Austurland - 27.11.2014, Page 10
27. Nóvember 201410
Jólaóratoría Bach á Austurlandi
Sunnudaginn 30. nóvember nk. kl. 16.00 í Egilsstaðakirkju og kl. 20.00
í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði flytja Kammerkór og Kór Eg-
ilsstaðakirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit þrjár kantötur úr einu
frægasta og vinsælasta kórverki sögunnar: Jólaóratoríu Johanns Sebastians
Bach. Stjórnandi er Torvald Gjerde.
Alls koma hátt í sextíu manns að
flutningnum en um er að ræða sam-
starfsverkefni kóranna tveggja og
tónlistarmanna af Austurlandi. Fjórir
einsöngvarar taka þátt í flutningnum
en þeir tengjast allir landshlutanum
með einum eða öðrum hætti.
Jólaóratorían er eitt höfuðverka síð-
barokksins, í henni eru sex kantötur
sem Bach samdi undir árslok 1734 á
fimmtugasta aldursári. Kantöturnar
sex átti að flytja á jóladag, annan dag
jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta
sunnudag í nýári og þá síðustu á
þrettándanum. Verkið var frum-
flutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig
og endurflutt sömu daga í Tómasar-
kirkjunni. Kórlögin eru útsetningar
Bachs á sálmalögum sem sungin voru
í þýskum kirkjum og eiga sum hver
rætur að rekja til daga Marteins Lúters
sem innleiddi almennan sálmasöng.
Mörg þessara laga hafa ratað í sálma-
bækur víða um heim. Verkið er ekki
samið til þess að vera flutt í heilu lagi
enda í lengra lagi fyrir slíkan flutn-
ing. Algengast er að verkinu sé skipt
í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn.
Fyrri hlutinn nýtur meiri vinsælda en
sá síðari og verður hann fluttur þann
30. nóvember. Þetta er í þriðja sinn sem
Jólaóratorían er flutt á Austurlandi en
Keith Reed stjórnaði henni tvisvar í
kringum aldamótin.
Einsöngvararnir eru:
andrea Kissne revfalvi (sópran)
fæddist í Búdapest, Ungverjalandi.
Eftir að hafa lokið námi í kórstjórn og
kennslufræði, stýrði hún bæði kórum
og skólum og tók þátt í fjölda tónleika,
bæði sem stjórnandi og einsöngvari.
Andrea hefur unnið til verðlauna og
hlaut m.a. árið 2001 styrk til að sækja
The International Master Choir Leaders
námskeið. Árið 2008, flutti Andrea
ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og
starfar sem tónlistarkennari og kórstjóri
á Djúpavogi.
erla Dóra Vogler (mezzósópran)
nam tónlist á Egilsstöðum en hóf því
næst söngnám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík hjá dr. Þórunni Guðmunds-
dóttir. Þaðan lá leiðin í óperudeild
Universität für Musik und Darstellende
Kunst í Vín. Samhliða söngnáminu, nam
Erla Dóra jarðfræði við HÍ. Hún hefur
nýlega lokið við að syngja á tónleikum
á Austurlandi með tónlistarhópnum
Þrír klassískir Austfirðingar. Í janúar
flytur Erla Dóra svo til Djúpavogs, þar
sem hún mun taka við starfi ferða- og
menningarmálafulltrúa auk þess að
halda áfram að syngja.
Þorbjörn rúnarsson (tenór) hefur
sungið í kórum frá barnsaldri. Hann
nam söng hjá Sigurði Demetz, 1992
til 1995 og hjá W. Keith Reed frá 1995
til 2002. Þorbjörn hefur sungið ein-
söngshlutverk í tvígang við Íslensku
óperuna og var að auki þátttakandi í
Óperustúdíói Austurlands sumurin
1999-2003. Hann hefur sungið einsöng
í fjölda kórverka, m.a. hlutverk guð-
spjallamannsins í óratóríum J. S. Bachs.
József Gabrieli-Kiss (bassi) hóf pí-
anónám í Ungverjalandi þegar hann
var 6 ára en sneri sér að söngnum 12
ára gamall. Árið 1995 lauk hann námi
sem kórstjóri og útskrifaðist árið 2000
sem söngvari frá Liszt Ferenc Músik
Academy. József hefur haldið fjölda
tónleika víðsvegar í Evrópu og komið
fram sem kórstjóri og einsöngvari, bæði
í kórverkum, óperettum og óperum. Frá
árinu 2008 hefur József starfaði sem
tónlistarkennari á Djúpavogi.
Hvers vegna nú?
Torvald var spurður hvers vegna hefði
verið ráðist í að flytja þetta mikla verk
nú og sagði hann að þegar Kammerkór-
inn var stofnaður fyrir alvöru árið 2010
hefði það verið eitt aðalatriðið að flytja
klassísk kórverk. Kammerkórinn hefði
hingað til flutt minni en ekki endilega
minna krefjandi verk, m. a. Magnificat
eftir Bach, en aldrei eins stórt verk og
Jólaóratóríuna. Það væru til mörg fal-
leg verk sem ekki væru mjög þekkt og
hefði Kammerkórinn flutt nokkuð mörg
þannig verk en nú væri kominn tími
til að flytja eitthvað stærra og þá var
sérstaklega gaman að flytja þekkt og
vinsælt verk eins og Jólaóratoríu Bachs
auk þess sem það væri frábært tækifæri
fyrir tónlistarfólk á Austurlandi enda
ekki á hverjum degi sem svona verk
væru flutt í þessum landshluta.
Það væri einnig sérstaklega skemmti-
legt nú að kirkjukórinn tæki þátt í verk-
efninu og syngi með í kórölunum en það
eru þýsk sálmalög í sínum sérstöku út-
setningum eftir Bach, sem hann leggur
inn á milli í svona verkum. Kirkjukór-
inn og sumir söngvarar sem nú eru í
Kammerkórnum hafa annars áður tekið
þátt í stærri samstarfsverkefnum eftir
Bach, Händel og Haydn undanfarin ár.
Fjórtán manna hljómsveit kemur að
flutningnum og var ætlunin að tónlist-
arnemendur sem langt eru komnir í
tónlistarnámi sínu myndu taka þátt í
verkinu en vegna verkfalls tónlistar-
kennara var það ekki hægt og þótti
Torvald það mjög miður því þetta er
mjög stórt og sérstakt tækifæri fyrir þá
bæði sem upplifun, áskorun og hvati og
óvíst hvort annað eins tækifæri gefst á
næstunni.
En verkefnið er ekki aðeins stórkost-
legt tækifæri fyrir austfirskt tónlistar-
fólk heldur einnig austfirska áheyrendur
sem hafa nú möguleika á að njóta Jóla-
óratoríu Johanns Sebastians Bach á
Austurlandi.
Aðgöngumiðinn kostar 3000 krónur,
2000 fyrir eldri borgara og öryrkja en
grunnskólanemar fá frítt inn. Menning-
arráð Austurlands, Alcoa og Hitaveita
Egilsstaða og Fella styrkja flutninginn.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Nýjar vörur í hverri viku
Verðum á Jólamarkaðinum
á Höfn í Hornafirði
föstudaginn 28. nóv. kl. 14–19
Lágmúla
Laugavegi
Nýbýlavegi
Smáralind
Smáratorgi
Borgarnesi
Grundarfirði
Stykkishólmi
Búðardal
Patreksfirði
Ísafirði
Blönduósi
Hvammstanga
Skagaströnd
Sauðárkróki
Húsavík
Þórshöfn
Egilsstöðum
Seyðisfirði
Neskaupstað
Eskifirði
Reyðarfirði
Höfn
Laugarási
Selfossi
Grindavík
Keflavík
Mundu eftir jólahandbók LyfjuGleðilegar gjafir
í alla pakka
Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna.
Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel.
Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark:
Við stefnum að vellíðan.
- Lifi› heil
www.lyfja.is
Andrea Kissne revfalvi. József Gabrieli-Kiss. Þorbjörn rúnarsson. erla Dóra vogler.