Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 11
FRÉTTIR - fimmtudaginn 13. desember 1990 11 í það minnsta kertí og spíl « Oddurinn er orðinn yfirfullur af alls- kyns gjafavörum og föndurdóti. Nýju kaupmennirriir hafa aukið vöruúrvalið til muna og má nú finna flest það sem vantar í jólapakkann. Svo má ekki gleyma að í Oddinum er sérstakt „Skóhorn" þar sem jóla- sveinarnir finna ýmislegt til að gefa góðu börnunum í skóinn. Á myndinni er Jóhanna Gunn- laugsdóttir, afgreiðslustúlka, að að- stoða Dröfn og Guðlaugu Gísladæt- ur við val á jólakortum. I Jólakortin með „myndinni þinni" fást í Foto. en Guðmundur og hanns lið selja fleira en jólakort því allt sem lýtur að Ijósmyndum fæst í búðinni. Upplagðar gjafir fyrir unga sem aldna og svo er einnig mikið úrval af alls kyns myndum frá Eyjum til sölu þar. Á myndinni afgreiðir Selma Ragn- arsdóttir, afgreiðslumær, Sigríði um jólakortin sem hún átti í pöntun. Jólafimleikamót! Jólamót og sýning verður í íþróttahúsinu sunnudaginn 16. desember n.k. kl. 14:00. Vestmannaeyingarfjölmennum í jólaskapi. Fimleikafélagið Rán DAS og SÍBS Útborgun vinninga verður mánudaginn 17. desember kl. 13:00- 17:00. Endurnýjun hefst miðvikudaginn 2. janúar kl. 13:00. Ég óska öllum Vestmannaeyingum gleðilegra jóla og þakka viðskiptin á árinu sem er að líða. Kær kveðja. Anna Jóhannsdóttir Jólatónleikar Jólatónleikar kórs Landakirkju verða í Landakirkju sunnudaginn 16. desember kl. 20:30. Einsöngvarar verða Geir Jón Þórisson og Gunnar Guðbjörnsson. Aðgangseyrir kr. 500,- Kór Landakirkju íbúð óskast » Það kentiir margra grasa á Kránni við Boðaslóð, því auk hefðbundinn- ar „sjoppuvöru“ eru ýmsar smávörur sem gott getur verið að ná í eftir að búið er að loka almennum matvöru- verslunum. Selma og Jón Óli eiga nægar birgðir af öli, gosdrykkjum og konfekti svo þar er hægt að komast í jólastemmingu eins og í öðrum versl- unum bæjarins. Á myndinni afgreiðir Selma tvo ánægða viðskiptavini. 4 Mikið úrval snyrtivara er að Finna í Ninju. Rakspíri og ilmvatn eru vin- sælar jólagjafir og af því er nóg í Ninju. Auk þess eru alls konar snyrt- ivörur fyrir konur og karla. „Svo megið þið ekki gleyma frábæru undirfötunum. Ef eigninmaðurinn vill gefa konunni gjöf sem gleður þau bæði þá er tilvalið að gefa undirfötin frá okkur. Ég sver að þau eru meir- iháttar. Tomma finnst það líka,“ sagði Harpa kaupkona í Ninju. Á myr.dinni afgreiðir hún tvo ánægða viðskiptavini. i I Kósý er brjálað úrval af sjúklega geggjuðum meiriháttar fötum fyrir alla. Helga Dís hefur fyllt búðina af fatnaði, jafnt á dömur sem herra, og þau eru mergjuð, eins og hún orðaði það sjáif. Það er óhætt fyrir strákana að kíkja í Kósý og kaupa föt á kærustuna því Helga Dís og hennar lið aðstoða við valið „og máta og allt“ ef með þarf. Á myndinni aðstoðar Helga Dís Gurru við valið. Bergur - Huginn óskar eftir 3ja - 4ra herbergja íbúð, á leigu, fyrir einn af væntanlegum starfsmönnum síntim. Upplýsingar © 11444.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.