Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Page 4
Miðvikudagur 16. júní 1993 Hluti þeirra sem fcngu vinnu á mánudaginn eru að rífa niður fiskihjallana á Haugasvæðinu. Spírurnar eru nýttar til uppgræðslunnar í Eldfelli. Styrkur úr Atvinnuleysistryggingarsjóði: Myndir líðandi stundar Viltu eignast myndir af atburðum hins daglega lífs, þar sem þú eða einhver af þeim sem þú þekkir, er mynd- efnið. FRÉTTIR eiga mikið safn mynda tengdum frétt- um líðandi stundar og þær standa þér til boða á 250 krónur stykkið. - LÍTTU VIÐ. fréttir Fækkar atvinnulausum -um 27 á atvinnuleysisskrá. Á mánudaginn byrjuðu 27 manns sem verið hafa á atvinnu- leysisskrá að vinna við uppgræöslu á hrcinsun á Heimaey. Voru þá aðeins 14 skráðir atvinnulausir fyrir utan bílstjóra. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að fcngist hafi styrkur úr At- vinnuleysistryggingarsjóði til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í tíma- bundna vinnu. „Goliklúbburinn fékk styrk til að ráða tíu í vinnu, tíu eru við uppgræðslu í Eldfelli, fjórir að taka niður trönur og flytja upp í Eldfell og þrír eru við hreinsun í Nýjahrauninu. Allir eru þeir af atvinnuleysisskrá og á mánudaginn voru 14 skráðir at- vinnulausir fyrir utan bílstjóra,“ sagði Guðjón. er 13310 Hjá rJA j ’ okkur er opið alla daga og öll kvöld. Jónsmessuréttur kvöldsins þetta árið er T - Bone steik með einu glasi af 8? á aðeins 1850 kr. Þið sem ekki eigið grill LÍTIÐ VIÐ. cA Erlingur Orri Iiafsteinsson fæddist þann 12. júní sl. Hann vóg tæpar 18 merkur og var 54 cm. á lengd. Foreldrar Erlings Orra eru Hafstcinn Gunnarsson og Herdís Rós Njálsdóttir. Ljósmóðir Guðný Bjarnadóttir. Andrea Inga Sigurðardóttir og Guðinundur Ágústsson eignuðust stelpu 9. júní sl. Hún vóg 12 1/2 merkur og var 49 cm. á lengd. Ljósmóðir Þórgunnur Hjaltadóttir. Níunda júní sl. eignuðust Silja Ágústsdóttir og Axel Sveinbjörnsson dreng. Hann vóg tæpar 14 merkur við fæðingu og var 51 cm. á lengd. Ljósmóðir Guðný Bjarnadóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.