Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Side 13
Miðvikudagur 16. júní 1993 13 marstúl Vestmamraeyja 199Í Aldís Gunnarsdóttir: Áð taka örlögunum eins og þau koma fyrir Anna Hulda Ingadóttir: Klára stúdentinn og fer í lögguskólann Sumarstúlku- keppni FRÉTTA og HÖFÐANS 1993 Að þessu sinni kynnum við tvær stúlkur, Aldísi Gunnars- dóttur og Önnu Huldu Inga- dóttur sem taka þátt í keppn- inni, Sumarstúlka Vestmanna- eyja 1993. Asdís Sveinbjömsdóttir, snyrtifræðingur, sá um að snyrta stelpumar og notaði hún til þess SOTHYS snyrtivörur. ÍMYND sá um hárgreiðsluna og þær eru klæddar fötum frá tískuvöm- versluninni KÓSÝ. Keppnin fer fram á Höfðanum laugardaginn 26. júní og mun hljómsveitin Pelican leika fyrir dansi. Steinn Armann og Davíð Þór, Radíus tvíeykið, verða kynnar á keppniskvöldinu. Nafn: Aldís Gunnarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 29. maí 1977 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Menntun/starf: Var að klára 10. bekk og er að vinna í Isfélaginu. Hjúskaparstaða: Er á föstu með Daða Pálssyni. Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í þessari keppni: Selma spurði mig og eftir að vinir mínir höfðu ýtt vel á eftir mér þá ákvað ég að slá til. Hefðirðu tekið þátt í keppninni ef að þið hefðuð þurft að koma fram í sundbolum: NEIIIIIII. Hvaða eiginleika þarf maðurinn þinn að bera: Hann þarf að vera góður, skemmtilegur og það má alveg fylgja með ágætis útlit. Hver er tilgangur lífsins: Eg held að það sé að taka örlögunum eins og þau koma fyrir. Hverja þykir þér vænst um: Bræður mína tvo, foreldra, vini og kærastann. Hverjar eru framtíðaráætlanir þínar: Eg ætla að klára stúdentinn, annað er ekki ákveðið. Hvað er fegurð: Það er svo víðtækt orð, en ég myndi segja að það væru allir góðu eiginleikamir sem mann- eskjan hefur að bera. Nafn: Anna Hulda Ingadóttir. Fæðingardagur og ár: 1. október 1976. Fæðingarstaður: Reykjavík. Menntun/starf: Eg er búin með tvær annir á Félagsfræðibraut í FíV og er að vinna sem þjónn á Café Maria. Hjúskaparstaða: Eg er í föstu sam- bandi með Davíð Þór Hallgrímssyni. Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í þessari kcppni: Mig vantaði til- breytingu og einnig er gaman að gera eitthvað alveg nýtt og spennandi. Hefðirðu tekið þátt í keppninni ef að þið hefðuð þurft að koma fram í sundbolum: Þá hefði ég hugleitt það og ef ég hefði sagt já þá hefði ég viljað hafa mikinn fyrirvara þar á. Hvaða eiginleika þarf maðurinn þinn að bera: Hann þarf að vera skemmtilegur, svolítið sætur og umfram allt að vera góður við mig. Hver er tilgangur lífsins: Að vera hress. Hverja þykir þér vænst um: Familien, vini og kærastann. Hverjar eru framtíðaráætlanir þínar: Ætli ég klári ekki stúdentinn og fari síðan í lögregluskólann. Hvað er fegurð: Það eru góðir innri og ýtri eiginleikar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.