Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 12
Fímmtudaginn 13. desember 1990 • FRÉTTIR • Afmælisbörnin fengu blóm i tilefni dagsins. Afmœlisveisla í Áhaldahúsinu TIPP ÞÁTT- URINN Siguröur hornamaöur varö aö lúta í lægra haldi fyrir Bjössa Ella, sem nú hefur tekiö stefnuna á áriö 1993 í tippinu. Ætlar að slá Lalla Koba út svo um munar, en eins og einhverjir muna þá lafði hann á tippinu í einar 19 vikur. Björn Elíasson Þetta var nokkuð gott hjá Sigga. Hann setti víst persónulegt met (hafði tvo rétta). Þetta er allt í lagi Siggi minn, ekki gráta, þú færð aö keppa við mig aftur áriö 1993. Næst ætla ég aö skora á Liverpoolmann, sem er búinn aö væla mikið í mér. Hann heldurað hann sé undramaður í tippinu. Ragnar Hilmarsson, velkom- inn til leiks, ég vona að það fari ekki eins og fyrir mér og Sigga litla. 1. Arsenal - Wimbledon b y ■. x. 2. Coventry - Manch Umted B 'r 3. Derby Counly - Chelsea E : 4. Manch. City - Tottenham . B * ' . _2J 5. Q.P.R. - Notth. Forest D T Zl 6. Southampton - Aston Villa B / a C3 7: Sunderland - Norwich City B / T: Xj- 8. Blackburn - Bri6tol City D ESI G3. 9. Bnqhton - Barnsley D CZI 10. Oldham - Wolves m s : x;ca 11. Sheff. Wed. 7 Ipswict) Towr) m [xj'CEi 12. West Ham - Middiesbro m :a [xj m Ragnar Hilmarsson Bjössi er samviskusamur maöur og leggur sig í hlutina. Hann liggur yfir hlutunum frá mánudegi til miövikudags. Honum fannst fara of mikill í þetta hjá sér og talaði um aö koma sér út úr tippþættinum, því ákvað hann aö skora á mig. Hann veit sem er aö það stríðir honum enginn, þar sem þaö þykir ekki skömm aö tapa fyrir mér. Skynsamur maður Björn! 1. Arsenal - Wimbledon B 0 E C3 2. Coventry - Manch. Umted B CD Gð E ; 3. DerbyCounty-Chelsea________BQ_00 4 Manch City - Tottenham B ® t3 H 5. O.P.R. - Notth. Forest B ŒJ S ffl 6. Southampton - Aston Villa__B [Z1 S [13 7. Sunderland - Norwich City BSIMI 8. Blackburn - Bristol City . B [3 [Z1 S3 . 9. Brighton-Barnsley__________BQ_00 10. Oldham - Wolves ÐGÐ El CE) .11. Sheft. Wed. - Ipswich Town B \Z\ E1C3 12. West Ham - Middlesbro_____PLZl GD [jl1| í heljurmikilli afniælisveislu ■ Áhaldahúsinu l'yrir skömniu var mikið um dýrðir enda áttu tveir merkismenn afmæli, Kjartan Bjarnasnn í Djúpadal og Birgir Sím- onarson. Kjartan fyllti sjötíu árin og Birgir náði þeim áfanga að verða fimmtugur en báðir hafa þcir verið starfsmenn hæjarins í áratugi. I kaffistofu Áhaldahússins voru samankomnir flestir samstarfsmenn þeirra sem vildu gera þeim glaðan dag í tilefni dagsins. Kristinn V. Pálsson flutti þeim ávarp þar sem hann rakti æviferil þeirra á léttu nótunum og var gerður góður rómur að því. f niðurlagi sagði hann: „Heiðruðu afmælisbörn og Birgir Símonarson! Þar sem ég veit, að ykkur hefur ekki orðið fótaskortur á hinum hálu brautum mannlífsins og lagt af mörkum eitt og annað í hinni ánægjulegu tilveru okkar. Þá vil ég biðja félaga mína að skála fyrir ferli ykkar á lífsleiðinni." J. Hinriksson hf. Selur tog hlera um víða veröld I fréttatilkynningu frá J. Hinriks- son hf. kemur fram að fyrir stuttu seldi fyrirtækið rétt tæp 100 þús. kíló af toghlerum á einni viku. Um er að ræða hlera af gerðinni Poly-Ice, sem hafa selst ótrúlega vel undanfarið eftir því sem segir í fréttatilkynningunni. Þessa viku voru seld fjögur stór pör í íslenska togara og þrettán pör af minni stærð- um til Bandaríkjanna. Til Grænlands voru seld fjögur stór pör fyrir frysti- togara og rækjuskip og auk þess mikið magn af vara slitskóm. Öll voru þau seld með lásum og bak- stroffubúnaði. Einnig voru afgreidd- ir varatoghleraskórskór fyrir „Polar princess". Eitt par var selt til danska rækjutogarans Ocean Prawns og er þetta f fimmta skipti sem fyrirtækið selur toghlera í þennan stærsta og glæsilegasta rækjutogara veraldar. Þá voru seldir hlerar til Englands, Noregs og Færeyja og samtals eru þetta 98.105 kg. og þar af 84.355 kg. erlendis, allt á einni viku. Á sama tíma bárust fyrirtækinu pantanir víða að. Firmakeppni ÍBV Ákveðið hefur verið að Firmakeppni ÍB V fari fram 28., 29. og 30. desemb- er n.k. 14 lið hafa skráð sig til keppninnar nú þegar og enn er mögyleiki á að vera með. Guðni Agústsson skriffor: HöfnumaðildaðEB Framsóknarflokkurinn hafnar aðild að EB, flokkurinn kýs lýð- ræði og frelsi íslensku þjóðarinn- ar áfram. Það er ekkert sem styður það að fslendingar eigi að sækja um aðild að EB eins og sumir stjórnmálamenn hér á landi hafa Iýst yfir. Við eigum alla möguleika að ná hagstæðum samningum annað hvort með EFTA-ríkjunum eða einir, annars verðum við að horfa til annarra átta. Stundarhags- munir verja ekki missir frelsis, ef inn er gengið eigum við enga útgönguíeið. Hlutverk EB Engin íslendingur myndi vilja að auðlindum íslands yrði stjórn- að af erlendu valdi frá Brussel. Landhelgisbaráttan yrði að engu gerð, útlendingar tækju á ný að sækja inn að 12 mílum. Erlendir menn eignuðust landið og auð- lindir þess, hvað myndi auðkýf- ingum muna um að kaupa heilu sveitirnar. Draumur auðkýfinga hefur alltaf verið að eignast ósnortið og fagurt land, það dreymir íslenska menn um en ekki síður erlenda auðjöfra. Eignast Hornstrandir, Vatnsdal, Svarfaðadal, Skaftár- hrepp eða Grímsnesið góða, nei auðæfunum miklu fórnum við ekki á altari þess að ganga i EB eins og skammsýnir undansláttar- menn hafa því miður ýjað að á síðustu misserum hér á landi. Hlutverk og markmið Evrópu- bandalagsins er að gera mörg þjóðríki að einum hindrunarlaus- um heimamarkaði fyrir evrópsk stórfyrirtæki. Að setja evrópsk lög og koma á fót yfirþjóðlegum stofnunum til að takmarka möguleika stjórn- málamanna, þjóðþinga og launamunna í aðildarríkjunum og auka olnbogarými fjármagns og peningavalds. Að skapa iðnvarningi EB-ríkja markað í öðrum löndum gegn aðgangi að mikilvægum hráefn- um og auðlindum. Gegn slíkri áhættu munu allir þjóðhollir menn berjast. Sig- mundur Guðbjarnarson háskóla- rektor orðaði andstöðu sína skýrt á flokksþingi framsóknarmanna á dögunum. Það gerði einnig Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, en hann sagðist leggja áherslu á að ísland mætti ekki einangrast og það yrði að taka þátt í evrópskri samvinnu. Enginn vafi léki á því að það væri okkar hagur að vera innan toll- múranna og að sama skapi okkur í óhag að vera utan þeirra. En þetta þýðir ekki að við eigum að fleygja okur fyrir fætur Evrópu- bandalagsins. Sigmundur Guðbjarnarson sagði: Það er engin hætta á að íslendingar einangrist á sviði menningar og mennta. Hann sagði ennfremur: Áætlaðir tollar á íslenskar sjávarafurðir greiddir Evrópubandalaginu, eru um einn Nú þarf þjóðin á sterkum Pramsóknar- flokki ad halda eins og í land- helgisdeilunni víð breska heímsveldið forðum. milljarður króna eða um 4 þús- und krónur á mann á ári. Þetta er kostnaðurinn, þetta er verðið á sjálfstæði íslands í dag. Nú er mikilvægt að allir fslend- ingar kynni sér um hvað þessi umræða snýst og láti ekki blekkj- ast af skammsýnu fólki. Nú þarf þjóðin á sterkum Framsóknar- flokki að halda eins og í landhelg- insbaráttunni við breska heim- sveidið forðum. ÞJódarsútt ófram Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur unnið þrek- virki á 2 árum. Nú ríkir þjóðar- sátt og hefur verið framlengd út allt næsta ár. Þrátt fyrir olíu- verðshækkanir er því spáð að verðbólga verði á bilinu 7-8% á næsta ári, sem er sú lægsta um árabil. Ríkisstjórnin hefur rétt af með tvennum hætti eða þrennum stöðu fyrirtækjanna. Með skuldbreytingu. Með að skrá gengi krónunnar í samræmi við þarfir útflutningsfyrirtækjanna og samkeppnisiðnaðarins. Með þjóðarsátt og lágri verðbólgu. Hvaða fyrirtækji kýs yfir sig óðaverðbólgu og ósamkomulag á ný. Rekstrarreikningurinnsýnir þá breyttu stefnu sem nú ríkir eða var í ríkisstjórnartíð Þor- steins Pálssonar. Unga fólkið skuldar margt mikið, það finnur hið breytta umhverfi. Ungur maður sagði við mig á dögunum, engin verkalýðshreyfing hefði skilað mér þeim kjarabótum sem þessi ríkisstjórn hefur gert. Vaxtalækkunin þýðir fyrir veskið mitt 20-25 þús. á mánuði og loksins er höfuðstóllinn farinn að lækka. Fyrirtækin og fókið er sem betur fer farið að finna rekstrar- bata. Ríkisstjórninni hefur tekist að vinna þjóðina út úr þeim mikla vanda sem allt var að leggja í rúst sumari og haustið 1988. Guðni Ágústsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.