Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.10.1991, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 03.10.1991, Blaðsíða 10
Fimmtudaginn 3. október 1991 - FRÉTTIR ^ Mik • Einar Jónsson, læknir ÍBV, tekur lífínu með stóískri ró fyrir leikinn gegn Runar. Evrópukeppni bikarhqf q, f y rri leikur, Runar-ÍBV21 -14(9-9): aðrir. Sigurður í hinu horninu komst lítið áleiðis. Gylfi skaut og skaut en skoraði bara þrjú mörk. Guðfinnur var úti á þekju mest allan leikinn og Sigurður þjálfari náði sér ekki á strik. Erlingur línumaður fékk sig lítið hrært á línunni og Sigbjörn stóð sig ágætlega í vörninni en síður í sókninni. Jóhann Pétursson lék mjög vel þær síðustu 10 mínútur sem hann fékk að spila. Skoraði eitt mark og fiskaði tvö víti sem fóru reyndar bæði í súginn. Sænski landsliðsmarkmaðurinn Mats Fransson varði þau bæði, en þess má geta að hann lék annars ekkert með, átti við bakmeiðsli að stríða. En það kom lítið að sök því hinn markvörðurinn varði eins og berserkur allan tímann. Landsliðs- mennirnir Kjetil Lundberg og Pal Vidar Lundquist léku annars best af leikmönnum Runar. „Það var algjör óþarfi að tapa svona stórt, því þetta Runar-lið er ekkert sérstakt. Við getum sjálfum okkur um kennt. Seinni hálfleikur- inn var hroðalegúr og við þurfum ýmislegt að lagfæra. Ég er ekki ánægður með frammistöðu mína í leiknum, ég fann mig ekki í nýju buxunum. Runar spilar slakan sókn- arleik en það er varnarleikurinn og hraöaupphlaupin sem eru þeirra stcrkustu vopn. En nú er bara hálf- lcikur og við ætlum að taka þá í bakaríiö í Ijónagryfjunni í Eyjum á laugardaginn," sagöi Sigmar Þröstur eftir leikinn. Roger Carlsson þjálfari Runarvar ánægður með sína mcnn eftir leik- inn. „Þetta er mikið stemmningslið hjá okkur og þegar við komumst á skrið eins og við gerðum í seinni hálfleik, erum við illviðráðnalegir. Urn leikinn er það annars að segja að mér fannst ÍBV gera þau mistök að rcyna að halda niðri hraðanum í leiknum. Þeir féllu eiginlega á eigin bragði mcð þcssu. ÍBV-liðið er ann- arseinsogégátti von á. Markmaður- inn var mjög góður, sérstaklega í lok fyrri hálflciks þegar hann lokaði markinu. Sigurður Gunnarsson var potturinn og pannan í sóknarleikn- um og þá voru hornamennirnir mjög ógnandi. Ég á frekar von á því að þcssi sjö marka sigur dugi okkur til að komast í aðra umferð. En við erum með frekar reynslulítið liö en þetta var það sem við þurftum til að þess að eiga möguleika að komast í næstu umferð. En leikurinn á íslandi verður mjög crfiður," sagði Roger Carlsson að lokum. Mörk ÍBV:Gylfi3. Sigurður Gunn 3(1 víti), Zoltán 3(2 víti). Sigurður Fr. 2. Erlingur R. 2, Jóhann Péturs- son 1. -sagdi Sígmar bröstur fyrirlidi ÍBV. 9 Sigurður Gunnarssun, þjálfari, fer yfír leikaðferðina á fundi fyrir leik. en Ijónagryfjan okkar í Eyjum ætti að verða okkur drjúg. Að vinna upp sjö mörk í Evrópukeppni er alls ekki vonlaust dæmi. Annað eins hefur nú gerst,“ sagði Sigmar Þröstur Óskars- son fyrirliði ÍBV eftir leikinn. Þetta var fyrsti Evrópuleikurinn í sögu beggja félaga og það var greini- legt að þetta yrði mikið taugastríð frá upphafi. Mikið var um misheppn- aðar sendingar hjá báðum liðum og leikurinn því lítið fyriraugað. Runar með landsliðsmenn í hverju rúmi, náði strax undirtökunum í fyrri hálf- sjö marka ósigurs þcgar síðari hálf- leikur hófst. En þjálfari Runar, Svíinn Rogcr Carlsson, scm var landsliðsþjálfari sænska landsliðsins lyrir nokkrum árum og lagði grunninn að heims- meistaraliði Svía í dag, las greinilega vel yfir sínum mönnum í leikhléinu og breytti um lcikaðfcrð. Þetta gafst vel því Runar breytti stöðunni úr 10 - 10 í 16 - 10 og síðan í 20 - 12. Þegar flautað var til lciksloka voru loka- tölurnar 14-21 Runarívil. Var hræðilegt að horfa upp á sóknarleik ÍBV-liösins í síðari hálf- leik. Hvað eftir annað glopruðu lcik- menn liðsins boltanum i hendur Runarmanna, sem voru fljótir að nýta sér þetta og skoruðu hvert markið á eftir öðru úr hraðaupp- hlaupum og kafsigldu þar með ÍBV. Enginn lék af eðlilegri gctu í ÍBV-liðinu í þessutn leik, allir geta miklu betur. Sigmar Þröstur varði. ágætlega í fyrri hálflcik, eða átta skot, en bara þrjú í þeim seinni. Ungverjinn snaggaralegi, Zoltán Belániy sýndi ágætis takta í horninu én var ansi mistækur eins og flestir Þorsteinn Gunnarsson skrifar frá Noregi: ÍBV reiö ekki feitum hesti frá fyrri viðureign sinni gegn norsku bikar- meisturunum Runar í Evrópukeppni bikarhafa sl. laugardag í Noregi. Runar sigraði með sjö marka mun 21 - 14 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 9 - 9. „Það verður geysi- lega erfitt að vinna upp þetta forskot, leik og höföu ávallt tveggja til þriggja marka forystu. En síðustu tíu mínút- urnar í fyrri hálfleik tóku Eyjamenn fjörkipp. Sigmar Þröstur komst loks- ins í stuð í markinu og varði glæsilega livað eftir annað og ÍBV tókst að vinna upp forskot Runar og jafna metin á síðustu sekúndunum með fallegu skoti SigurðarGunnarssonar. Staðan 9 - 9 í hálflcik og benti fátt til L # Zoltán Belániy gerir sig klárann fyrir leikinn í Noregi. Evrópu- punktar Leikur IBV og Runar fór fram i glænýrri íþróttahöll þeirra Run- arsmanna. Hún tekur um 2000 manns en aðeins 813 áhorfendur' voru á þessum fyrsta Evrópuleik Runar og (BV. Þess má að á heimaleikjum liðsins f norsku 1. deildinni eru yfirleitt um 1200 - 1300 manns. Dómarar í fyrri leiknum voru frá Danmörku, þeir Per Elbrönd og Vilhelm Jensen. Dæmdu þeir leikinn ágætlega. I seinni leikn- um á laugardainn í Eyjum verður dómaraparið sænskt. Einar Jónsson læknir fór með liðinu til Noregs til halds og trausts. Einar er önnum kafinn læknir því hann er einnig læknir fótboltaliðs (BV og yngri lands- liða Islands í knattspyrnu og þar af leiðandi oft á ferð og flugi. Fyrir leikinn í Noregi mátti lesa í norskum blöðum að þeir Run- arsmenn væru í öngum sínum yfir því að þeir komust ekki yfir vídeóspólu með leik hjá ÍBV-lið- inu til að vera sem best undirbún- ir undir Evrópuleikinn. Leituðu þeir m.a. til Steinars Birgissonar hjá Haukum sem lék með Runar fyrir nokkrum árum, en sam- kvæmt norsku blöðunum varð hann ekki við ósk Runarsmanna þvLhann vildi ekki láta kalla sig „föðurlandssvikara". Þess má geta að ÍBV komst yfir vídeóupp- töku af leik Runars frá síðasta keppnistímabili eftir ýmsum krókaleiðum, en það virðist ekki hafa komið að miklum notum í sjálfum leiknum. Eftir leikinn bauð stjórn Runar báðum liöunum til matarveislu. Þar var norskur pottréttur á boð- stólum og rann hann Ijúflega niður. í veislunni hélt formaður Runar þakkarræðu en þegar það var komið að forsvarsmanni handknattleiksráðs ÍBV, Stefáni Jónssyni, að þakka fyrir Eyja- mennina, var hann fjarri góðu gamni. Einar Ben framkvæmda- stjóri hljóp í skarðið fyrir Stefán og fórst það vel úr hendi. Ástæð- an fyrir því að Stefán var ekki á svæðinu var sú að hann hafði haft tilbúna skrifaða ræðu sem hann gleymdi svo á hótelinu. Fór hann á hótelið að ná í hana en þegar hann kom aftur var matar- veislan búin. VIÐSKIPTAVINIR ATH Bára Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari, byrj- ar á stofunni í dag, 3. október. Gerið svo vel og reynið viðskiptin. HÁRGREIÐSLUSTOFA GUÐBJARGAR KIRKJUVEGI 28 ©11630 Veggtennis Þá er hið vinsæla veggtennis byrjað aftur. Einnig skalltennis, körfubolti, badminton og ýmislegt fleira. Höfum ennþá nokkra tíma lausa. Þeir sem huga hafa á að festa tíma hafi samband sem fyrst © 12060. íþróttafélagið Þór Aðalfundur Smástundar Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Smástundar verður haldinn laugardaginn 5. október n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Um kvöldið verður slúttað með mat og öllu tilheyrandi. Þeir sem ætla að taka þátt í slúttinu láti Ásgeir vita © 11549 eða® 11278. Frúarleikfimi Frúarleikfimin vinsæla er byrjuð. getum bætt við nokkr- um konum, einnig í erobik. Hressið ykkur við og gefið ykkur tíma í Þórsheimilinu. Þar getið þið einnig farið í okkar vinsæla Ijósalampa, þann besta í bænum. hafið samband © 12060. íþróttafélagið Þór „Algjör óþarfi að tapa svona stórt"

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.