Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 10
13. Nóvember 201410
Upplýsingamiðstöð Austurlands lokað
Vegna rekstrarerfiðleika hefur Upplýsingamiðstöð Austur-lands verið lokað og óvíst í
hvaða mynd hún opnar að nýju. Ljóst
er að um mikla afturför í þjónustu við
ferðamenn er að ræða.
Upplýsingamiðstöð Austurlands er
staðsett á Egilsstöðum og er landshluta-
miðstöð sem hefur verið rekin af Aust-
urbrú. Hennar helsta verkefni er að veita
ferðamönnum þjónustu og þannig auka
öryggi þeirra. Í ljósi aukningar á ferða-
mönnum síðustu ár, fjölgunar ferða-
manna á eigin vegum og fjölgunar þeirra
að vetri, jarðhræringa norðan Vatna-
jökuls og veðráttu er ljóst að tilgangur,
markmið og almannavarnarhlutverk
upplýsingamiðstöðva í öllum lands-
hlutum er gríðarlega mikilvægt.
Undanfarin ár hefur Upplýsingamið-
stöð Austurlands verið opin allt árið en
ljóst er að mikið fjármagn vantar til að
halda heilsársstarfsemi úti. Rekstur-
inn hefur verið mjög erfiður síðustu
ár en fjármagn frá Ferðamálastofu
Íslands hefur minnkað ár frá ári auk
þess sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað
ákvað nýverið að endurskoða þátt sinn
í rekstrinum. Af þessum ástæðum leitar
Austurbrú ses. nú allra leiða til að finna
rekstri landshlutamiðstöðvarinnar far-
veg en frá og með 1. nóvember 2014 er
hún lokuð og óljóst hvenær og í hvaða
mynd hún opnar að nýju.
Aðalfundur SSA setti fram ályktun
um rekstur upplýsingamiðstöðva í sept-
ember. Þar sagði:
„Upplýsingamiðstöðvar [eru] afar
mikilvægur þáttur í að fjölga áfanga-
stöðum ferðamanna, vísa þeim leið og
tryggja góða umgengni um landið. Því
skorar aðalfundur SSA á stjórnvöld að
auka fjármagn til upplýsingamiðstöðva
á Austurlandi þannig að þeir fjármunir
dugi til að þjónusta ferðamenn og auka
öryggi þeirra allt árið.“
Stjórn Austurbrúar ses. tekur heils-
hugar undir ályktun SSA og ítrekar
hversu mikið öryggis- og hagsmunamál
rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar sé
fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og þess
vegna afar brýnt að henni sé tryggður
rekstrargrundvöllur. Upplýsingamið-
stöðin sinni grunnþjónustu sem þurfi
að vera til staðar svo hægt sé að taka á
móti ferðamönnum allt árið.
Fljótsdalshérað harmar
lokun upplýsinga-
miðstöðvarinnar
Eftirfarandi frétt birtist á heimasíðu
Fljótsdalshéraðs þann 6. nóvember
síðastliðinn:
Fljótsdalshérað harmar lokun Upp-
lýsingamiðstöðvar Austurlands nú þegar
aðeins tveir mánuðir eru eftir af árinu.
Fljótsdalshérað hefur, eitt sveitarfélaga
á Austurlandi, langt beint framlag (3,8
millj. kr. á ári) til reksturs upplýsinga-
miðstöðvarinnar og ávallt staðið við
allar greiðslur til hennar. Atvinnu- og
menningarnefnd Fljótsdalshéraðs hefur
verið að skoða rekstrarframlag sveitar-
félagsins til miðstöðvarinnar. Engin
ákvörðun vegna þessa hefur hins vegar
verið tekin og því tengist lokun Upp-
lýsingamiðstöðvar Austurlands þeirri
skoðun ekki á neinn átt.
Mikilvægt er að ferðamenn hafi að-
gengi að réttum upplýsingum ekki síst
þegar vetur er genginn í garð og yfir
stendur eldgos í Holuhrauni. Fljótsdals-
hérað hvetur hagsmunaaðila til að leita
lausna á vanda upplýsingamiðstöðvar-
innar og vonast til að farsæl lausn fáist
í málinu.
Og frá Framkvæmdaráði SSA barst
eftirfarandi ályktun:
Framkvæmdaráð Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi lýsir yfir þungum
áhyggjum yfir þeirri stöðu sem nú er
komin upp í landshlutanum með lokun
Upplýsingamiðstöðvar Austurlands.
Ljóst er að hið opinbera verður að
tryggja frekara fjármagn til rekstursins,
ekki síst í ljósi þeirra aðstæðna sem nú
eru uppi vegna eldgoss í Holuhrauni.
Samræmi verður að vera á milli þeirrar
stefnu sem mörkuð hefur verið opinber-
lega um „Ísland allt árið“ og þess fjár-
magns sem veitt er til upplýsingagjafar
til ferðamanna. Vísað er til ályktunar
SSA um þetta efni sem nefnd er hér að
ofan.
Frétt af www. fljotsdalsherad.is og
fréttatilkynningar frá Austurbrú og
framkvæmdaráði SSA
Fréttatilkynnig frá Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs:
Veiting viðurkenningar-
innar Frumkvæði til
framfara 2014
Á aðalfundi Framfarafélags Fljótsdalshéraðs 2014, fimmtudaginn 30. október sl.
fór fram afhending viðurkenningar-
innar „Frumkvæði til framfara 2014”
á veitingastaðnum Fjóshorninu á Egils-
staðabúinu. Viðurkenning þessi er veitt
fyrirtæki eða einstaklingum, sem þykja
hafa skarað framúr varðandi nýsköpun
og atvinnuþróun í félagssvæðinu. Þetta
hefur alllengi verið árlegur viðburður
frá hendi með dyggum stuðningi og
þátttöku Landsbankans á Egilsstöðum.
Að þessu sinni hlaut Þráinn Lár-
usson, veitingamaður og fram-
kvæmdastjóri, þessa viðurkenningu
fyrir „uppbyggingu í ferðaþjónustu
og veitingastarfsemi á Héraði“ eins og
fram kemur á viðurkenningarskjalinu.
Skammt hefur verið stórra högga
milli hjá Þráni. Jafnhliða skólastjórn
Hússtjórnarskólans á Hallormsstað
byggði hann upp afar myndarlegan
gisti- og veitingarekstur á staðnum og
rak hann, fyrst undir nafninu „Grái
hundurinn“ og síðan Hótel Hallorms-
staður. Þá festi hann kaup á húsnæði
í suðurálmu Kleinunnar við Mið-
vang á Egilsstöðum og kom þar upp
veitingastaðnum Salt – Café Bistro. Nú
í haust keypti hann síðan hið alþekkta
fyrrum félagsheimili Fljótsdalshéraðs,
Valaskjálf (sjá mynd), og hefur hafist
handa við að reisa það, svo að segja
úr öskustónni. Kom fram í þakkar-
orðum Þráins við þetta tækifæri á
aðalfundinum að hann stefni að mjög
fjölbreyttu notagildi Valaskjálfar. Auk
gisti-, samkomu- og veitingaaðstöðu,
hyggst hann stefna að því að geta boðið
upp á fyrsta flokks ráðstefnuaðstöðu
og alvöru kvikmyndahús, svo að það
helsta sé nefnt, sem um leið kallar á all-
nokkra stækkun hússins. Húsið hefur
nú fengið nafnið„Menningarhúsið
Valaskjálf “.
Þessi upptalning, nægir til að bera
vott um frumkvæði, hugkvæmni, sem
og dugnað og áræðni. Er þetta mik-
ill fengur fyrir okkur Héraðsbúa og
þess vegna Austfirðinga alla og vekur
okkur bjartsýni. Óhætt er því að segja
að Þránn sé ákaflega vel að þessari
viðurkenningu kominn. Framfara-
félagið óskar Þráni til hamingju með
þetta frábæra uppbyggingarstarf og þá,
ekki síður, góðs gengis í framtíðinni.
Stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
23Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Öflugir High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
MANITOU MLT 625- 75 H
Nett fjölnotatæki
Lyftigeta: 2.500 kg
Lyftihæð: 5.900 mm
4-hjóladrifinn
4-hjólastýrður
75 hö, Kubota,
Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús,
skófla, gafflar, útvarp.
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 8.200.000 + VSK
2x10
Þór
Á landsmóti hestamanna á
Vindheimamelum síðastliðin
laugardag afhenti Hrossarækt.is
styrk til Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna, (SKB).
Styrkurinn er afrakstur söfnunar
á vegum Hrossaræktar.is þar
sem boðnir voru upp folatollar á
Stóðhestaveislu í Ölfushöll sl.vetur
og happdrættismiðar seldir í kjöl-
farið.
Hrossaræktendur tóku málefninu
mjög vel og rúmlega 50 stóðhests-
eigendur gáfu folatolla sem nýttir
voru í uppboðið og happdrættið.
Hestamenn tóku málefninu ekki
síður vel og útkoman var veglegur
styrkur upp á kr. 2.015.000 sem
afhentur var á stærstu hátíð hesta-
manna á Íslandi í dag.
Hrossarækt.is er fyrirtæki sem á
og rekur stóðhestavefinn stodhestar.
com. Að auki stendur Hrossarækt.
is fyrir stóðhestasýningum norð-
an og sunnan heiða og gefur út
Stóðhestabók. Í vetur kviknaði sú
hugmynd hjá aðstandendum vefs-
ins að standa fyrir söfnun til handa
góðu málefni og leita þar liðsinnis
hrossaræktenda í landinu. Fyrir val-
inu varð að styrkja Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna sem hefur
um árabil stutt krabbameinsjúk börn
og fjölskyldur þeirra.
Viðstaddir afhendinguna voru
m.a. Hinrik Bragason frá Hestvit
ásamt stóðhestinum Héðni frá Feti
og Helgi Eggertsson með Stála frá
Kjarri, en þeir voru meðal þeirra sem
lögðu sitt til fjáröflunarinnar.
Við styrknum tók fjölskylda
hestafólks sem þekkir vel til starfs
félagsins en eldri sonur þeirra var
skjólstæðingu félagsins á sínum
tíma en hefur nú náð fullum bata.
Þau Rannveig Árnadóttir, Brynjar
Jón Stefánsson og Brynjar Jón
yngri tóku við styrknum fyrir
hönd Styrktarfélagsins, en fyrir
hönd Hrossaræktar.is afhenti ung
hestakona Nadía Sif Gunnarsdóttir
styrkinn.
Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi Hrossaræktar.is sagði það
mikla ánægju að geta styrkt þetta
góða málefni og vildi þakka þeim
fjölmörgu hrossaræktendum sem
gáfu folatolla til söfnunarinnar sem
og hestamönnum sem voru duglegir
að styrkja málefnið.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna fékk styrk frá Hrossarækt.is
Frá afhendingu styrksins. Frá vinstri, Brynjar Jón Stefánsson, Rannveig Árnadóttir, Hinrik Bragason með Héðinn
frá Feti, Hulda G. Geirsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Magnús Benediktsson, Björn Kristjánsson og Snorri
Kristjánsson frá Hrossarækt.is og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri. Fyrir framan standa Brynjar Jón yngri og
Nadía Sif Gunnarsdóttir með ávísunina á milli sín. Mynd / Gígja Einars
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 8.200.000 + VSK
th!! Útvegum varahluti í flestar gerðir véla og tækja – á góðu verði!!
Á myndinni heldur Þráinn á viðurkennigarskjalinu sem hann veitti viðtöku
úr hendi vigfúsar Ingvars Ingvarssonar, ritara og formanns viðurkenn-
ingarnefndar félagsins, sem með honum er á myndinni.