Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Síða 8
8
Miðvikudagur 16. júní 1993
„Nútímafólk er mjög
hrætt viö aö tjá sig“
- Jón Pétursson sálfræðingur, ræðir um sálarlíf Eyjamanna og starf sitt í Eyjum.
í vetur réðst til starfa í Eyjum, sálfræðingur að nafni Jón
Pétursson. Hann er Akurnesingur, varð stúdent frá Fjöl-
braútarskólanum þar, og fór svo í Háskólann og kláraði
grunnnámið í sálfræði. Síðan kom eitthvað millibilsástand hjá
Jóni, eins og hann segir sjálfur. Hann gerðist lögregluþjónn og
kláraði fyrri helming lögregluskólans. 1988 dreif hann sig út til
Svíþjóðar og kláraði embættisprófið í sálfræði, sem gefur rétt-
indi til löggildingu. Nú sér hann til þess að sálartetur
Eyjamanna fái aðstoð, þurfi þeir þess á að halda. Það hlýtur að
vera erfitt að vera sálfræðingur í svona litlu samfélagi, þar sem
allir þekkja alla, og.þeir sem þurfa á sálfræðingi að halda, eru
ekki taldir með öllum mjalla. Hvernig er að stárfa við svona að-
stæður, hvernig búa Eyjamenn að börnum sínum og hvaða
vandamál eru það sem helst hrjá sálarlíf okkar? Þessar og fleiri
forvitnilegar spurningar hafði blaðamaður í farteski sínu þegar
hann heimsótti Jón Sála, eins og hann er stundum kallaður, á
skrifstofu hans í kjallara Ráðhússins í vikunni.
Jón Pétursson, sálfræðingur, ásamt syni sínum, Viktori Pétri.
- Hvers vegna fórstu í sálfræðina?
„Eg veit það eiginlega ekki. Ég var á
eðlisfræðibraut í fjölbraut. þannig að
það lá beinast við að fara í verkfræði.
Einhvem veginn fékk ég áhugann á
þessu og sá áhugi bara jókst. Það var
mikið fall í sálfræðinni á þessum
tíma. Við vorum 30 sem hófum
námið en aðeins 5-6 tókst að klára. I
dag eru 180 manns skráðir í sálfræði
þannig að þetta hefur stóraukist. En
það verða ekki allir sálfræðingar,
sumir vilja ekki vinna svona klínískt
eins og ég og fara í eitthvað annað
sem tengist sálfræði. Sú áhersla sem
ég lagði á erlendis var greining og
meðferðarvinna með fullorðið fólk.
Ég vann í 2 ár á geðdeild í Lundi, að
vísu ekki sem sálfræðingur en fékkst
við svipuð störf. Það stóð tii að fá sér
vinnu áfram í Svíþjóð en kreppan
skall yfir og ég fékk ekki stöðu. Þá
fór ég að kanna með vinnu héma
heima og var kominn með sex tilboð
víðs vegar um landið. Það er erfitt að
komast inn á sjúkrahúsdeildimar hér,
það em til stöður en skortir fjár-
veitingu. Sálfræðin er ekki einsdæmi
í þessu sambandi, samdrátturinn
kemur við allar greinar."
- En af hverju Vestmannaeyjar?
„Mér fannst það spennandi. Ég
stefndi á höfuðborgarsvæðið en það
voru persónulegur ástæður sem réðu
mestu. Leigumarkaðurinn í Reykja-
vík var erfiður og launin fyrir
skólasálfræðinga þar em tiltölulega
lág. Staðan í Eyjum var tvískipt þegar
ég kom, 50% á vegum bæjarins og
50% á vegum fræðsluskrifstofunnar.
Ég fann það mjög fljótlega að þetta
var óþægilegt. Það vom mörg mál
sem voru þess eðlis að þau bæði
snertu skólann og síðan félagsmála-
ráð. Það var erfitt að þjóna tveimur
hermm, samskiptin vom mjög góð,
en maður fann fyrir því að það vom
viss óþægindi sem fylgdu skipting-
unni. Það sem réði meira um að ég
óskaði eftir breytingu var að launa-
skrifstofa ríkisins bauð mér miklu
lægri laun. En í raun og vem sá ég um
allt hér og hef frjálsar hendur um
skipulagningu á faglegu starfi hér í
Eyjum. Ég óskaði eftir breytingu.
Taldi það eðlilegt að ég yrði ráðinn
100% á vegum bæjarins og fræðslu-
skrifstofan myndi kaupa sálfræði-
þjónustu af bænum. Það er heimild
fyrir því í gmnnskólalögum, og það
var gert. 011 þjónusta við skólana er
hin sama, það eina sem breyst hefur
er ráðning piín.“
Alhliða kröfiir
- Er ekki erfitt starf að vera sál-
fræðingur í svona litiu bæjar-
félagi?
,Jú, þetta er sérstaklega erfitt að því
leyti að það em gerðar mjög alhliða
kröfur. Starfið er fjórskipt. Leik-
skólamir og sérdeildin þar, þ.e. for-
skólaaldurinn, skólinn frá 1. til 10.
bekkjar, síðan er það bamaverndar-
kerfið og þessi almenna þjónusta við
bæjarbúa. Það em gerðar mjög al-
hliða kröfur, maður á að hafa
þekkingu á flestu, leikskólastarfi,
skólastarfi, bamavemdarstarfi og svo
ráðgjöf fyrir fólk, hvort sem það eru
hjónabandserfiðleikar, persónulegir
erfiðleikar, geðveila eöa hvað það er.
Þetta er mjög óraunhæft og setur á
mann miklar kröfur. Maður þarf aó
setja sig inn í flest mál sem krefst
stöðugrar endurmenntunar. Háskóla-
nám hefur veitt manni þann
undirbúning að ég á að geta sett mig
inn í flest mál, en samt er það alltaf
svo að maður ræður ekki við allt. Þarf
stundum að vísa fólki annað eða
sækja sér handleiðslu annars staðar.
Þetta er hlutur sem fólk áttar sig ekki
á og ætlast er til að eftir 5 ára há-
skólanám eigir þú að kunna allt
saman. Það er ekki svo, endur-
menntun og að fylgjast með því sem
er að gerast í greininni er nauðsyn-
legt. En þegar maður er pakkaður af
vinnu, er hætta á að þessi þáttur veröi
svolítið út úr myndinni og maður
verður fljótlega útbmnninn.“
- En fyrir þig sem aðkomumann og
sálfræðing. Er þetta ekkert félags-
lega erfitt fyrir þig sjálfan?
„Það hefur sína kosti og galla aö
vera aðkomumaður. Fólk hefur tekið
manni mjög vel hérna í Eyjum og
stuðningurinn mikill. Enginn er spá-
maður í sínu eigin föðurlandi. Ég get
ímyndað mér að það hljóti að vera
erfitt fyrir heimamann ‘að vera sál-
fræðingur hér. (Að hann hafi verið
svona og svona í æsku.) Þó gott væri
að hafa góða þekkingu á staðháttum,
er oft betra að horfa á þetta utanfrá.
Glöggt er gests augað. Það er margt
öðruvísi hér en annars staðar. Það er
erfitt að alhæfa um stað eins og Vest-
mannaeyjar, og það er erfitt að átta
sig á Vestmannaeyingum. Vest-
mannaeyjar eru fiskibær (meö fullri
virðingu fyrir slíku). Hátt í 50%
bæjarrbúa vinna beint við fisk og
þjónustan miðast öll við hana.“
Ýmisleg vandamál
- Hvaða vandamálum stendur þú
aðallega frammi fyrir?
„Það er allt milli himins og jarðar.
Það er erfitt að benda á einn ákveðinn
þátt. Þetta er allt frá einhverjum smá
misskilningi og samskiptaörðug-
leikjjm heima fyrir upp í misþyrm-
in'gar gagnvart bömum og slíkt, ef
hægt er að gera samanburð. Innan
skólans koma upp mörg eðlilegt
vandamál, sem eðlilega koma upp á
stómm vinnustað. Það er erfitt að
bera Vestmannaeyjar við önnur
bæjarfélög, hvort eitthvað einkenni
HÖFÐINN
16. júní. Við byrjum kl. 19:30 með
grillnámskeið að hætti meistara-
kokkanna á ARGENTINA
steikhús,
og í beinu framhaldi Dansleikur
með PLÁHNETUNNI kl. 23:00
til 03:00.
OG SVO ER ÞAÐ KVENNADAGURINN 19. JÚNÍ
Einstakur tónlistarviðburður DEITRA FARR, CHICACO
OG VINIR DÓRA frá kl. 23:00 til 03:00. Mætum á
spariskónum og hlustum á lifandi tónlist eins og hún gerist best.