Austurland - 06.09.2012, Qupperneq 10

Austurland - 06.09.2012, Qupperneq 10
Mennta- og menningarmálaráðherra ferðast um Austurland Katrín Jakobsdóttir heimsótti fjölda menningar og fræðasetra á ferð sinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur 29. ágúst síðastliðinn. Ferðin var farin að frumkvæði menntamálaráðherra en auk hennar voru með í för starfsmenn úr ráðuneytinu þau Hellen M. Gunnarsdóttir, Eiríkur Þorláksson og Auður Björg Árnadóttir. Ferðin hófst á Egilsstaðaflugvelli en þaðan héldu ráðherra og sérfræðingar úr ráðuneytinu til Stöðvarfjarðar þar sem hún kynnti sér starfsemi HERE sköpunarmiðstöðvar og fundaði með Signýju Ormarsdóttur menningarfulltrúa og Ástu Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra um „Make it happen!“ ráðstefnuna. Þá var haldið til Breiðdalsvíkur þar sem ráðherra hitti forsvarsmenn Breiðdalsseturs og skoðaði samfélagssýninguna „Bernskublíð Breiðdalsvík - brot úr sögu þorps. Frá Breiðdalsvík var haldið til Djúpavogs þar sem Gauti Jóhannesson hreppsstjóri tók á móti ráðherra í Ríkharðsstofu. Næsti viðkomustaður var Þórbergssetur en þar undirritaði ráðherra a samning um fjárstuðning við setrið. Síðdegis var komið við í Kirkjubæjarstofu þar sem Ólafía Jakobsdóttir og listamaðurinn Erró tóku á móti ráðherra og ræddu framtíð stofunnar sem rannsókna-, menningar- og fræðsluseturs. Að lokum gróðursetti ráðherra og föruneyti rauðgreni á Sandhóli í Meðallandi en rauðgrenið fékk ráðherra að gjöf frá Ártúnsskóla í tilefni af „Lesið í skóginn“ verkefninu 2011. Að lokinni gróðursetningu var komið við í félagsheimilinu Efri-Ey í Meðallandi þar sem verið er að endurnýja húsið og setja upp safn í tengslum við Meðallandið og barnaskólann sem rekinn var þar. Ritstjóri var í sambandi við Katrínu eftir ferðina: Katrín lýsti yfir ánægju sinni með ferðina en hugmyndin hafi verið að kynna sér þau verkefni sem ráðuneytið styrkti og hefði umsjón með en væru utan alfaraleiðar. Það væri mikilvægt fyrir ráðherra að sjá og upplifa með áþreifanlegum hætti þau áhrif sem mennta-, menningar- og þróunarverkefni hafa á ólíkum stöðum á landsbyggðinni. Hver líst þér á mennta- og menningarstarfssemi á Austurlandi og Hornafirði? Allt sem ég hef séð af menningarstarfsemi á Austurlandi og Hornafirði hefur verið feykilega skemmtilegt og ber vott um mikla skapandi hugsun. Nægir þar að nefna bæði handverk og hönnun, austfirskar kræsingar og alla þá staði og viðburði sem ég hef heimsótt. Gaman var að sjá menningarsmiðju ungra eldhuga á Stöðvarfirði þar sem gömlu frystihúsi í menningar- og félagshús. Þá fékk ég að kynnast Ríkharðssafni á Djúpavogi og öðru blómlegu menningarlífi þar sem og Breiðdalssetri á Breiðdalsvík þar sem fléttast saman menning og fræði. Sama má segja um menntun og skólastarf þar sem Austfirðingar hafa unnið vel saman að því að byggja upp menntun í landshlutanum og farið þar nýjar leiðir sem hafa vakið athygli. Ég er svo á leiðinni á Höfn í október og þekki vel það mikla starf sem þar hefur verið unnið á sviði mennta og menningarmála. Hvað er eftirminnilegast úr starfi mennta- og menningarmálaráðherra hingað til? Það er margt eftirminnilegt - mér finnst ég hafa kynnst ótrúlegu starfi í skólum og rannsóknastofnunum, listum og menningu og íþróttum þannig að það eftirminnilegasta er líklega krafturinn og gróskan sem við Íslendingar eigum í öllu því fólki sem sinnir þessum störfum. Hvernig leggst kosningaveturinn 2012-2013 í þig? Hann leggst ágætlega í mig og ég vona að okkur stjórnmálamönnum takist að ljúka sem flestum góðum málum. -SGK 10 6. SEPTEMBER 2012 Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* Gerið gæða- og verðsamanburð *3,5% lántökugjald Ný sending af hágæða sængurverasettum i BOAS RAFDRIFNIR Leður hægindasófar og stólar i l NÝT T Menntamálaráðherra og föruneyti heimsækja Breiðdalssetur. Á myndinni frá hægri til vinstris: Katrín Jakobsdóttir (mentamálaráðherra), Páll Baldursson (sveitastjóri Breiðdalshrepps)Eiríkur Þorláksson, Auður Björg Árnadóttir, Hellen Gunnarsdóttir (skrifstofustjóri á ráðneytinu), Martin Gasser og Christa Feucht (jarðfræðingar og starfsfólk Breiðdalsseturs). Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir. Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps með Katrínu við listaverkið eftir Sigurð Guðmundsson í Gleðivík.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.