Austurland - 27.11.2014, Page 14
27. Nóvember 201414
Fréttatilkynning frá Austurbrú:
Samráðsfundur um áfram-
vinnslu áls á Austurlandi
Föstudaginn 28. nóvember frá kl. 13 til 16 á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur Austur-
brú fyrir samráðsfundi um ál á Aust-
urlandi. Meðal þeirra spurninga sem
leitast verður við að svara á fundinum
er hvers virði ál er sem hráefni fyrir
Austurland, hvernig hægt sé að nýta
auðlindina ál enn betur og hvað skorti
á svæðinu þannig að hægt sé að áfram-
vinna ál.
Fundurinn er liður í verkefni sem
Austurbrú vinnur að um frekari úr-
vinnslu á áli en við stofnun Austur-
brúar 2012 færðu stjórnvöld Austurbrú
stofnfé til að vinna verkefnið. Verk-
efnið snýst um að greina þá hráefnis-
flokka áls sem framleiddir eru á Íslandi
og hvernig því er ráðstafað. Megintil-
gangur verkefnisins er að skapa tengsl
sem gætu komið að gagni í þeirri vinnu
að gera álið að hráefnisauðlind á Aust-
urlandi. Ennfremur verður unnið að
því að koma á fót þekkingar- og þró-
unarsetri um áframvinnslu áls þar
sem unnar verða nauðsynlegar rann-
sóknir og greiningar af sérfræðingum.
Samhliða þessu verður leitast við að
hvetja hönnuði og frumkvöðla til að
nýta ál sem hráefni, hvort heldur er í
sérhæfðan vélbúnað eða vöruhönnun.
Frummælendur á málþinginu
verða Jóna Árný Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Austurbrúar, Pétur
Blöndal, framkvæmdastjóri Samál,
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Studio Bility, Garðar
Eyjólfsson, lektor við vöruhönnunar-
deild Listaháskóla Íslands, Thomas Va-
illy, verkfræðingur og vöruhönnuður.
Fundarstjóri verður Dagmar Ýr Stef-
ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa
Fjarðaáls.
Á fundinum verður undirrituð vilja-
yfirlýsing um samstarf í þekkingar-
sköpun í áliðnaði á Austurlandi þar
sem eftirtaldir aðilar lýsa yfir vilja til
samvinnu: Samál, Háskólinn í Reykja-
vík (tækni- og verkfræðideild), Lista-
háskóli Íslands (vöruhönnun/hönnun
og arkitektúr), Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Verkmenntaskóli Austurlands
og Austurbrú.
Nánari upplýsingar um málþingið
veitir Lára Vilbergsdóttir (lara@aust-
urbru.is) verkefnastjóri í síma 470
3806.
Eingáttastefna stjórn-
valda skaðar Ísland
Fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnan-verðu landinu sem og á
Keflavíkurflugvöll hefur náð þol-
mörkum. Um þetta eru flestir sam-
mála og því er brýnt að leita lausna
til framtíðar. Landshlutasamtök,
atvinnuþróunarfélög og markaðs-
stofur á Norður- og Austurlandi sem
og á Vestfjörðum hafa tekið höndum
saman við að berjast fyrir annarri gátt
inn í landið.
Nú þegar stefnt er að allt að 15
milljarða uppbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli virðist ljóst að stefna stjórn-
valda sé að byggja þar upp einu
millilandagátt landsins. Þetta skýtur
skökku við þegar litið er til þróunar
undangenginna ára og þeirra krafna
sem heyrast í auknum mæli frá er-
lendum ferðaþjónustuaðilum um
aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum
til Íslands.
Þetta er enn fremur athyglisvert
í ljósi yfirlýsinga um nauðsyn þess
að dreifa stórauknum ferðamanna-
straumi um landið, sbr. ferðamálaá-
ætlun, byggðaáætlun 2014 – 2017 og
skýrslu Boston Consulting Group sem
var m.a. unnin fyrir Isavia.
Stjórnvöld verða að búa vara-
flugvelli Keflavíkur á Akureyri og
Egilsstöðum þannig úr garði að
þeir uppfylli kröfur um þjónustu-
stig vegna aukinnar umferðar, auk
þess sem öryggi sjúklinga á stórum
svæðum er stefnt í uppnám vegna
skorts á viðhaldi flugvallarmann-
virkja, eins og nýlegt dæmi frá Al-
exandersflugvelli sannar. Brýnt er
að ríkið (Isavia) tryggi nauðsynlegt
fjármagn til þessara framkvæmda og
móti sér framtíðarstefnu um milli-
landaflugvelli. Þeir aðilar sem að
þessari ályktun standa eru tilbúnir
að taka þátt í þeirri nauðsynlegu
stefnumörkun sem þarf að eiga sér
stað í íslenskri ferðaþjónustu, ekki
síst hvað varðar aðrar fluggáttir inn
í landið.
Leiða má að því líkum að með
því að hafa Keflavíkurflugvöll í for-
grunni sem gátt fyrir millilandaflug
séu stjórnvöld að stuðla að byggða-
röskun. Þannig er flutningur starfa
af landsbyggðinni, m.a. í fiskvinnslu,
bein afleiðing þessa en birtist jafn-
framt í lakri nýtingu fjárfestingu í
atvinnuuppbyggingu um land allt
umfram 100 km akstursvegalengdar
frá höfuðborgarsvæði.
Stjórnvöld stýra því hvernig þessi
uppbygging á sér stað. Stjórnvöldum
er í lófa lagið að beina aukinni ásókn
erlendra flugrekenda í aðrar áttir en
til Keflavíkur og þannig auðvelda
dreifingu ferðamanna um landið.
Á sama tíma myndu þau stuðla að
bættum samgöngum við umheiminn
frá landinu öllu.
Undirrituð skora hér með á stjórn-
völd að beita sér tafarlaust fyrir
breyttri stefnu hvað millilandaflug um
Ísland varðar og opna þegar í stað aðra
gátt inn í landið.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra
Samband sveitarfélaga á Austurlandi
Austurbrú
Markaðsstofa Vestfjarða
Markaðsstofa Norðurlands
Eyþing
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Fréttatilkynning frá Austurbrú:
Eru austfirsk fyrirtæki samkeppnishæf?
Föstudaginn 28. nóvember 2014 frá kl. 10.00-12.00 á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík stendur
Austurbrú fyrir málþingi um útboð og
samkeppnishæfi fyrirtækja á Austur-
landi. Málþingið er öllum opið en það
er hluti af NORA verkefni sem Austur-
brú tekur þátt í. Skráning á málþingið
var til 26. nóvember sl.
Austurland stendur á tímamótum í
atvinnulegu tilliti. Fyrir dyrum standa
mögulega tvö mjög stór alþjóleg verk-
efni á svæðinu og brýnt er að fyrirtæki
og verktakar á staðnum séu undir það
búin að taka þátt í útboðum og verk-
efnum vegna framkvæmda af þessari
stærðargráðu. Mikil krafa er gerð um
ítrustu vottunarstaðla og öryggisáætl-
anir fyrirtækja sem þátt taka í alþjóð-
legum verkefnum af þessu tagi.
Á málþinginu mun Árni Jóhanns-
son frá Samtökum iðnaðarins fjalla um
kröfur um fjárhagslegt hæfi, Ólafur
Atli Sigurðsson frá Alcoa Fjarðaáli, Sig-
urður Björnsson frá Landsvirkjun, Sig-
urður Arnalds frá Mannviti og Magnús
Helgason og Ásgeir Ásgeirsson frá
Launafli fjalla um kröfur í alþjóðlegu
umhverfi frá ýmsum hliðum. Fundar-
stjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,
verkefnastjóri í Fjarðabyggð.
Málþingið er liður í Nora-verkefni
sem Austurbrú tekur þátt í undir yf-
irskriftinni NABIC – Northern Atl-
antic Business Innovation Centers en
markmið verkefnisins er að styrkja
atvinnuþróun og nýsköpun sem og
samstarf á milli þeirra sem taka þátt
í verkefninu. Sérstök áhersla er á að
efla fyrirtæki á hverju svæði í faglegri
vinnu við gerð umsókna, útboða og
samninga. Þátttakendur í NABIC eru
frá Íslandi, Grænlandi, Noregi.
Nánari upplýsingar veitir Björg
Björnsdóttir (bjorg@austurbru.is)
verkefnastjóri í síma 470 3810.
Þarna er verið að bræða ál upp á
gamla mátann í Tækniminjasafni
Austurlands á Seyðisfirði.
Myndina á Glamour Et Cetera.
Hótel bláfell. Ljósmynd af Lonely Planet
Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími 534 6050 / merkur@merkur.is / www.merkur.is
• Stærðir frá 2,4 upp í 2500 kVA.
• Fjölmargar stærðir til á lager.
• 1 fasa og 3ja fasa.
OutdOOr Wall Sign
Wall signs should be suitable for external fixing and can be replicated in a variety of sizes.
These signs are designed to be visible at a minim m distance of 100m.
Recommendations: Wall signs should b manufactured from powder coated
3mm aluminium panels.
Small Wall Sign 2000mm x 362mm
Medium Wall Sign 3500mm x 634mm
Large Wall Sign 4000mm x 724mm
Anybody
Engineering
OutdOOr illuminated PrOjecting Sign
760mm
31
2m
m
These signs are available in either single or double sided formats for flat or projected fitting.
Recommendations: The illuminated sign should be manufactured from extruded
aluminium and have a powder coated finish. The panels should
be 3mm thick opal perspex and both the logo and the
background are illuminated.
Size 760mm x 312mm
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR RAFMAGNIÐ FER ?
RAFSTÖÐVAR
FJÖLMARGAR STÆRÐIR
TIL Á LAGER