Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.1992, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.1992, Side 2
• Verðlaunahafar á Coca Cola mótinu ásamt Sigmari Pálmasyni umboðsmanni. Coca Cola mótið i golfi: Halli nálægt vallarmeti Haraldur Júlíusson sýndi og sann- aði í Coca Colamótinu, sem fór fram á laugardag og sunnudag, að honum er fleira lagið en skalla bolta í mark. Seinni daginn var hann nálægt því að slá sex ára gamalt vallarmet Úlfars Jónssonar, þegar hann fór 18 holum- ar á 65 höggum sem er fimm höggum undir pari vallarins. Met Úlfars, sem er margfaldur íslandsmeistari er 64 högg. Haraldur var ótvíræður sigurveg- ari mótsins í keppni án forgjafar. Fyrri daginn fór hann 18 holurnar á 76 höggum og á hæla hans komu Ás- mundur Friðriksson og Júlíus Hall- grímsson á 77 höEEum. Seinni daginn stakk Haraldur þá rækilega af og fór 18 holurnar á 65 höggum. Fyrri hringinn, níu holur, fór hann á 32 höggum og þann seinni á 33. Með þessum glæsta árangri er Haraldur kominn með 1,5 í forgjöf. Að mótinu loknu voru Ásmundur, Júlíus og Birgir Ágústsson jafnir með 150 högg en í bráðabana varð Ásmundur hlutskarpastur og hafnaði í 2. sæti en Júlíus varð þriðji. Með forgjöf vann ívar Guðmunds- son á 128 höggum, Ásmundur 2. á 130 o£ Ársæll Árnason 3. á 132. Vífilfell gaf myndarlega verðlauna- gripi sem Sigmar Pálmason umboðs- maður afhenti verðlaunahöfum. _m. • Haraldur Júlíusson besti kylflngur Eyjanna í dag. Motocross á lauqardaq: Sigurður með fullt hús stiga Motocrosskeppni var haldin upp á Nýjahrauni á laugardag og voru 10 keppendur mættir, 4 Vestmannaey- jingar og 6 ofan af landi. Að sögn Sigurjóns Eðvarðssonar cins keppandans var þátttaka sæmi- leg í mótinu, þó sagðist hann hafa viljað fá fleiri keppendur ofan af landi. Áhorfendur voru um 50, en það er ein lélegasta mæting síðan moto- cross menn byrjuðu að halda mót hér í Eyjum og voru menn ekki á eitt sáttir hverju það sætti. í þessu móti sem er annað mótið af fjórunt sem gildir til íslandsmeist- aratitils var það Sigurður Bjarni Ric- hardsson sem sigraði elæsilega með fullt hús stiga, eða 60 stig, en annars var röðin svona: 1. Sigurður B. Richardsson 60 stig 2. Helgi Valur Georgsson 51 stig 3. Jón B. Björnsson 45 stig 4. Símon Þ. Eðvarðsson 37 stig 5. Ingibergur J. Sigurðsson 31 stig 6. Guðmundur Sigurðsson 29 stig 7. Sigurjón Eðvarðsson 26 stig 8. Emil Þ. Kristjánsson 25 stig 9. Kristján Viktorsson 25 stig 10. Sigmar Lárusson 8 stig Eftir þetta mót er staðan í íslands- mótinu orðin þannig að í fyrsta sæti með 111 stig, er Helgi Valur Georgsson, í öðru til þriðja sæti eru Sigurður Bjarni Richardsson og Jón B. Björnsson með 96 stig hvor, í 4. sæti er Guðmundur Sigurðsson með 66 stig og Símon Þór Eðvarðsson kemur rétt á hæla honum með 65 stig. Þriðjudaginn 21. júlí 1992 - FRÉTTIR Naumur sigur og toppsæti Annar flokkur karla vann enn einn sigurinn í íslandsmóti 2. flokks á föstudaginn var og komst þar með á topp deildarinnar. Leikið var gegn Keflvíkingum sem að öllu eðlilegu hefðu ekki átt að vera mikil fyrir- staða, en slakur leikur okkar manna gerði ÍBK kleift að komast inn í leik- inn hvað eftir annað. __ ÍBV komst tvívegis yfir í leiknum, fyrst 1 - 0 og síðan 3 - 1 en Keflvík- ingar náðu að jafna í bæði skiptin og fengu meira að segja tækifæri á að komast yfir 3 - 4, en misnotuðu það sem betur fer. Staðan hélst því 3 - 3 þangað til ca. 15 mín. voru til leiks- loka en þá tókst Eyjamönnum að gera tvö mörk og innbyrða sigurinn. Ómar Jóhannsson þjálfari IBV var afar óhress með leikinn. “Þetta var mjög lélegt, það aldaprasta sem við höfum sýnt í sumar. Eini jákvæði punkturinn var að við fórum á topp deildarinnar. Það var nánast eins og menn hafi ætlað að taka þetta of létt, sem er að sjálfsögðu áhyggju- efni“, sagði Ómar. Mörk ÍBV gerðu þeir Daði Pálsson 12, Rútur Snorrason, Tryggvi Guð- t mundsson og Steingrímur Jóhannes- sson. Skástu menn liðsins voru þeir I Rútur Snorrason og Yngvi Borg- þórsson en aðrir léku undir getu. Næsti leikur ÍBV verður á morgun (miðvikudag) á Helgafellsvellinum gegn Þrótti Reykjavík og hefst hann kl. átta. Það er vonandi að strákarn- ir taki sig saman í andlitinu og bjóði Vestmannaeyingum upp á góða knattspyrnu á síðasta heimaleik fyrir Þjóðhátíð. Þess má að lokum geta að dregið hefur verið í undanúrslitum bikar- keppni annars flokks. ÍBV fékk heimaleik gegn Fram og verður leikurinn spilaður þann 7. ágúst, föstudaginn eftir Þjóðhátíð. Von- ; • Daði Pálsson býr sig undir að skora fyrsta mark leiksins. andi verða piltarnir okkar búnir að jafna sig þokkalega þegar þar að kemur, svo Frömurum verði spark- að öfugum út úr bikarnum. Staðan í 1. deild 2. flokks er sem hér segir: ÍBV 8 leikir 20 stig Víkingur 8 - 19 - ÍA 8 - 18 - KR 8 - 15 - Fram 8 - 10 - UBK8 - 9 - ÍBK 8 - 3 - Þróttur 8 - 0 - Siqurður Jónsson skrifar: Nú var það grátlegt Eftir úrslitin á Akureyri á móti KA fór maður nokkuð bjartsýnn á leikinn að Hh'ðarenda á móti Val. Það virtist enda ekki að ætla að verða nein fýluferð. Maður var rétt búinn að koma sér þægilega fyrir þegar okkar menn höfðu náð að negla boltann í netið. Glæsilegt mark sem Leif- :ir Geir skoraði úr þröngri stöðu. Virkilega vel gert. Nú virtist allt stefna í öruggan sigur ÍBV, menn óðu í færum og hefðu hreinlega á þessum fyrstu mínútum, með smá heppni, náð að gera út um leikinn. Svo fór því miður ekki og það voru Valsmenn sem náðu að jafna eftir að hafa fengið víta- spyrnu á ódýra markaðnum. Valsmenn náðu svo forystu strax á eftir. Hálf klaufalegt að fá það mark á sig. Aftur fylltist maður bjartsýni þegar Tómasi Inga tókst að skora eftir góða fyrirgjöf frá Inga Sig. Fyrir hálfleik var svo Arnljótur rekinn af velli. Vals- menn urðu að leika 10 í síðari hálfleik. Það var því létt yfir stuðnings- mönnum ÍBV í hléinu og spjallað á léttu nótunum yfir kaffibollan- um. Menn voru sannfærðir um sigur. Brottfluttir Eyjamenn eins og Andri Hrólfs, Helgi Bem- ódus, Birgir Jóhanns, Magnús H. Magnússon og Pálmi Lór. Við biðum eftir seinni hálfleik. Nú yrði létt og gaman og stigin þrjú örugglega okkar. En eins og svo oft í fótboltanum fer það á annan veg. Vonbrigðin urðu mikil, þeg- ar Valsmenn, strax í byrjun síðari hálfleiks, náðu að skora og kom- ast yfir. Þar við sat. ÍBV náði ekki að jafna hvað þá að vinna. Þama töpuðust dýrmæt stig. Margt fallegt sást til IBV í leiknum, sérstaklega í fyrri hálf- leik. í síðari hálfleik sofnaði vömin illilega í byrjun og það kostaði mark. Það vakti furðu mína að sjá í síðari hálfleik, hversu oft menn spiluðu langtímum saman á öðr- um helmingi vallarins. Það var alltaf spilað upp vinstra megin og þaðan inn á miðjuna. Hægra megin var ekkert spilað langtím- um saman. Langtímum saman fékk Ingi Sig ekki boltann og hefði alveg eins getað sest hjá okkur áhorfendum og spjallað við okkur. Auðvitað gengur svona ekki. Það er óþarfi að nota ekki baráttujaxl eins og Inga Sig. Valsmenn vom 10 og því ennþá meiri nauðsyn á að dreifa spilinu ennþá meira. Úrslit þessa leiks em staðreynd og næsti leikur er á sunnudaginn gegn Víkingum í Víkinni í Reykjavík. Þetta er sex stiga leikur. Tap í leiknum setur ÍBV í alvarlega stöðu. Nú dugir ekkert annað en sigur. Liðið hefur sýnt það að það býr heilmikið í því, það er alltof gott til að fara falla í aðra deild. Slíkt má ekki gerast. Það er heldur engin ástæða til að örvænta enn. Þrjú stig fyrir unn- inn leik og staðan er fljót að breytast til batnaðar. Kveðja, S.J.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.