Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 4
Fimmtudaginn 13. desember 1990 - FRÉTTIR TURTLES! TURTLES! TURTLES! Inniskórnir eru komnir! Turtles er jólamyndin í Háskólabíói. Turtles- skórnir hafa hvarvetna slegið í gegn í Evrópu og eru nú loksins komnir til íslands. - takmarkaðar birgðir. Og þar að auki er Oddurinn troðfullur af öðrum jólagjöfum og jólaskrauti. ☆ Munið ódýru jólakortin okkar. ^ Öðruvísi jólagjafir! Væri ekki rétt að nota helgina - „Rassapör" - „Dansmedalíur“ í að ganga frá jólapóstinum? - Bjórmedalíur“ - o.fl. fiitfangQ- og gjQfovöruverslunin 0DDUR1MM. Strandvegi 45 © 11945 kwwwvð ínw/u I ORÐSENDING FRÁ JÓLASVEININUM ÉG ER MÆTTUR Á SVÆÐIÐ! & Ég er búinn að birgja mig upp af dóti úr Oddinum og hvet aðra jólasveinatil hins sama. & Það er ótrúlega margt sem fæst í „Skóhorn- inu“ í Oddinum. ÍZ Og það fær enginn tannpínu af því sem fæst í Oddinum! MEIRIHÁTTAR franskur tískufatnaður á krakkana GLÆSILEGUR dömufatnaður m.a. frá París Samkvæmisjakkar, dragtir, dress og kjólar (Ath. kjólar í stærðum frá 38 - 50) Buxur - buxnapils - pils - toppar - blússur hettublússur - kápukjólar - mikið peysuúrval ¥ ★ ¥ ★ ★★★★★★★★★★★ Tom Tailor og Victory‘s vandaður herrafatnaður peysur - skyrtur og bindi Jakkaföt, stakirjakkar og buxur væntanlegt fyrir helgi ¥ miðbærNí * ¥ MIÐSTRÆTl I4 ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA SAMAN OPIÐ TIL KL. 18 Á LAUGARDAG Lögregln: Jólaskreyting rifin niður Jólaskreyting á Lifrarsamlaginu varð fyrir barðinu á skemmdarvörg- um um helgina og brotnar voru rúöur í Austurslippnum. Ekki er vitað hvað þeim gekk til, mönnunum sem brutust inn í Lifrar- samlagið á aðfararnótt laugardags- íns. Að sögn lögreglu var brotin upp hurð en engu stolið, en ekki létu þrjótarnir þar við sitja, fóru upp á lýsistank og hentu niður Ijósaskreyt- ingu sem þar er. Sömu nótt voru fjórar rúður brotnar í Austurslippn- um, en að öðru leyti var helgin róleg. Sýnikennsla í kökubakstri Vilberg kökuhús ætlar nú, 15. desember að bjóða upp á allsherjar þjónusta í tengslum við jólaundir- búning fjölskyldunnar. Ákveðið er að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa á, að koma laugar- daginn 15. desember nk. og fylgjast með bökurunum í Vilberg útbúa tertur og skreyta þær. Eingöngu verða notuð þau hráefni sem fram- leidd eru eða eru til sölu þjá Vilberg. Vonast er til að sem flestir sem áhuga hafa á að kynnast kökuskreyt- ingum mæti í Vilberg inn á Flötum 20, kl. 13:00 á laugardaginn 15. desember og fylgist með. Á staðnum verða til sölu j)au hráefni sem notuð verða við sýnikennsluna. Þegar stórt er spurt Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur sent frá sér bókina Þegar stórt er spurt, seni er 5. bók hennar. Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, segir máltækið og víst er að hjá tveimur 11 ára drengjum vakna ýmsar spurningar um lífið og tilver- una sem ekki er alltaf auðvelt að svara. Afi og amma í sveitinni eiga svör við flestum lífsins gátum og vinirnir Tommi og Árni koma þrosk- aðir heim eftir viðburðaríkt sumar. Þegar stórt er spurt, er sjálfstætt framhald af Þið hefðuð átt að trúa mér! sem komu út í fyrra og hlaut góðar viðtökur lesenda. Gunnhildur er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en fluttist þaðan í gosinu eins og svo margir aðrir og átti ekki afturkvæmt. Þd hló þingheimur Bók Árna Johnscn og Sigmunds, Þó hló þinghciniur, er ný komin út. Hér er á ferðinni bók, sem engri annarri er lík og lumar á ýmsu af baksviði stjórnmálanna, sem ætti að geta komið mörgum skemmtilega á óvart. Efni hennar mun vafalítið kitla hláturstaugarnar og gleðja fólk á öllum aldri. í bókinni eru skopsög- ur, vísur og gamanbragir um þingmenn, eftir þá og og tengda þeim á ýmsa vegu. Á annað hundrað teikningar eftir Sigmund eru sann- kallaða krydd í þessa tilveru og veitir ekki af í svartasta skammdeginu. Pqpqrnir: Kynna Tröllaukin tákn Hljómsvcitin Papar frá Vest- mannaeyjum, verður í Eyjum að kynna nýju plötuna sína, Tröllaukin tákn, um helgina. Á föstudaginn troða þeir upp á Tanganum og í Adam og Evu á laugardaginn. Þar ætla þeir að spila lög af plötunni og árita fvrir bá sem það vilja. Á föstudags- og laugar- dagskvöld troða þeir upp á Við félagarnir og Mylluhól. Myndbandið við Hrekkjalóma- brag Papanna er nú tilbúið og verður það sýnt í Upptakti Ríkissjónvarps- ins á föstudagskvöldið. Stjórnin gefur út dagatal Hljómsveitin Stjórnin brýtur blað í íslenskri rokksögu, því væntanlegt er í búðir um helgina dagatal fyrir árið 1991 með myndum af hljóm- sveitarmeðlimum. Allar eru mynd- irnar nýjar og kostar eintakið 900 krónur. Jólaundirbúningur Vilbergs laugardaginn 15. desember n.k. kl. 13 -15 bjóöum viö öllum sem áhuga hafa á að koma á sýnikennslu í tertugerð og tertuskreytinguim ásamt sölu á hráefnum til tertugerðar og skreytinga. Sýnikennslan ferfram í bakaríinu að Flötum 20. Starfsfólkið í Vilberg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.