Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1990, Síða 7
FRÉTTIR • fimmtudaginn 25. október 1990 Kjartqn Bjömsson: Verum minnug þess Ég hef eins og aðrir íslendingar í gegnum árin fylgst með fram- gangi og þróun mála í Vest- mannaeyjum. Þótt fjarlægðin sveinn val- geirsson: Árna fyrir Eyjar Nú styttist í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins, sem verður n.k. laugardag og ennfremur stytt- ist í að við sjáum hvort við berum gæfu til að nýta þá möguleika sem við eigum til að endurheimta okkar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum og tryggja okkur Vestmannaeying á þin|. Ég tel að okkar möguleikar í stöðunni í dag séu þeir að sameinast um Árna Johnsen í 2. sætið og ef við komum Arnari Sigmundssyni í 3. til 4. sæti held ég að við höfum nýtt þá möguleika vel sem við höfum í dag. Eg ber aftur á móti kvíðboga fyrir því að við förum að ætla okkur um of og setja okkar menn í efstu sætin og dreifa með því atkvæðaþunga Eyj- anna svo að við komum hvorugum í það sæti sem við viljum fá þá í. Þorstein í 1. sœtið Þorsteinn Pálsson , formaður Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í 1. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurlandskjördæmi, sækist eftir endurkjöri í það sæti í prófkjörinu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkur út úr næstu alþingiskosning- um þá eru allar líkur á að hann sitji í ríkisstjórn. Það er mikils virði fyrir hagsmuni okkar Eyjamanna að eiga formann Sjálfstæðisflokksins sem 1. þingmann úr okkar kjördæmi. Slíkt styrkir stöðu okkar verulega. Það er því rétt að hvetja þátttakendur í prófkjörinu til að tryggja Þorsteini 1. sætið. SameinumstumÁrna En við skulum ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að við fáum 2. sætið, það hefst einungis með því að Eyjamenn sameinist um einn mann í það og sá maður sem við getum öll sameinast um er án efa Árni Johnsen. Ég veit fáa sannari Eyja- menn, en einmitt Árna og ötulli baráttumaður fyrir hagsmunum Vestmannaeyja er vandfundinn. Það sem Árni Johnsen hefur fram yfir aðra í prófkjöri flokksins er ótvíræður stuðningur langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins. Að endingu þetta: Vestmanna- eyingar, eina raunhæfa tækifæri okk- ar til að eignast þingmann er að að tryggja Árna Johnsen í 2. sætið í, prófkjörinu 27. október. Brennum okkur ekki á sömu mis- tökum og síðast, okkur dugar ekki 3. eða 4. sæti fyrir okkar mann. Sjálfstæðis- og stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokksins, það er mikið atriði að þátttaka í prófkjörinu verði sem mest og dreifing atkvæða verði ekki í þá veru að við fáum ekki öruggt sæti fyrir okkar mann. Þátttakendur í prófkjörinu: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Sameinumst um Árna Johnsen í 2. sætið og tryggjum með því ötulan talsmann Eyja á þing. sé ekki mikil þá vill það nú brenna við að fólk taki undir sig stærri stökk þegar það leitar á vit ævintýranna. Ég hef alla tíð heillast í tilhugsun um líf á eyju og eitt sinn datt mér í hug að flytja til Hríseyjar til að auka víddina í hugsanagangnum, en þetta er nú eins og hver önnur hugdetta sem skýtur upp kollinum í hugskoti manna. Ég hef kynnst fjölmörgum Vest- mannaeyingum í gegnum tíðina en fyrst kynntist maður þeim að ráði í upphafi árs 1973, en þá eins og allir vita skullu hörmungar yfir. Fólk á nokkrum dögum flúði undan ógnar- krafti móður náttúru eitthvað út í óvissuna meðal annars kom fjöldi Vestmannaeyinga til Selfoss. Það voru allir tómir salir fylltir af fólki og algjört öngþveiti skapaðist, en allt leystist með seiglu og vilja. Þessa næstu daga á eftir kynntist maður mikið af krökkum sem héldu til hér á Selfossi og í nágrenni og á vinnustað föður míns og síðar mín- um iðaði allt af lífi á morgnana en þá komu Vestmannaeyingarnir í pláss- inu inn á stofu og spjölluðu og ræddu stöðu mála. Þetta minnti helst á þá gömlu góðu daga þegar menn komu á rakarastofurnar að ræða málin og fá fréttirnar um leið og þeir fengu raksturinn. En það ber vott um einstaka sam- heldni, kraft og áræði þegar maður sér þá feikilegu uppbyggingu í sam- félagi Eyjaskeggja á öllum sviðum sem lögð var í. rúst á nokkrum dögum. Tryggir eru þeir líka því enn þann dag í dag koma þeir við á rakarastofunni til að heilsa upp á og fá kaffisopa. En það voru ekki allir sem héldu aftur til heimahaganna, en Vest- mannaeyjahverfið, en svo var byggð Viðlagasjóðshúsanna kölluð, stend- ur enn undir nafni því þar er að finna mæta Eyjapeyja og stelpur sem gefið hafa góða strauma frá sér út í samfélagið. Þau voru og eru virk í kórum og félagsstarfsemi ýmisskon- ar og til þess var tekið hvað þau skreyttu húsin sín mikið og fallega hver jól. En allt eru þetta vangaveltur sem koma upp í hugann þegar maður hugsartil baka. Eyjamenn hafasterk íþróttafélög og skemmst að minnast frábærs árangurs knattspyrnuliðsins í sumar sem frægt varð og skemmti- legt að fylgjast með fyrir það hversu líflegir þeir eru og sókn mikil á völlinn. Ég tók ncfnilcga i mig þá bakteríu að læra til dómgæslu í knattspyrnu og i gegnum það starf hef ég komið oftsinnis til Eyja og fylgst með þróun íþróttamálanna. Ég tcldist líkjast Steingrími Her- mannssyni ef ég gleymdi að minnast á Þjóðhátíð Vestmannaeyja en af þeirri upplifun að skemmta mér á Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefði ég ckki viljað missa. Helst hefði ég viljað komast hjá því en er þó tilneyddur að nefna að ég á mér fleiri áhugamál en íþróttir og félagsmál, en það eru þjóðmál. Af því tilcfni tók ég þá ákvörðun að vera með í þcssu prófkjöri sem Iramundan er og undirbúa mig af alvöru. Ég livet allt sjálfstæðisfólk til að taka þátt í prófkjörinu og hafa þann- ig áhrif á uppröðun framvarðarsveit- arinnar og sérstaklega hvet ég ungt fólk til að slást í hóp okkar sjálf- stæðismanna. Verum minnug þess að hlutfall ungra kjósenda er stór og því mikilvægt að hafa breiðan og sterkan lista. Lifið heil. Kjartan Björnsson Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á laugardag Kjörstaður verður í ÁSGARÐI Kjörfundur stendur frá kl. 10-21 Jóhannes Kristjónsson Höfðabrekku, Mýrdal:__________ Londbúnaðurí sótt við Innd og þjóð Áliðnum árum hefur umræðan um landbúnað- armál verið ofar- lega á baugi. í ræðu og riti hefur verið fjallað um „landbúnaðar- hítina" og það fjármagn sem runnið hefur úr ríkissjóði tií þeirra mála, hvort heldur um er að ræða niðurgreiðslur eða stuðning við skóg- rækt eða landgræðslu. Allt sett undir sama hatt. Athygli vekur að velflestir benda á eina lausn, en það er óheftur innflutningur landbúnaðarvara og nota þá gjarnan orðið „frelsi“ nú síðast Neytendasamtökin. Vilji menn veita íslenskum land- búnaði nábjargirnar er rétti tíminn núna, þegar landbúnaður hefur verið niðurnjörvaður í formi kvóta og hafta og duglegum og framtakssöm- um mönnum haldið með aðra hönd í vasa. í mínum huga er til önnur og betri leið sem felst í trú á íslenskum bændum og reyndar öðrum þeim sem vinna við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Færum frelsið til bænda. Þeir brenna af athafnaþrá. Leyfum þeim að framleiða fyrir íslenska neytendur á þann hagkvæmasta hátt sem þeir geta. Afléttum ofstjórn og ofsköttun á allar landbúnaðargreinar, þá er ég sannfærður um að hver og einn geti fengið landbúnaðarvörur á viðráðan- legu verði. Leyfum bændum sem og öðrum að njóta þess sem í þeim býr. Tölum svo um innflutning. Haustdansleikur Norðlendinga- félagsins 27. október Hinn árlegi haustdansleikur Norö- lendingafélagsins verður í Alþýðu- húsinu 1. vetrardag frá kl. 23:00 - 03:00. KASKÓ leikur fyrir dansi. Miðasala frá kl. 22:00. Allir velkomnir. ATH. Ekki vínveitingar á staðnum. Munið félagsvistina n.k. þriðjudag 30. október kl. 20.30. Stjórn og skemmtinefnd Norðlendingafélagsins Ahugafélag um brjóstgjöf í Vestmannaeyjum auglýsir: Miövikudaginn 31. október n.k. kl. 14 mun Hjalti Kristjánsson, læknir, halda fræðsluerindi um þyngdar- aukningu brjóstabarna. Þyngist barnið eðlilega, of lítið eða of mikið? Fundarstaður anddyri kapellu sjúkrahússins. Kaffiveitingar. Stjórnin Styrktartónleikar Styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja verða haldnir í Bæjarleikhúsinu laugardaginn 27. október n.k. og hefjast klukkan 16:00 (kl. 4). Styrktarfélagar er hvattir til að koma. Miðar verða seldir við innganginn. Lúðrasveit Vestmannaeyja Krabbameinsleit Kvensjúkdómar Fólk frá leitarstöð Krabbameinsfélags Islands ásamt Hafsteini Sæmundssyni kvensjúkdómalækni verður statt í Heilsugæslustöðinni dagana 12-16 nóvember n.k. Send verða út bréf til þeirra kvenna sem eiga að koma í skoðun núna, samkvæmt starfsreglum Krabba meinsfélagsins. Ef aðrar konur, sem ekki fá bréf, þurfa að hitta kvensjúkdómalækni þá hafi þær samband S 11955 föstudaginn 2. nóvember kl. 14 -16. LESIÐ BRÉFIN VANDLEGA __________________Heilsugæslustöðin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.