Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Síða 8
Mcistaramót Golfklíibbs Vestmannacyja:
Þorsteinn og Jakóbína sigruðu með glæsibrag
Jakóbína var öruggur sigurvcgari í meistaraflokki kvenna.
iMrstcinn Hallgrímsson stóð svo
sannarlcga undir væntingum á
Mcistaramóti Golfklúhbsins scm
stóð frá miðvikudcgi til laugardags
í síðustu viku. Var hann 17
höggum á undan næstu mönnum í
meistaraflokki og Jakóbína Guð-
laugsdóttir var öruggur
Bogart gallafatnaður
Á Þ J ÓÐHÁTÍ ÐINNI
Gallabuxur,
(11o^ 1nið.°^ Htir
Barnagallabuxur ■
útvíðar kr. 3.400,- ■
Ókeypis bolir
fylgja öllum
Bogart
gallafatnaði
VERSLUNIN
Miðbær
iMIÐSTRÆTI ■ *
Fríða Dóra, Asta og Sigrún, þreyttar en ánægðar að loknu mótinu.
sigurvcgari í meistaraflokki
kvcnna. 11. flokki karla vann Haf-
liði Ingason, í 2. flokki, Birkir I.
Guðmundsson og í 3. Gylfi Harðar-
son. I 1. flokki kvcnna varð Fríða
Dóra Jóhannsdóttir öruggur sigur-
vegar og hafði 8 högg á næsta
mann.
Veðrið hafði sín áhrif á árangur á
mótinu. Fyrsta daginn var mjög gott
veður en á fimmtudag og föstudag
blés hann hraustlega á austan og hafði
það sín áhrif á spilamennskuna en á
laugardaginn voru aðstæður eins og
best verður á kosið, léttur andvari og
bjart. Veðrið lék Þorstein grátt en
fyrsta og síðasta daginn lék hann eins
og engill. Fór hann 18 holumar á 69
höggum báða dagana sem er höggi
undir pari vallarins.sem er 70. Annan
daginn fór Þorsteinn á 78 höggum en
vegna veðurs var erfiðleikamat vall-
arins 73 og þriðja daginn 74 en þá
þurfti hann 75 högg til að komast
hringinn, en samanlagður höggafjöldi
hjá honum var 291 högg.
Keppmn um 2. sætið var æsi-
spennandi. Síðasta daginn hafði
Júlíus Hallgrímsson eitt högg á Sig-
þór Oskarsson en Sigþóri tókst að
vinna það upp og vom þeir jafnir á
308 höggum. í bráðabana hafði Sig-
þór betur og hafnaði í öðm sæti en
Júlíus varð að sætta sig við þriðja
sætið.
Jakóbína náði að tryggja sér sigur t
meistaraflokki kvenna með góðum
endaspretti. Sanitals sló hún 348
högg en Sjöfn Guðjónsdóttir varð
önnur á 352 höggum og Sigurbjörg
Guðnadóttir þriðja á 374 höggum.
í 1. flokki karla komu Sigurjón
Adolfsson og Hafliði Ingason inn á
jafnmörgum höggum, 316 og hafði
Sigurjón betur í bráóabana. Sævar
Guðjónsson varð 3. á 325 höggum.
I 1. flokki kvenna var Fríða Dóra
ótvíræðursigurvegari. Lék hún á 416
höggum, Sigrún Oskarsdóttir varð
önnur á 424 höggum og Asta
Finnbogadóttir þriðja á 439 höggum.
í 2. flokki vakti athygli árangur
Birkis Guðmundssonar sem er aðeins
17 ára. Hann sigraði örugglcga á 333
höggum, Jóhann Pétursson var annar
á 337 höggum og Haraldur Oskars-
son þriðji á 340.
Gylfi Harðarson sigraði í 3. flokki
á 363 höggum, Andrés Sigmundsson
annar á 370 höggum og Guðjón
Agúst Gústafsson þriðji á 372
höggum.
Ef miðað er við meistaramótið í
fyrra er skorið núna lélegt og á veðrið
sinn þátt í því. I fyrra vannst
mcistaraflokkur karla á 293 högg og
þurfti bráðabana til að skera úr um I.
sætið og sá sem var í 3. sæti fór á 294
höggum.
I’orstcinn Hallgrímsson Vcstmannacyjamcistari í golfi:
/
Stefni á Islandsmeistaratitilinn
„I>að sem cinkcnndi Vestmanna-
cyjamcistarmótið að þcssu sinni
var óvenju lélegt skor, enda var
veður slæmt á 2. og 3. degi en ég get
ckki verið annað en ánægður með
minn árangur og það er gaman að
ná því að verða Vestmannaeyja-
meistari,“ sagði Þorsteinn Hall-
grímsson eftir mótið.
Næsta vcrkefni er landsmótið sem
hefst á þriójudaginn og lýkur á föstu-
daginn og þar á hann góða möguleika
á að komast á verðlaunapall. Hann er
í I. til 2. sæti í stigakeppninni ásamt
Sigurjóni Amarssyni frá Reykjavík
með 233 stig en sá í þriðja sæti er
með 216 stig. Arangur Þorsteins í
stigamótunum er frábær, af fimm
mótum hefur hann unnið tvö, tvisvar
verið í þriója sæti og einu sinni í 4.
„Ég á góóa möguleika á að verða
stigameistari en ég stefni á Islands-
meistaratitilinn. Landsmótið klárast á
föstudaginn og vonast ég til að
komast heim um kvöldið og ná brenn
unni á Þjóðhátíðinni. En ég er á-
kveðinn í að láta þjóhátíðina ekki
trufla mig eins og stundum áður, ein-
beita mér að því að spila og ná sem
bestum árangri. Næsta verkefni þar á
eftir er Norðurlandameistaramótið í
Finnlandi, 14. og 15. ágúy og þar
höfum við titil að verja,“ sagði Þor-
steinn Hallgrímsson sem er að leika
sitt langbesta timabil til þessa. Hann
er orðinn fastamaður í landsliðinu og
er með 0 í forgjöf sem er langbesti
árangur sem Eyjamaður hefur náð í
golfíþróttinni til þessa.
Þorsteinn Hallgrímsson lék á
einum undir pari vallarins, tvo
daga í Vestmannaeyjameistara-
mótinu. Hér horfir hann á eftir
boltanum á 7. braut síðasta keppn-
isdaginn. -
/