Berjast fyrir bættum
samgöngum innan
Fjarðabyggðar með
Norðfjarðargöng og
Suðurfjarðaveg þar fremst í
flokki.
b. Bæta rekstrarstöðu
sveitarfélagsins án þess þó að
ganga á þjónustu þess til íbúa
c. Halda áfram að byggja upp
öflugt og sterkt sameinað
samfélag íbúum Fjarðabyggðar
til heilla
2. Búsetukostir:
3. Árangur sem þú ert stoltur af:
Sú góða samstaða og
samvinna sem ríkt hefur innan
bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á
kjörtímabilinu.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Samvinna milli ríkis og
sveitarfélaga hefði mátt vera
nánari í tengslum við niðurskurð
á ýmsum þáttum þjónustu
ríkisvaldsins. Það hefur farið
sorglega mikill tími í að verja
sjálfsagða grunnþjónustu íbúa
Austurlands og réttindi.
5. Framtíðarsýn:
Að Fjarðabyggð verði áfram góður
staður til að búa í. Hlúa þarf að
öllum þáttum samfélagsins til þess
að svo megi verða.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Stórauka þarf samstarf og
samstöðu sveitarfélaganna á
Austurlandi og sjá síðan til hvað
framtíðin ber í skauti sér.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Hef alltaf verið ákafur
stuðningsmaður þriðja
stjórnsýslustigsins og held að
hlutverk þess náist með auknum
flutningi verkefna frá ríki til
sveitarfélaga með eðlilegum
tekjustofnum einnig. Vill sjá
frekari kraft í því á næstu árum
og til að mynda að sveitarfélögin
taki yfir málefni aldraðra eigi
síðar en á árinu 2014 til að þeim
málaflokki verði sinnt með
sómasamlegum hætti.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Já það vil ég. Þrátt fyrir gott
sambýli við nágranna okkar
á Norðurlandi þá er það mín
skoðun að norðausturkjördæmi
sé allt of víðfeðmt hvort sem er
fyrir þingmenn til að geta sinnt
því og eins til að efla samvinnu
innan þess.
9. Hollráð til blaðsins:
Að það sinni hlutverki sínu sem
austfirskur miðill til sóma og
koma til skila fréttum af öllum
þeim krafti og jákvæðni sem er að
finna á Austurlandi.
Jónas Bjarki Björnsson í
Breiðdal
1. Markmið á kjörtímabilinu:
a. Klára aðalskipulag fyrir
Breiðdalshrepp.
b. Frekari uppbygging atvinnulífs.
2. Búsetukostir:
Helstu kostir þess að búa á
Breiðdalvík er að hér þekkjast allir
og við höfum mjög fjölbreytta
þjónustu í sveitarfélaginu, miðað
við íbúafjölda, mjög barnvænt
umhverfi.
3. Árangur sem þú ert stoltur af:
Uppbygging á smábátahöfn með
mikilli fjölgun leguplássa, sem
hefur skilað sér í fjölgun báta sem
landa hérna.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Persónulega hefði ég viljað sjá
meira umleikis í frystihúsinu,
miðað við þá miklu aukningu
á lönduðum afla hér á síðustu
árum. Þar eru klárlega miklir
möguleikar fyrir hendi, ef rétt er
haldið á spilunum.
5. Framtíðarsýn:
Ég sé fyrir mér að Breiðdalur
geti eflst á komandi árum.
Ferðaþjónustan er í blóma og ört
vaxandi og auk þess hafa bæði
sjávarútvegur og landbúnaður
óþrjótandi möguleika hér á
svæðinu.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Nei.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Nei.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Nei, ég held að það myndi ekki
breyta neinu að vera að hringla
með það fram og til baka.
9. Hollráð til blaðsins:
Austurland: Ég hvet nýjan
fréttamiðil til þess að vera með
jákvæðar fréttir af því sem er að
gerast í öllum fjórðungnum, líka í
smærri byggðarlögunum
Andrés Skúlason á
Djúpavogi
1. Markmið á kjörtímabilinu:
Að byggja upp fjölskyldu- og
umhverfisvænt samfélag –
vinna að bættum samgöngum
– stuðla að fjölbreyttri
atvinnuuppbyggingu í sátt við
svæðið.
2. Búsetukostir:
Fjölskylduvænn og fjölbreyttur
bær – vistvænn og vinalegur.
3. Árangur sem þú ert stoltur af:
Að hafa almennt við erfiðar
aðstæður unnið að uppbyggingu
í sveitarfélaginu sem hefur
leitt til mun betri þjónustu við
íbúana, sömuleiðis komið að
mikilvægum málum er varða
atvinnuuppbyggingu, ásamt
því að hafa lagt mikla vinnu af
mörkum við gerð metnaðarfulls
og stefnumarkandi aðalskipulags
fyrir sveitarfélagið. Með þessu
og fleiru höfum við stuðlað
að því ásamt samstarfsfólki
að gera sveitarfélagið að
eftirsóknarverðari búsetukosti.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Það þarf m.a. að vinna að því að
finna góða og heildstæða lausn á
málefnum aldraðra á svæðinu.
5. Framtíðarsýn:
Djúpavogshreppur hefur alla
burði til að halda áfram að vaxa
og dafna til framtíðar ef menn
halda áfram að vinna með
fjölbreytni atvinnulífs í huga
sem byggð verður upp í sátt við
svæðið.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Verður aldrei að veruleika meðan
stytting um Axarveg er ekki
tryggð með heilsársvegi. Fleiri
samgöngubætur þurfa sömuleiðis
að verða á Austurlandi til að
þjappa sveitarfélögunum betur
saman þannig að þau geti átt
skilvirkt og árangursríkt samstarf.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Mest um vert að efla landshlutann
með frekari verkefnum m.a.
frá ríki til sveitarfélaga, en
því aðeins að nægt fjármagn
fylgi. Með fjölgun og tilfærslu
verkefna til fjórðungsins verður
stjórnsýslustigið sjálfkrafa öflugra
á svæðinu.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Það er mikilvægt að endurskoða
kjördæmaskiptinguna – hún
hefur ekki reynst hinum dreifðu
byggðum vel eins og hún er í dag.
9. Hollráð til blaðsins:
Látið ekki hákarlana á svæðinu
gleypa / kaupa ykkur!
Ásgerður K. Gylfadóttir á
Hornafirði
1. Markmið á kjörtímabilinu:
Tryggja áframhaldandi góðan
rekstur sveitarfélagsins. Örva
nýsköpun og samfélagsþróun með
fjárstuðningi og samvinnu við
atvinnugreinar og félagasamtök
svæðisins. Hlúa að umhverfinu
með því að byggja áfram upp
húseignir, götur og opin svæði í
eigu sveitarfélagsins.
2. Búsetukostir:
Hér er gott mannlíf í umhverfi
sem gefur af sér margvíslega
afþreyingarmöguleika fyrir
alla fjölskylduna. Atvinnustig
er gott, öflugur sjávarútvegur,
sístækkandi ferðaþjónusta og
vaxandi þekkingarstarfsemi.
3. Árangur sem þú ert stolt af:
Að sveitarfélagið búi við traustan
fjárhag og öflugt starf á mörgum
sviðum.
4. Það sem betur hefði mátt fara:
Að hefta fok jarðefna á
Leirusvæði sem hefur verið mikið
í þurrkunum í sumar, en unnið
er að úrbótum sem skilar sér
vonandi strax í haust.
5. Framtíðarsýn:
Að verða þekkt fyrir framsækið
atvinnulíf sem byggir á
nýsköpun í sátt við náttúruna,
fjölskylduvænar aðstæður.
6. Austurland eitt sveitarfélag:
Nei, hugsanlegar sameiningar við
önnur sveitarfélög hafa ekki verið
ræddar í bæjarstjórn Hornafjarðar
og stendur ekki til að setja málið á
dagskrá á þessu kjörtímabili.
7. Þriðja stjórnsýslustig í formi
landshlutasamtaka:
Ég er almennt hlynntari því að
verkefni verði færð beint niður
til sveitarfélaga. Ég tel að sýnt
hafi verið fram á að sveitarfélög
á stærð við Hornafjörð geti axlað
ábyrgð á stórum málaflokkum
sem nú eru á ábyrgð ríkisins t.d.
heilbrigðis- og öldrunarmál.
8. Viltu fara aftur til gömlu
kjördæmaskiptingarinnar,
Austurlandskjördæmi frá
Öræfum til Vopnafjarðar?
Nei, Hornfirðingar hafa
verið að aðlaga sig að nýrri
kjördæmiskiptingu sem er ekki
gallalaus. Ég tel að ekki sé gott
að vera sífellt að hringla með
kjördæmaskiptingu í landinu.
9. Hollráð til blaðsins:
Að vera gagnrýninn á
uppbyggilegan hátt.
Þórunn Egilsdóttir Jónas Bjarki BjörnssonJón Björgvin Hákonarson Andrés Skúlason Ásgerður K. Gylfadóttir