Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Blaðsíða 4
Hringt á miðin: Fimmtudaginn 24. janúar 1991 - FRÉTTIR Ekki lítur björgulega út meö loönuveiöar á þessari vertíö, niður- staöa rannsóknarleiöangurs í upp- hafi árs lofar ekki góðu en enn lifa menn í voninni um aö úr rætist. Loönuveiðar og vinnsla skipta miklu máli fyrir Vestmannaeyjar, sjómenn og útgeröir loönuskipa og loönu- bræöslurnar og mannskapurinn í þcim á allt sitt undir því að loðna veiöist. Á síöasta ári var tæplega 90 þúsund tonnuni landaö hér í Eyjum og fannst sumum of lítið. Áriö áöur var aflinn rúm 100 þúsund tonn og hefursjaldan veriö meiri. En þetta kemur við fleiri og bitnar í rauninni á öllu byggðarlaginu ef engin loðnuveiði verður. Halldór sjávarútvegsráðherra er með ein- hverjar hugmyndir um að bæta flotanum upp hugsanlegt tjón. hvernig er ekki vitað en vonandi verður það gert af myndarskap því flest þessara skipa hafa látið af botn- fiskkvóta sínum síðustu ár á meðan loðnan var veidd í sem mestu magni. Meðal hugmynda sem fram hafa komið er að þessi rúmlega 40 loðnu- skip fái aukinn botnfiskkvóta, rækju- kvóta og heimild til síldveiða en í hvaða magni á eítir að koma í Ijós. Landanir I síöustu viku var síld uppistaöa aflans sem landaö var hér eins og reyndar hefur veriö frá áramótum. Þó lönduöu tveir togarar og einn trollhátur auk þess sem smábátar lögöu upp örfá tonn. Lítum þá á landanir í síðustu viku og byrjum á síldarbátunum. Guðrún ....... 65 tonn I löndun Styrmir.......llátonn 1 löndun Kap ..........140 tonn 1 löndun Guðmundur . . . 143 tonn 1 löndun Þá landaði Bergey 61 tonni og var uppistaða aflans karfi og ufsi. Halki- on landaði 21 tonni, mcst þorsk og ýsu og Álsey 28 tonnum sem voru að uppistöðu til þorskur og ufsi. Sjöfnin landaði 3 tonnum sem fengust á línuna og nokkrir smábátar lönduðu fáum tonnum sem við tíund- um ekki hér. En menn cru ekki búnir að gefa upp ulla von um að loðnuveiðar verði leyfðar í einhverju magni í vetur. sérstaklega er horft til þess að leyft verði að veiða í frystingu og til hrognatöku því þar liggja mestu verðmætin. Ef svo veráur gæti það orðið lyftistöng fyrir útgerð, sjó- menn og frystihúsin og fiskverkunar- fólk, gæti skapað vinnu í nokkrar vikur. Ef svo verður er eins gott að Vestmannaeyingar standi fastir á því að fá sem stærsta sneið af þeirri köku. Við fáum að njóta þess að vera frumkvöðlar á þessu sviði. Hér eru tækin til að taka á móti og vinna mikið magn á stuttum tíma og héðan er styst á miðin. Eftir því sem fleiri fá í hendur upplýsingar um aflaheimildir sínar fyrstu átta mánuði þessa árs þyngist brúnin á mönnum. Áður hefur verið tíundað hér í blaðinu hvað þetta þýðir fyrir okkur í heild, lauslega áætlað virðist þetta vera skerðing um rúm 4000 tonn og fyrir suma er þetta nánast dauðadómur. Hvernig sem á því stendur virðast menn í sjávarút- vegi vera einir um að hafa áhyggjur af þessu því ekki hefur heyrst hósti né stuna frá bæjaryfirvöldum vegna þessa máls frá því niðurstööur lágu fyrir. Væri full ástæða fyrir bæjar- stjórn að taka á þessu máli því ekki fer hjá því að tómahljóð verði í bæjarkassanum þegar þetta kemur ofan á loðnubrestinn. Fátt var um fína drætti af miðun- um á þriðjudaginn, komið þokkaleg- asta veður við Eyjar eftir bræluna en enn var leiðindaveður austur með landi. Bestu fréttirnar voru af Bergey VE sem landaði tæplega 100 tonnum á mánudaginn eftirstuttan túr. Uppi- staða aflans var karfi. Þá var ágætis síldveiði fyrir helgina. Fjórir bátar lönduðu samtals rúmum 462 tonnum og Valdimar Sveinsson VE landaði um 50 tonnum á Seyðisfirði. Annars var lítið að frétta, sífelldar brælur og enn er þorskurinn ekki farinn að láta sjásig. Bergþór Atlason á Vestmanna- eyjaradíói vissi um 13 báta á sjó þegar rætt var við hann á þriðjudags- morguninn. Þá var ágætis veður við Eyjar austan vindstig en þungur sjór. Á mánudagsmorguninn voru átta vindstig og sluppum við ágætlega við stórviðrið sem gekk yfir landið og olli víða tjóni. Nýr (a la carte) matseðill __Restaurcmi_ mmim SKEMMTIDAGSKRÁ laugardagskvöld í léttari kantinum meö háalvarlegu ívafi og söng fyrir matargesti, í umsjón Fríðu, Gústa og Helenu. HUGINN PIZZERIA HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Föstudaga og laugardaga til kl. 23:00 Sunnudagatil kl. 21:00 S11422 Bjóöum upp á ódýra rétti dagsins Fiskur frá kr. 750,- Kjöt frá kr. 850,- Súpa er innifalin í rétti dagsins FJórtán tonn í sjö róðrum Rúnar Þórisson skipstjóri á Sjöfn VE var að leggja línu austur á Vík þegar haft var samband við hann. Þeir fóru út rúmlega fjögur um morguninn og voru búnir að leggja átta stokka. „Ég segi ósköp lítið cnn enda erum við að leggja ennþá. Veðrið er þokkalegt, fjögur vindstig en sunnan sjór.“ Þeir eru búnir að fara sjö róðra frá áramótum og aflinn kominn í 14 tonn, aulaþorsk- ur, keila, langa ognokkrirsteinbítar. „Það er ekki von að þetta gángi betur, alltaf vitlaust veður vinur minn.“ sagði Rúnar. „Alltaf vitlaust veður en spáir þokkalega í dag.“ Aðspurður um aðra báta sagði hann að Sigurvík VE væri að leggja við Drangana í blanka logni en haugasjó. Þeir hafa tekið tæknina í sínar hendur á Sjöfn, notast við beitninga- vél og þar kemur skýringin á stokk- unum. Nú er línan ekki mæld í bjóðum eins og áður en tveir stokkar gera u.þ.b. eitt bjóð. í lögninni rennur línan í gegnum síló þar sem beitan húkkast á krókana. I landi er línan stokkuð upp. „Beitningakallar eru að mestu liðin tíð nú væri frekar að tala um uppstokkara," sagði Rúnar. Betra íllt að gero en ekki neítt Ólafur Einarsson skipstjóri á Kap VE var á siglingu austur með landi á leið síldarmiðin. „Það er lítið að frétta af síldarslóð. Guðmundur VE er kominn eitthvað austar en þar er leiðindaveður, en spáir þokkalega.“ Á föstudaginn lönduðu þeir um 140 tonnum af síld. Aðrir síldabátar lönduðu á mánudag, afla sem þeir fengu um helgina. Kap er í fjórða túr, þcim næst síðasta að sinni. Þeir hafa þurft að miða veiðarnar við vinnslugetu í landi, það þarf að hafast undan. Ekki sagðist Óli vera búinn að gefa upp alla von um loðnuna. „Ég geri það ekki fyrr en í febrúar. maður verður að vera bjartur á þetta.“ Ekki vissi hann um fiskikvóta til loönubáta. „Það verið að tala um 8000 tonn úr Hagræðingarsjóði og eitthvað af síld, loðnu og rækju, en maöur vcit ekkert ennþá. Vonar bara það besta," sagði Óli. Alltaf brjólad vedur Páll Sigurgeir Grétarsson mat- sveinn á Huginn VE var að leysti kallir^af í morgunmat og ekki var hægt að segja að hann hrósaði veðr- inu. „Alltaf brjálað veður. alveg geggjað. Við fórum út á föstudnginn og helminginn af túrnum höfum við haldið upp í. Já þetta er alveg hundleiðinlegt." Þeirbyrjuöu túrinn í Hornafjarðardýpinu en voru á vestuleið. Ekki var aflinn mikill. kannski komið í einn gám. „Viö erum einhvers staðar út af Alviör- unni en ég veit ekki hvar við cndum. en ég reikna með löndun á fimmtu- dag eða föstudag.” En Palli vildi ekki ræða meira um sjó og sjómennsku. Hafði mestan áhuga á að komast á Austfirðinga- þorrablótið á laugardaginn. Var hon- um bent á að besta ráðið væri að # Núverandi stjórn Slysavarnardeildarinnar Eykyndiis. Stelpurnar í Eykyndli hafa lönguni sýnt öryggismáluin sjómanna mikinn áhuga. Nú sídast gáfu þær miöunarstöð í Stórhöfða og verður nánar sagt frá því í næsta blaði. bjóða kallinum með, en hans upp- áhaldsmatur eru svið og annar þorra- matur. Og svo í lokin gladdist hann yfir góðu gengi IBV gegn Val í handbolt- anum um helgina. Ekkert aö frétta af afla Ég segi lítiði enda erum við ny- komnir á sjó," sagði Páll Guðmunds- son stýrimaður á Klakk V'E. „Við erum að toga okkur austur og erum nú á Öræfagrunni. Við tórum út á mánudaginn og höfum ekkert fengið ennþá. Mikill tími lör t festu í gær þannig að þetta er hálfgert reiðu- leysi." Hann hafði lítið frétt af öðrum skipum. Sindri VE var i næsta ná- grenni og Vestmanney VE og Gide- on VE voru lyrir austan í Bcrufjarð- arál i vitlausu veðri. „En ég hcf ckki frétt neitt al afla." Átta mánaða kvóti Klakkser 1700 tonn með öllu. kiik og skít. eins og sjómenn orða það. Á fyrstu átta mánuðum síðasta árs fékk Klakkur um 2200 tonn. þá á sóknarmarki. „Miðaö við heilt ár sýnist mér að skeröingin sé 800 til 1000 tonn," sagði Palli að lokum. og munar um minna. Aflinn ínnan við 100 tonn „Ég segi ekki neitt," sagði Sigmar Magnússon stýrimaður á Sindra VE og hló um leið. „Þetta eru alveg hreinar línur. ekkert að hafa. Núna erum við á Síðugrunninu í SV kalda drullu." Þeir fóru út á miðvikudaginn í síðustu viku og sagði Simmi að þeir væru fáir klukkutímarnir sem ekki væri búið að vera vitlaust veður. „En það er skaplegt veður í augnablikinu en það stendur sennilega ekki lengi." Hvað eru þið komnir með mikinn afla? „Nú versnar i því. Það hef ég ekki hugmvnd um en veit þó að hann er innan \ið 100 tonn. Maður fvlgist ekki með í svona reiðulevsi. mest er þetta drasl fiskur. karfi og ufsi. Já það er lítið um þorsk. Hann liggur einhverstaðar í levni ef hann er þá til. En vonandi lætur hann sjá sig sem fýrst." En þeir verða að fara sparlega með karfann. „Megum ekki gelda okkur alveg í karfanum." Þeir eru rneð 1900 tonna kvóta til 1. september. Ekki man Simmi hvað þeir fengu mikið fyrstu átta mánuð- ina í fyrra, en þá voru þeir á sóknarmarki. „Nú höfum við alla- vega nóg af dögum til að ná í þetta," sagði Simmi. Hann hafði litlar fréttir af öðrum skipum. þó var einn og einn að reka í ufsahol, sex til tíu tonn, en svo þarf ekki að leysa frá í næsta holi. Hvað er að f rétta af handboltanum Þórarinn Ingi Ólafsson stýrimaður á Gideon VE hafði litlar fréttir og srnáar. Ekkert að hafa og alltaf vitlaust veður. Þeir voru fyrir austan land. Fóru út á fimmtudagskvöld. „Þetta er einhver mesti ræfill sem ég hef kynnst, 100 til 200 kíló í hali." Þeir eru í sínum fyrsta túr og vonar Þórarinn Ingi að fall sé faraheill. Annars hafði hann miklu meiri áhuga á handboltanum. enda gömul hetja á þeim vettvangi. Gladdist hann hjartanlega yfir góðu gengi ÍBV unt helgina, bæði í karla og kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.