Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Blaðsíða 10
Fimmtudaginn 24. janúar 1991 - FRÉTTIR
Cudfínnur Kristmannsson:
„flllt onnar mórnll i liðinu"
STYÐUR
. U ! I ) 1 ! » 1 8 i ! .! , U H i I i 1 II I I I
ÍBlf - Valur i VÍS-keppninni 28 -24 (14 ■ 11):
islandsmót i innanhússknattspyrnu, yngri flokka:
Lok lok og lœs sogdi Sigmar Þröstur og Valsmenn
skutu sem ó vegg í seinrii hólfleik
Dapur arangur
Eyjaliðanna
3. flokkur kvenna og 4. Ilokkur
drengja, Týs og Þórs, tóku þátt í
íslandsmótinu í innanhússknatt-
spyrnu sem fram fór um síðustu
helgi.
Arangur liðanna var frekar dapur.
Týsstelpurnar lentu í 3. og næst
neðsta sæti í sínum riðli. Þórsstelp-
urnar lentu í 4. og neðsta sæti í
sínum riðli og Týsstrákarnir í 4.
flokki lentu í 3. og næst neðsta sæti í
sínum riðli.
Úrslit leikjanna urðu annars sem
hér segir:
3. flokkur kvenna:
Týr - UBK...................... 0-4
Týr - ÍA ...................... 1-3
Sindri - Týr ................ 0-1
Þór - Stjarnan................. 0-5
Þór - Selfoss.................. 0-1
Þór-Valur ................. 0-0
4. flokkur drengja:
Týr- ReynirSandg........... 0-4
Týr-Fram................... 1-2
Týr - Selfoss.............. 4-2
Pílukast
Vestmannaeyjamótinu í pílukasti
var frani haldið á veitingastaðnum
Við félagarnir á mánudagskvöld.
Staðan í mótinu eftir keppnina á
mánudag er þessi:
1. Sævar Guðjónsson .... 54stig.
2. Sigursveinn Þórðarson . 42 stig.
3. Grétar Ómarsson......39 stig.
4. Ásgeir Hilmarsson .... 32 stig.
Síðastliðinn laugardag léku Eyja-
menn og Valsmenn í 17. umferö
íslandsmótsins í handknattlcik. Var
leikið að Hlíðarenda, heimavelli
Vals. Framan af leik var hann jafn,
liöin skiptust á markaskorun. Seint í
fyrri hálfleik skildi með liðunum,
ÍBV tók afgerandi forystu og hélt
henni til leiksloka. Náði allt að 8
marka forystu, 26-18.
Markvarsla Sigmars Þrastar ásamt
frábærri vörn Eyjamanna skóp þenn-
an mikilvæga sigur. Liðið hefur nú
hlotið 16 stig og stefnir, með sama
áframhaldi, hraðbyri á efri hluta
dcildarinnar.
Gylfí Birgisson var markahæstur
Eyjapeyja með 10 mörk þar af 5 úr
vítum, Sigurður junor skoraði 7
mörk, Sigurður nestor 6, Helgi 2,
Sigbjörn 1, Guðfínnur 1 og Þorsteinn
1. Sigmar Þröstur varði 18 skot, þar
af 3 víti.
var Hauka-
leikurinn
tímamóta-
leíkur
Það hefur oft viljað brenna við að
Eyjaliðið hefur byrjað illa eftir ára-
mótin. Vellystingar jóla og áramóta,
ásamt því að sumir leikmanna hafa
verið á fastalandinu þennan tíma
hafa valdið því að æfingar hafa verið
með daprara móti og uppskeran
samkvæmt því. Nú brá svo við að
liðið æfði stíft yfir þessar hátíðir og
er nú sennilega að njóta þess. Virðist
liðið vera gjörólíkt frá því fyrir jól,
Haukaleikurinn var einskonar tíma-
mótaleikur. Þrjá leiki hefur liðið
spilað frá áramótum og uppskeran 5
stig, það er aldeilis frábært.
Margir leikir haustsins enduðu
illa, þrátt fyrir að ÍBV hefði náð
afgerandi forystu allt frant í seinni
hluta seinni hálfleiksins. Þá virtist
sem liðið ætlaði að halda fengnum
hlut, varð of passíft, og misstu leik-
inn í tap. Þetta hefur ekki gerst eftir
áramótin. Þá er það sérlega ánægju-
leg breyting að sjá Helga Bragason
kominn í vinstra hornið. Þegar ÍBV
hafði skorað fyrstu 6 mörkin
í Haukaleiknum, hafði Helgi skorað
2 þeirra, fiskað 2 víti og átt eina
„gulfsendingu sem Sigbjörn skoraði
síðan úr. Og í Valsleiknum átti
Valdimar Grímsson erfiðan dag,
enda vel gætt af Helga. Þá hefur
Guðfinnur Kristmannsson kornið
mjög sterkur út á þessu ári, orðinn
einn af lykilmönnum liðsins, og var
sárt saknað eftir að hann meiddist í
Valsleiknum.
En þótt þessum tveim leikmönn-
um sé sérstaklega hrósað fyrir sína
frammistöðu má ekki gleyma því að
þeir eru jú bara tveir af tólf manna
liðshópi sem allur hefur lagt sig fram
og skapað þann standard sem liðið
hefur.
Sigurður Gunnarsson er á réttri
leið með Eyjaliðið. Þegar illa gengur
er þjálfara gjarnan kennt um, það
hefur Sigurður fengið að reyna, en
þegar vel gengur, á hann að sama
skapi hrósið skilið.
ÍBV leíkur víö
Gróttu á
föstuáaginn
Næstkomandi föstudagkvöld kl.
20:00 á ÍBV heimaleik við Gróttu í
18. umferð Vís-keppninnar. Það er
leikur sem ÍBV þarf nauðsynlega að
vinna. Óvíst er að Guðfinnnur Krist-
mannsson geti leikið hann, vegna
meiðsla sem hann hlaut í Valsleikn-
um.
Aðrir leikir sem iBV á eftir eru við
Víking og Stjörnuna á útivöllum og
við FH og Selfoss á heimavelli.
# Siggi Más tók sig til og skoraði grimml gegn Val.
StaðaÍBV
í þeim 17 leikjum ÍBV í Vís-
keppninni hefur liðið skorað 197
mörk á heimavelli en fengið á sig
191, hlotið 7 stig í 8 leikjum. A
útivöllum hefur það skorað 212 mörk
ogfengið á sig 210 mörk, hlotið 9 stig
í 9 leikjum. Það er rúmlega 47%
árangur.
Víkingur. ..17 17 0 0 429-353 34
Valur ..17 13 1 3 418-374 27
Stjaman.. ..17 11 1 5 420-400 23
FH ..17 10 2 5 405-395 22
Haukar.... „17 10 0 7 403—406 20
KR „17 6 6 5 395-388 18
ÍBV „17 6 4 7 410-404 16
K A „17 6 2 9 398-380 14
Selfoss „17 3 3 11 343-391 9
Grótta „17 3 2 12 372—404 8
ÍR „17 2 3 12 364-412 7
Fram .17 1 4 12 349-399 6
verið ein aðal ástæðan fyrir sigri
okkar á Val. Einnig spilum við nú
aðra vörn en fyrir áramót, þá vorum
við með 6-0 vörn, en nú 5-1 vörn,
sem kom mjög vel út“, sagði Guð-
fínnur Kristmannsson.
• Guðfínnur dúndrar á markið.
„Ég tel að góður varnarleikur, og klippa hornamennina Jakob Sigurðs-
þá sérstaklega það hvað vel tókst að son og Valdimar Grímsson út, hafí
„Mér finnst hafa orðið mikil hug-
arfarsbreyting í liðinu eftir áramót,
það er miklu betri.mórall og svo
finnur maður líka mikinn meðbyr í
bænum, það gerir allt svo miklu
auðveldara. Ég er bara mjög ánægð-
ur með liðið núna og bjartsýnn á
leikinn við Gróttu á föstudagskvöld,
sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að
vinna“.
Guðfinnur verður trúlega ekki
með í Gróttuleiknum, hann hlaut
slæmt högg á lærið í leiknum við Val
og gengur um haltur. Það er hið
versta mál, þar sem hann hefur átt
mjög góða leiki að undanförnu. Ekki
er ólíklegt að Davíð Hallgrímsson
verði eitthvað reyndur í Guffa stað.
valsmenn lógu kylliflatir
fyrir spraekum Eyjopeyjunum