Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Qupperneq 10
10
Miðvikudagur 16. júní 1993
Sextíu og þrír í vinnu hjá Áhaldahúsinu
Hafa aldrei veríð fleiri
✓
segir Elías Baldvinsson, forstöðumaður Ahaldahússins.
Hjá Áhaldahúsinu vinna nú 63
og hafa þeir aldrei verið fleiri að
sögn Elíasar Baldvinssonar for-
stöðumanns. Flestir eru að vinna
við hreinsun og fegrun Heimaeyjar
sem á að vera eins og kornabarn
nýkomið úr baði að henni lokinni
að sögn Elíasar.
„Flestir eru að vinna í kringum
Eldfellið, að sá og hreinsa, taka niður
trönur og koma spírunum upp í fjallið
og gera ýmsar aðrar aðgerðir til að
verja okkur vikurfoki næsta vetur. Þá
er unnið af krafti að undirbúa mal-
bikun, lagningu og viðgerð á gang-
stéttum, mála umferðarmerki og
lengja holræsið út af Eióinu þannig
að það verði undir sjávarmáli," sagði
Elías.
Hreinsun er í fullum gangi út um
alla eyju og í Herjólfsdal er unnið að
því að endurbæta tjaldstæói og að-
búnað fyrir tjaldgesti. „Þetta er svona
þaó helsta og þegar þessu lýkur á
Heimaey að verða eins og komabam
nýkomið úr baói. Þannig viljum vió
hafa eyjuna okkar og þannig skal hún
verða.“
Þegar flugvélar lenda til austurs blasir svæðið í kringum Norðurgarð við farþegum. Þar er mikið af allskyns drasli sem stingur í augu á annars fallegum stað.
Enn brotnar rúður í
Barnaskólanum:
Orðið
mjög
alvarlegt
mál
-segir Jóhannes
Olafsson settur
yfirlögregluþjónn.
Helgin var mjög róleg að
mati lögreglu og töldu þeir það
eðlilegt að allt væri á rólegri
nótunum helgina eftir Sjó-
mannadag.
Þaó eina sem skyggði á yoru
rúðubrot í Bamaskólanum. Á að-
faramótt laugardagsins
uppgvötvaóist að fimm rúður
voru brotnar í skólanum. „Þctta
mál er enn óupplýst en nienn
hljóta að fara að líta það mjög
alvarlegum augum þcgar rúður
eru brotnar um hverja hclgi. Sér-
staklega eru það Barnaskólinn
og íþróttamiðstöðin sem hafa
orðið fyrir barðinu á skemmdar-
vörgunum. Rúðumar skipta orðið
tugum og tjónið má mæla í
tugum ef ekki hundruðum
þúsunda króna. Það verður að
bregðast við þessu með einhver-
jum hætti svo þessu linni," sagói
Jóhannes Olafsson scttur yfirlög-
regluþjónn í samtali við
FRÉTTIR.
Nýjung í skcninitanalífi Eyjanna:
Ákveðið hcfur verið að Herjólfur
fari i kvöldsiglingu laugardaginn 3.
júlí n.k. í tilefni af goslokaafmælinu.
Áætlað er að farið verði frá Bása-
skersbryggju á milli 7 til 8 um
kvöldið. Um borö verður boðið upp á
siglingu með skipinu út á hafió bláa
og verður framreiddur sérstakur
Frainhaldsskólinn í Vcstmannacyjum:
Endurbótum á
núverandi húsnæði á
að ljúka fyrir haustið
-gert er ráð fyrir að bjóða
verknámsálfuna út í haust.
Næstu daga verður boðin út
lagning á nýju hitakerfi í Fram-
haldsskólann og endurbætur á
neðstu hæð skólahússins. Á
þessum framkvæmdum að Ijúka
áður en skólastarf hefst í haust. Þá
er gert ráð fyrir að í haust verði
boðin út nýja verknámsálfan og er
gert ráð fyrir að hún verði steypt
upp næsta sumar.
Olafur Hreinn Sigurjónsson, skóla-
meistari, segir að ekki veiti af að fara
byrja á því sem gera á í sumar. „Það
er ekkert farið að gera ennþá, en
tíminn líður og helst vildi ég hafa hita
á þegar skólinn byrjar í haust. En
vonandi gengur verkið rösklega
þannig að breytingum á neðstu
hæðinni og lagningu á nýju hitakerfi
ljúki áður en skólinn byrjar í haust,“
sagði Olafur.
Ekki liggur fyrir hvenær verk-
námsálman verður tekin í notkun en
hún verur boðin út í haust. „Hún
veróur steypt upp næsta sumar og
kannski verður hægt að taka véla-
salinn í notkun haustið 1994, en hvort
það tekst verður samt að koma í ljós,“
sagði Olafur að lokum.
kvöldverður með tilheyrandi veigum.
Um borð verður hljómsveit og veróur
slegið upp dansleik að kvöldverði
loknum. Aætlað er að Ijúka herleg-
heitunum milli klukkan 1- og 2 um
nóttina.
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri, segir að um miðja næstu viku
verði farið að selja miða í siglinguna
og er miðafjöldi takmarkaður. „Af
hálfu útgerðar Herjólfs er þetta gert
til reynslu og ef vél tekst til er hug-
myndin sú að oftar verði efnt til slíkra
ferða,“ sagði Magnús.
*
Oskar ljósmyndari:
Myndirnar voru komnar
þegar greinin birtist
Ijós-
myndari, var langt frá því að vera
ánægður með skrif, Guðmundar
Tómassonar í síðustu viku. Segir
hann að þar hafi verið vegið að
atvinnuhciðri sínum og sér finnist
miður að hafa ekki fengið að bera
hönd fyrir höfuð sér.
Óskar segir það rétt vera að
vegna bilunar hjá sér hafi orðið
seinkun á því að hann afgreiddi
myndimar og við því hefði hann
ekkert getað gert. „Guðmundur
kom til mín á föstudaginn 4. júní og
þá sagði ég honum að ég færi til
Reykjavíkur á mánudaginn í síðustu
viku og kæmi til baka meó mynd-
imar á miðvikudaginn. Það stóðst
og vom þær því tilbúnar til af-
hendingar þegar greinin kom í
blaðinu," sagði Óskar.
Það er rétt hjá Óskari, að hann er
borinn mjög alvarlegum ásökunum
í greininni og verður Guðmundur að
standa fyrir máli sínu sjálfur. A
FRÉTTUM er sú regla höfð í heiðri
að birta aðsendar greinar, svo
framarlega sem þær birtast undir
nafni. Þaó verður þó að viðurkenn-
ast, vegna umræddrar greinar, að
skilyrðislaust hefði blaðið átt aó
hafa samband við Óskar og bera
efni hennar undir hann. Þá hefói
komið í Ijós að birting hennar var
óþörf. Það fórst því miður fyrir og
er Óskar beðinn velvirðingar á því.
O.G.
NÝTT BÍLAUMBOÐ
Hafnareyri hf. tók við umboði fyrir Toyota bifreiðar fyrir
skömmu. Leifur Leifsson og Jóna Björgvinsdóttir keyptu fyrsta
bílinn og fengu blóm við það tækifæri frá Sigþóru Björgvinsdóttur og
Kristbjörgu Grcttisdóttur, eigendum Hafnareyrar.