Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Blaðsíða 14
 Misskilningur leiöréttur vegna ferðar Páls og Sigtryggs til Hawaii: Tilgangurinn var að halda tvisvar upp á sextugsafmælið En ekki að lengja 59. aldursárið um 10 klukkutíma eins og margir hafa haldið fram. suðranum drykkjum á Hawaii. ’áll Helgason skálar tvöfa! ’áll og Sigtryggur undir suðrænni sól og mcð biómakransa um hálsinn ræOurnir, l’all og Sigtryggur i góðum lelagsskap. Þeir voru brúnir og sællegir, Helga Ben-bræður, Páll og Sigtryggur, þegar þeir litu við á rit- stjórninni fyrir skömmu enda nýkomnir frá Hawaii. Draumaferð sem þeir fóru í til að halda upp á sextugsafmæli Páls sem var 14. júni sl. Það sem þeim lá helst á hjarta var sá hróplegi misskilningur sem komió hefur fram í fjölmiðlum að tilgangur ferðarinnar hafi verið að lengja í 59. árinu hjá Páli um tíu klukkutíma. En klukkan á Hawaii er tíu klukkutímum á eftir íslenska tíma og það er ástæðan fyrir þessum mis- skilningnum. Er hann þó í sjálfum sér mjög skiljanlegur því Páll Helgason er nýtinn í góðu meðallagi. Fannst mönnum því eðlilegt að hann reyndi að halda í 59. árið eins lengi og stætt var. Sigtryggur hafði orð fyrir þeim bræðrum og sagói ástæðuna fyrir Hawaii-ferðinni allt aðra en hún ber þó keim af nýtni Páls á öllum hlutum. „Auðvitað vildum við halda upp á af- mæli Páls með þeim hætti sem honum hæfir. Þegar eins stórbrotinn maður og Páll á sextugsafmæli duga ekki minnaen tvær afmælisveislurog það var einmitt tilgangurinn með ferðinni. Fyrri veislan hófst klukkan 14:00þann I3.júníen þá varklukkan 12 á miðnætti 14. júní á íslandi. Það var íslenski hluti afmælisins," sagði Sigtryggur. Fór veislan fram á Sheratonhótelinu í Honúlúlú. “Svoþann 14. júní, aðhawaiískum tíma var seinni veislan og fór hún fram á tveimur hótelum, Hilton- og Sheratonhótelunum með tilheyrandi söng og húladansi. Að henni lokinni fannst okkur að búió væri halda upp á afmæli Páls,“ sagði Sigtryggur og báðir voru þeir ánægðir með ferðina. „Vió höfum báðir þvælst um allan heim en þetta er besta ferð sem ég hef farið hingaó til og erum við alsælir," sagði afmælisbamið að endingu. Okkur hefur verið bent á á atriði sem snýr að einkum að ferða- mönnum, er vegaleysið aó Kaplagjótu. Vegurinn sem lá um Torfmýrina heyrir sögunni til og ekki er enn búió að leggja veginn úr Dalnum þannig að einn fallegasti staðurinn á Eyjunni er vegasamband- slaus. Er það miður ekki skuli verða greiðfærara að þessari náttúmperlu sem Kaplagjóta er. Konan sem bcnti okkur á að þetta segist hafa ætlaó meó vinkonu sinni, sem hér var í heimsókn, að Kaplagjótu cinn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. Þær komust þó ekki langt því á göngu sinni yfir golfvöllinn urðu þær að hörfa undan golkúlum sem flugu allt í kring. Varð því ekkert úr að Kaplagjóta yrði skoðuð í þaó sinnið. SMA- augiýsingar Fyrir Þjóðhátíðina Til sölu er Þjóðhátíðarbekkur og borð, úr tré. Verð kr. 10.000,- Upplýsingar í síma 11440. Þjóðhátíðartjald óskast Þjóðhátíðartjald óskast til leigu. Á sama stað er til sölu baðborð, ungbarnastóll og hókus pókus stóll. Upplýsingar í sima 12205. Bíll til sölu Saab 99 GTI árgerð 1982 til sölu. Ekinn 122 þúsund kíló- metra. 4 vetrardekk fylgja. Bíll I ágætis standi. Upplýsingar í síma 11856 eftir klukkan 17:30. Tapað fundið Tapast hefur svartur Zippo kveikjari, merktur „Árni’1. Finnandi vinsamlega hringi í síma 11440. Hljómborð Til sölu sem nýtt hljómborð (skemmtari) casiotone ct-660, með 465 tone baka, 10 midi sound effektum, hægt að tengja við magnara og hátalara ásamt fleiri möguleikum. Upplýsingar I síma 12519. Barnapössun 14 ára stúlka óskar eftir að passa barn allan daginn. Hefur farið á barnfóstrunámskeið Rauða krossins. Upplýsingar í síma 12317, Aldís H. Egilsdóttir. íbúð til leigu í Reykjavík Til leigu er 4ra herbergja 100 fer- metra íbúð á jarðhæð í nýju húsi í nágrenni við Háskólann. Leigu- tími er frá 1. ágúst n.k. í eitt ár eða skemur. Leiga er kr. 45.000,- pr. mánuð. Upplýsingar gefur Guðrún Hrund í síma 98-11067. íbúð óskast íbúð óskast á leigu í september og október n.k. Þarf helst að vera búin húsgögnum. Upplýsingar í síma 12919. (búð til sölu Tii sölu neðri hæð að Fjólugötu 8. Skipti á minna koma til greina. Upplýsingar í síma 92-15915. Til sölu eða leigu Til sölu eða leigu er 3ja her- bergja íbúð. Er laus fljótlega. Upplýsingar í síma 12702. Hvolpar Tvo hvolpa vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 12224. Bíll til sölu Til sölu er Toyota Tercel árgerð 1984. Ekinn 110 þúsund km. Litur: Grár. Fjórhjóladrifinn. Verðhugmynd kr. 300 þúsund. Upplýsingar í síma 12047 og 12675, Eiríkur. Askriftasími FRETTAS13310

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.