Austurland - 06.09.2012, Síða 14

Austurland - 06.09.2012, Síða 14
14 6. SEPTEMBER 2012 Ný ljóðabók á Austurlandi ÞFyrir stuttu kom út ljóðabókin Handan við ljóshraðann eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur á Egilsstöðum. Útgefandi er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi og er þetta tólfta bókin sem félagið gefur út í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Sigrún hefur áður sent frá sér þrjár bækur auk lítils kvers með vísnagátum en þetta er fyrsta ljóðabók hennar. Hún hefur þó birt nokkur ljóða sinna í blöðum, tímaritum og safnritum. Ljóð Sigrúnar eru fjölbreytt að efni og formi en iðulega yrkir hún um lífið og tilveruna, um tilgang lífsins og dauðann. Náttúran er henni hjartfólgin, í öllum hugsanlegum myndum, ekki síst í gróandanum. Hún yrkir um árstíðirnar og teflir þá gjarnan birtu sumarsins fram gegn myrkri vetrarins. Þannig dregur hún iðulega fram andstæður í náttúrunni og í lífinu sjálfu. Er þetta stílbragð sem Sigrún grípur oft til. Heilsteypt lífssýn, bjartsýni og æðruleysi einkenna ljóðin. Höfundur ver málstað þeirra sem minni máttar eru og sýndarmennska er fjarri þessum ljóðum. Bókin verður til sölu í helstu bókabúðum og einnig er hægt að panta hana hjá útgefanda í símum 475-1211 og 867-2811, netfang: maggistef1@ simnet.is. FÉLAG LJÓÐAUNNENDA Á AUSTURLANDI FA B R IK A N Opið: Virka daga kl. 10-18 · Laugardaga kl. 10-17 · Sunnudaga kl. 13-17 Glænýtt frá UMBRA Kauptúni og Kringlunni Sími 564 4400 – www.tekk.is Þekking – þróun – þjónusta Austurbrú er að stíga sín fyrstu skref en stofnunin tekur við starfsemi Þekkingarnets Austurlands, Menningarráðs Austur- lands, Markaðsstofu Austurlands og Þróunarfélags Austurlands ásamt verkefnum og rekstri SSA. Framundan er fyrsta skólaár fræðslusviðs Austurbrúar, sem byggir á starfsemi Þekkingarnets Austurlands, og er unnið að hefðbundnum verkefnum í bland við ný. Hér er fjallað um það sem helst er á döfinni á því sviði. Nýlega var borinn í hús bæklingur þar sem kynnt voru námskeið sem í boði eru á vegum Austurbrúar í september og október. Þar má nefna fasta liði eins og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, en það er nám fyrir þá sem vilja hefja nám eftir hlé og þá sem lokið hafa raunfærnimati, Íslensku fyrir útlendinga og Fimmtudaga til fróðleiks í hádeginu annan fimmtudag í mánuði þar sem fluttir eru fyrirlestrar um ýmis málefni. Jafnframt er bryddað upp á ýmsum nýjungum í stuttum námskeiðum sem fólk getur nýtt sér til gagns og gamans. Einnig eru mörg námskeið í boði frá öðrum aðilum. Þá er í haust mikil áhersla á námskeið sem eru sérsniðin fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér möguleika varðandi símenntun á sínum vinnustað. Ráðgjöf varðandi nám og störf er einn af áhersluþáttum starfseminnar en allir íbúar á Austurlandi geta óskað eftir ókeypis námsráðgjöf og farið í áhugasviðspróf hjá náms- og starfsráðgjafa Austurbrúar. Af nýjungum í þjónustu við háskólanema er helst að nefna að í haust verður boðið upp á stuðnings- og umræðutíma fyrir háskólanema þar sem nemendur geta komið saman og rætt um nám sitt og verkefni og fengið ýmsar leiðbeiningar og aðstoð. Háskólanemar geta leitað til starfsfólks Austurbrúar varðandi alla þjónustu sem tengist náminu. Gæðastarf er mikilvægur hluti af fræðslustarfsemi og unnið er að því að fá gæðavottun á símenntunarsviði samkvæmt evrópustöðlum EQM og einnig er unnið að því að Austurbrú verði viðurkenndur fræðsluaðili í framhaldsfræðslu samkvæmt viðmiðum Menntamálaráðuneytis. Á haustdögum er fyrirhugað að bjóða kynningar í öllum sveitarfélögum á Austurlandi á starfsemi Austurbrúar. Þar verður kynnt sú þjónusta sem er í boði hjá Austurbrú og íbúum gefst tækifæri til að koma óskum á framfæri um það hvernig við getum saman eflt austfirskt samfélag. Við þurfum menntun við allra hæfi, öfluga þjónustu og ráðgjöf á fjölbreyttum sviðum og mismunandi tilboð fyrir mismunandi fólk! Sigrún Björgvinsdóttir Bergþóra Hlín Arnórsdóttir Fulltrúi símenntunar Blaðið Austurland óskar eftir að komast í samband við íbúa sveitarfélaganna á Austurlandi sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlega sendið okkur tölvupóst á stefania@einurd.is eða hringið í síma 891-6677. VILTU SEGJA ÞÍNA SKOÐUN?

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.