Austurland - 27.11.2014, Page 9
27. Nóvember 2014 9
Designs from Nowhere hlutu
Hönnunarverðlaun Íslands 2014
Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fyrsta sinn fimmtudaginn 20. nóv-
ember síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Ríflega
100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu
sigurstranglegust. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar
og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2014 er Designs from Nowhere eða
Austurland eftir Pete Collard og Körnu Sigurðardóttur. Hönnunarverðlaun
Íslands 2014 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Stofnun Hönnunarverðlauna Íslands
er mikið fagnaðarefni fyrir íslenskt
hönnunarsamfélag, en vægi hönnunar
í menningu okkar, samfélagi og við-
skiptalífi er óðum að aukast og því mik-
ilvægt vekja athygli á og auka skilning
á gildi góðrar hönnunar. Austurland:
Designs from Nowhere, er verkefni
sem snýst um að kanna möguleika til
framleiðslu og atvinnuuppbyggingar
á Austurlandi, þar sem notast er við
staðbundin hráefni og þekkingu. Karna
Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvik-
myndaleikstjóri og Pete Collard, list-
rænn stjórnandi hjá Design Museum
í London áttu frumkvæði að verkefn-
inu og fengu til liðs við sig hönnuðina
Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu
Lohmann og Gero Grundmann til að
þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi
við handverksfólk og fyrirtæki á Aust-
fjörðum.
Í tilkynningu frá dómnefnd segir:
„Verkefnið þykir sýna á afar sann-
færandi hátt að hlutverk hönnuða í
dag felst í æ ríkari mæli í því að efla
sýn og auka metnað til sköpunar og
framleiðslu. Landsbyggðin hefur víða
notið góðs af aðkomu hönnuða og hafa
mörg sveitarfélög á Íslandi, fyrirtæki og
bændur tekið þátt fjölbreyttum verk-
efnum á síðustu árum, þar sem leitast
er við að finna nýjar leiðir í hráefnis-
notkun og atvinnusköpun með mjög
góðum árangri. Verkefnið, sem var
bundið við Austurland, sýnir að með
samstilltri sýn og virðingu fyrir menn-
ingu á hverjum stað, þar sem handverk,
þekking og staðbundinn efniviður er
kannaður til hlítar, felur í sér aukin
tækifæri til að skapa framúrskarandi
verk og hlýtur að vera hvatning öllum
til handa.“
Þau verkefni sem einnig hlutu til-
nefningu til Hönnunarverðlauna Ís-
lands eru eftirfarandi:
Ljósmyndastúdíó H71a
Ljósmyndastúdíó H71a á Hverfisgötu,
hannað af Stúdíó Granda, er vandlega
úthugsuð úrlausn, þar sem tekst á sann-
færandi hátt að aðlaga viðbyggingu,
húsinu sem fyrir er. Þessi leið, minni-
háttar inngrip í byggingarlist, er
nauðsynleg til að viðhalda útþenslu
miðbæjar Reykjavíkur. Viðbyggingin
sýnir að hægt er að teikna nýbyggingar
og reisa þær í samræmi við það um-
hverfi sem fyrir er.
Magnea AW2014
Magnea AW2014 eftir fatahönnuðinn
Magneu Einarsdóttur var sýnd á
Reykjavík Fashion Festival fyrr á ár-
inu. Magnea leggur ríka áherslu á
prjón og textíl í hönnun sinni og nýtir
að miklu leyti íslenskt hráefni í bland
við nýstárlegri efni. Nálgun hennar er
fersk og einkennist af ítarlegri rann-
sóknarvinnu og tæknilegri þekkingu.
Niðurstaðan eru óvæntar, stílhreinar,
grafískar flíkur, ríkar af áferðum, prjóni
og áhugaverðum frágangi.
Skvís
Verkið Skvís eftir Sigga Eggertsson sem
sýnt var í Spark Design Space 2013
sýndi á einstakan hátt kraft og gildi
grafískrar hönnunar og þá upplifun
sem hún getur skapað. Í einstaklega
litríku verki er að finna átta andlit,
en verkið er borið uppi af abstrakt
mynsturgerð sem Siggi hefur þróað
og er höfundareinkenni verka hans.
Grafísk hönnun Sigga var sett í nýtt
samhengi með sýningunni, þar sem
áhorfandinn gekk inn í optíska og
orkumikla mynstursmiðju hönnuðar-
ins, þar sem mörk tvívíðs og þrívíðs
rúms mættust.
Í dómnefnd Hönnunarverðlauna
Íslands 2014 eru Harpa Þórsdóttir,
forstöðumaður Hönnunarsafns Ís-
lands, Massimo Santanicchia, lektor
í arkitektúr við Listaháskóla Íslands,
Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starf-
andi grafískur hönnuður, Laufey
Jónsdóttir, fatahönnuður og formaður
Fatahönnunarfélags Íslands, Tinna
Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi
hönnuður og kennari við Listaháskóla
Íslands.
Hönnunarmiðstöð Íslands stendur
að Hönnunarverðlaunum, í samstarfi
við Hönnunarsafn Íslands og Listahá-
skóla Íslands, en tilgangur þeirra er að
vekja athygli á mikilvægi og gæðum
íslenskrar hönnunar og arkitektúrs
ásamt því að veita hönnuðum/arki-
tektum hvatningu og viðurkenningu.
Hönnunarverðlaun Íslands 2014 eru
peningaverðlaun að upphæð 1.000.000
krónur, veitt af iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra. Að auki hlýtur verðlauna-
hafinn grip hannaðan af grafísku
hönnuðunum Birni Loka Björnssyni,
Elsu Jónsdóttur í samstarfi við vöru- og
upplifunarhönnuðinn Kristínu Maríu
Sigþórsdóttir.
Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað
Opið fyrir umsóknir
Um þessar mundir er opið fyrir umsóknir í Handverks- og hússtjórnarskólann á Hall-
ormsstað fyrir næstu annir á heima-
síðu skólans www. hushall.is og einnig
er skólinn á www. facebook.com/hus-
hall.is. Hin rómaða jólasýning skólans
verður 14. desember næstkomandi. Af
því tilefni var haft samband við Bryn-
dísi Fionu Ford skólastjóra til að spyrja
hana aðeins út í námið við skólann og
sitthvað fleira.
-Hvernig kom það til að þú gerðist
skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hall-
ormsstað?
Ég var beðin af skólanefnd að koma
inn til að leysa af í eitt ár. Einstakt
tækifæri og er ég þeim þakklát fyrir
traustið. Þar sem ég er að leysa af í
eitt ár verða ekki gerðar sérstakar
áherslubreytingar, markmiðið er að
halda stofnuninni gangandi og sinna
þeim verkefnum sem eru aðkallandi
hverju sinni.
-Eru hússtjórnarskólar vinsælir í dag
eða eru þeir tímaskekkjur?
Hússtjórnarskólar eru vinsælir og
margir sem koma hafa átt sér draum
um að stunda nám við slíkan skóla.
Tískubylgjur koma og fara en það
sem kennt er í Hússtjórnarskólum er
sígilt og hagnýtt. Haldið er í gamlar
hefðir en nútímatækni tekin inn þar
sem við á.
-Hvernig er kynjahlutfall nemenda?
Ekki jafnt, stúlkur í meirihluta.
Ástæðan gæti legið í gömlu hefð-
inni þegar skólarnir báru nafnið
Húsmæðraskóli og eingöngu stúlkur
teknar inn í námið. Mikið er um
stúlkur sem koma með þá ættarsögu
að amma og mamma hafi stundað nám
við húsmæðra- eða hússtjórnarskóla.
Ákveðin breyting var gerð á námsefni
skólans til að höfða betur til stráka
og meðal annars nafni skólans breytt
í Handverks- og hússtjórnarskólinn.
Með þeirri áherslu voru teknar inn
fleiri námsgreinar t.d. smíði, út-
skurður og aðrar listmunagreinar sem
gætu höfðað betur til stráka.
-Hvað er hægt að læra við Hússtjórn-
arskólann á Hallormsstað?
Það er margt og skemmtilegt.
Hópurinn skiptist í tvennt og er annar
í eldhúsinu að læra veitingatækni og
hinn í kennslustofunni að læra fata-
gerð. Síðan taka við fleiri áfangar eins
og hreinlætis- og örveirufræði og
verkleg hreinlætisfræði þar sem nem-
endur fá kennslu í að þrífa, strauja,
setja í þvottavél, fægja gull og silfur,
pússa skó og margt fleira. Kennd er
umgengni í sameiginlegum rýmum
skólans og hvernig á að búa um rúm
og halda herberginu sínu snyrtilegu.
Næringarfærði og hreyfing er stór hluti
af stundarskrá dagsins og nemendur
hvattir til að nýta sér einstakt umhverfi
skólans til útivistar. Síðan eru valfög
og er þar helst að nefna vefnað sem er
eitt af sérkennum skólans og fáir skólar
á landinu sem bjóða upp á kennslu
í vefnaði. Einnig er útsaumur, prjón
og hekl kennt. Fyrir utan hefðbundna
stundatöflu bera nemendur ábyrgð á
skólanum og mötuneyti þess á kvöldin
og um helgar. Í því felst ekki síður
mikilvægur lærdómur fyrir nem-
endur að axla ábyrgð og vinna saman
að krefjandi verkefnum. Nemendur
verða sjálfstæðari einstaklingar með
ákveðna reynslu á bakinu við útskrift.
-Er aðeins hægt að vera eina önn eða
er hægt að vera tvær annir?
Námið er ein önn og farið yfir sama
námsefni á hverri önn þó áherslur séu
tengdar árstíðum, eins og berjatínsla
og jólaundirbúningur á haustönn en á
vorönn kemur þorramatur og páska-
undirbúningur. Áherslur hvorrar
annar tengjast helst hefðum og há-
tíðum en annars er reynt að hafa þetta
eins líkt og mögulegt er. Þó haustannar
nemendur tíni ber þá er kennt að sulta
á báðum önnum.
Einnig hefur skólinn boðið upp á
styttri námskeið t.d. í útsaumi, vefnaði
og matreiðslu en einnig er möguleiki
á því að skrá sig í ákveðna áfanga án
þess að vera á heimavist svo lengi sem
það er pláss í kennslustofunni.
-Fyrir hverja er nám við hússtjórnar-
skóla?
Allar stúlkur og stráka, konur og
karla en fyrst og fremst þá sem hafa
áhuga á því að læra það sem skólinn
hefur upp á að bjóða.
-Lærir maður eitthvað við hússtjórn-
arskóla sem maður lærir hvergi
annars staðar?
Já margt sem fer fram í skólanum
læra nemendur ekki í öðrum fram-
haldsskólum. Mikið haldið í gamlar
hefðir og gömul húsráð kennd en
rauði þráðurinn er sú ábyrgð og efl-
andi sjálfstæði nemenda sem erfitt
er að kenna í hefðbundum áföngum.
Hér fer fram ákveðin hugleiðsla
nemenda og sjálfskoðun þar sem
umhverfið spilar stóran þátt í því.
Þú ert fjarri amstri borga og bæja og
meira að segja netsambandið er ekki
gott. Því gefst nemendum tækifæri
að vinna að öðrum þáttum í lífinu
og efla vináttubönd sem endast út
lífið.
verðlaunagripurinn, hannaður af birni Loka, elsu og Kristínu maríu.
Mynd: Börkur Sigþórsson.