Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Side 2
2
Miðvikudagur 16. júní 1993
Mikið áfall þegar blindan uppgötvaðist
-en í erfiðleikum okkar höfum við fengið ómetanlegan stuðning segja foreldrar Daða Þórs sem fæddist þremur mánuðum fyrir tímann.
Daði I*ór með forddrum sínum, Sigríði og Páli.
Flestum þykir nóg um að koma í
hciminn eftir 40 vikna mcðgöngu
enda viðbrigðin mikil, að yfirgefa
hlýjan og notalcgan móðurkvið og
líta í fyrsta skipti heiminn fyrir
utan. Daði ]>ór Pálsson, scm fædd-
ist þann 27. október 1992, varð
þessa niunaðar ekki aðnjótandi, að
dvelja 40 vikur í móðurkviöi.'
Móðir hans, Sigríður Finarsdóttir,
hafði aöcins gengið með hann í 24
vikur þegar hann fæddist. I>á var
Daði I>ór aðeins rúmar 3 merkur
og 34 sentímetrar og strax hófst
barátta hans fyrir lífinu. Hann
varð ofan á í þeirri haráttu og þó
ennþá vanti nokkuð á að hann hafi
náð sömu þyngd og jafnaidrar
hans cr hann ágætlcga kröftugur
og lætur til sín heyra þegar þurfa
þykir. En Daða I>ór vantar þó eitt
sem flestir njóta, hann er hlindur.
Það uppgvötvaðist ekki fyrr cn
tveimur mánuðum eftir að hann
fæddist en eftir aðgerð á öðru auga
í Bandaríkjunum er foreldrum
hans gcfin von um að hann muni
sjá útlínur og mun á nótt og degi.
Allt hefur þetta reynt mjög á fjöl-
skylduna en með hjálp góðra
manna hcfur henni tekist að halda
þetta út, bæði andlega og fjárhags-
lega.
Daði Þór er minnsti drcngur sem
lifaó hefur af fyrirburð á Islandi að
sögn foreldra hans, Sigríðar og Páls
Pálssonar. Fæðingin var komin af
stað þegar Sigríður var send til
Reykjavíkur og á Landspítalann. Þar
fékk hún heldur kuldalegar móttökur.
„Þegar ég kom inn á spítalann tók
læknir á móti mér. Hann hlustaði mig
og setti mig í sonartæki og sagói svo
að þetta væri vonlaust. Þennan læknir
sáum við aldrei aftur og við vitum
ekki hver hann er,“ sagói Sigríður.
Þó móttökumar hafi ekki verið á
þann hátt sem flestir kjósa þegar
komið er á sjúkrahús áttu aðrir læknar
eftir að bæta það upp. Daði Þór var
strax settur í hitakassa og lungnavél
og losnaði ekki þaðan í nokkrar
vikur. Hann fór Ójótlega að dafna
enda hraustur að öðru leyti en því aó
lungun höfðu ekki náð að þroskast
nægilega. „Honum var gefið lyf, sem
nýlega var búið að leyfa hér á landi,
og eykur lífslíkur fyrirbura um 40%.
Auðvitað hjálpaði þaó til en það voru
fyrst og fremst læknamir á vökudeild
Landsspítalans sem björguðu lífi
Daða Þórs,“ sagði Sigríður.
Tíminn leið og þegar Daði Þór var
tveggja mánaða átti að útskrifa hann
af spítalanum en þá kom stóra áfailió.
„I síðustu skoðun áóur en hann færi
út kom í Ijós að hann var blindur. Það
var ofboðslegt áfall, ekki bara fyrir
okkur heldur læknana líka. Allt var
sett af stað og eftir skoðun á Landa-
koti var haft samband við dr. Eugene
De Juan í Baltimore í Banda-
ríkjunum, einn færasta augnskurð-
Iækni í heimi, sem var tilbúinn að
skoða Daða Þór. Við fórum til
Bandaríkjanna 5. maí og var læknir í
fylgd með okkur,“ sagði Páll.
Daði Þór var skorinn upp á hægra
auga. Augasteinninn var tekinn úrog
nethimnan sem lá laus í augn-
botninum lagfærð. „Aðgerðin heppn-
aðist mjög vel og átti að senda okkur
heim til Islands samdægurs en ís-
lenski læknirinn stoppaói það. Lá
Davíð Þór því í nokkra daga á sjúkra-
húsinu í Baltimore og fannst
Bandaríkjamönnum að Islendingar
hugsuðu vel um sitt fólk.“
Þó aðgerðin hafi heppnast vel
kemur ekki í Ijós fyrr en í næsta
mánuði hvort hún hefur heppnast eða
ekki. Spurningin er hvort nethimnan
festist eða ekki. Björtustu vonir eru
að Daði Þór fái útlínusjón en tíminn
verður að lcióa það í ljós. Heppnist
aðgerðin fara þau aftur út í haust og
þá verður gerð aðgerð á vinstra
auganu.
Þetta hcfur verið mikió álag fyrir
fjölskylduna og kostað háar fjár-
hæðir. Tryggingastofnun greiddi
farið út fyrir Daða Þór og annaó
foreldrið og dagpeninga en þau fóru
bæði út og þaö uröu þau að borga
sjálf. Auk þess hafa tugir þúsunda
farió í ferðir milli lands og Eyja. „í
tilfellum sent þessum finnur maóur
hvað gott er að búa á stöðum eins og
Vestmannaeyjum. Við höfum notið
bæði andlegs og veraldlegs stuðnings
sem verður seint fullþakkaður. Hann
hefur gert okkur kleift að vera með
Daða Þór og það er afskaplega mikils
virði að finna að allir fylgjast meó
þegar eitthvað ber útaf í tilfelli eins
og okkar þó það sé kannski ókostur
þcgar maður er að gera eitthvað af
sér,“ sagói Páll. En bæói vildu þau
koma á framfæri kæru þakklæti til
allra sem létt hafa þeim róðurinn
síðustu átta mánuðina. Auðvitað er
baráttunni ekki lokið. Daði Þór er
orðinn 5 kíló og vantar ennþá rúm 3
kíló til að ná jafnöldrum sínum en
hann dafnar vel. Hann fær reglulega
sjö meðul en þeim fækkar smám
saman en stóra spumingin er hvað
mikla sjón hann fær?
Daði I>ór Pálsson var aðcins rúmar þrjár merkur þegar hann fæddist
þremur mánuðum fyrir tímann.
*
Aðalfundur Isfélagsins á föstudag:
Hagnaður fyrstu
fjóra mánuði ársins
Aðalfundur ísfélags Vcstmannaeyja hf. verður haldinn á föstu-
daginn og þá verða lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 1992.
Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins, vildi ekkert tjá sig um út-
komuna á síðasta ári. Sagói að hún upplýstist á aðalfundinum. Blaóið hefur
fyrir því áreiðanlegar heimildir að hagnaður hafi verið af rekstri Isfélagsins
fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Sigurður sagði þetta rétt vera en á móti kæmi
að haustið hefði verið fyrirtækinu þungt í skauti.
S UMARÞANKAR
Stefnumörkun
skortir
Það er ekkert sem jafnast á
við sumar í Eyjum, það er
yndislegur tími. A meóan flest
önnur bæjarfélög lcggjast í
dvala yfir sumarið, blómstrar
þessi fallega grænkollótta eyja
okkar. Það er með ólíkindum
þvílíkunt stakkaskiptum
bærinn tekur þessa fjóra
niánuói. Hingaó flykkjast
skólakrakkar, hér er Pæjumót,
Shellmót, árgangsmót og Guð
má vita hvað, og svo auðvitað
allir túristamir. Það er skammt
stórra högga á milli hjá
íþróttafélögunum. Pæjumót
Þórs fór fram með glæsibrag
um helgina, Flugleióamótið í
goifi er ný afstaðið og
Shellmót Týs fer fram í næstu
viku. Svo styttist í lunda-
veiðina (ég missi nú reyndar
alltaf af henni sökum
lofthræðslu) og að sjálfsögðu
hápunkt sumarsins, Þjóðhá-
tíðina, sem allt stefnir í að
verði stór í sniðum (en henni
missi ég aldrei af). Lykillinn
að öllum þessum ferðamanna-
iðnaði eru góðar samgöngur,
sem aldrei hafa verið betri. Er
hægt að biðja um meira? Jú,
kannski aðeins meiri sól, takk
fyrir.
I fyrra varð nokkur umræða
um ferðamannaþjónustu í
bænum, en hér er vinnur hver
höndin upp á móti annarri og
hér skortir algjörlega stefnu-
mörkum af hálfu bæjaryfir-
valda. Það er sannfæring mín
að það væri hægt að standa
miklu betur að þessum mál-
um, en þá þarf að slíðra sverð-
in og vinna saman. Það er ekki
hægt að fóma miklu betri
ferðamannaþjónustu á altari
sundrungar og samvinnu-
leysis. Hér þurfa bæjaryfir-
völd að taka af skarið.
Vís-undur
Almenningur í Eyjum er
hættur að nenna að fylgjast
með bæjarpólitíkinni. Þaó
virðist vera afskaplega tíð-
indalaust á þeim vígstöðum.
Bæjarstjómarfundir ekki einu
sinni auglýstir í bæjarblöð-
unum, fundimir renna í gegn
án nokkurra átaka og það telst
undantekning að sjá bæjarfull-
trúa rita pólitískar greinar.
Hins vegar má búast við því
að Eyjólfur hressist því nú er
tæpt ár í næstu bæjarstjómar-
kosningar.
Það fer ekki á milli mála að
þeir bæjarfulltrúar sem hafa
staðið hvað lengst í þessu,
virðast vera orðnir afskaplega
leiðir á pólitískum þrætu-
2 2eplum, og því má
fastlega búast við nokkurri
upp- stokkum hjá fiestum
fiokk-unum í hæstu kos-
ningum.
Þorsteinn Gunnarsson.