Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Qupperneq 18
Fimmtudagurinn 15. jöií 1993 Tregur afli á Bryggjumóti Sjóve - en það er bara svona, stundum veiðist og stundum ekki Ljósm. Guðfínna Sveinsdóttir Það var veiðiglampi í augum þeirra 26 krakka sem tóku þátt í bryggjumóti Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja fyrir nokkru. Veiði var ekki mikil, en sumir voru spek- ingslegri en aðrir og sögðu að dýpkunarpramminn sem væri að dýpka í innsiglingunni truflaði fisk- inn þannig að hann gæfi sig ekki til. Aðrir vildu meina að það væri of mikil sól, „hann pabbi segir að það sé best veiðin á nóttunni þegar dimmt er“. En Elínborg Bernódus- dóttir, formaður Sjóve sagði að svona væri þetta bara. Stundum veiddist vel og stundum ekki. Aðal- atriðið væri að hafa gaman að þessu. ' En um tilganginn með þessu móti sagði hún að Sjóve eins og önnur félög þyrftu endurnýjunar við, og þau væri því að skóla til verðandi veiðimenn. „Hvað ungur nemur, gamall temur". Bryggumótið fór fram á Naust- hamarsbryggju og var nú haldið í annað sinn. Félagar úr Björgunar- félagi Vestmannaeyja sáu að gæslu meðan á mótinu stóð, en það tók um 2 klukkutíma. Að því loknu var haldið út á Skans og slegin upp grill- veisla með tilheyrandi. Sigurvegari í drengjaflokki varð Garðar Heiðar Eyjólfsson og í stelpnaflokki Sigur- rós Steingrímsdóttir. • Það er um að gera að vera iðinn við kolann. Sitja við og pilka. En grafan í hafnarmynninu var sennilega sá sökudólgur sem olli litlum afla. # Frá grillveislunni á Skansinum. • Sigurvegari í strákaflokki, Garðar Heiðar Eyjólfsson. # Sigurvegari í stelpnaflokki, Sig- urrós Steingrímsdóttir # Dornier vélin á Gjögurflugvelli. íslandsflug komið með tvær Dornier vélar í innanlandsflugið Sveinn Valgeirsson: Lækkun aflagjalds og vörugjalda Á síðasta fundi hafnarstjómar, þ. 5.7. s.l., var samþykkt að lækka afla- gjald og vörugjöld um 10%. Engum dylst sú erfiða staða sem íslenskur sjávarútvegur á í um þessar mundir, minnkandi atlaheimildir í þorski og lækkandi aluröaverð á okkar helstu mörkuðum eru stað- reyndir, sem ekki verður litiö framhjá. Þó að staðan sé allt annað en björt er ástæðulaust annað en að álíta að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og bregðast við vandanum mcð jákvæóu hugarlari og full viss um að seinna komi betri tíó. Vestmannaeyjabær hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera laus viö bæjarábyrgðir á atvinnurckstri. Það er skoðun bæjarfulltrúa Sjálf- stæðis-flokksins, að þeirri stefnu beri að halda að veita ekki bæjarábyrgðir heldur að koma til móts við atvinnu- rekstur með því aö skapa sem bestan grundvöll fyrir starfsemina, t.d. með góðri aðstöðu og lágum gjöldum. Vestmannaeyjahöfn hefur staðið í miklum framkvæmdum samfara endurskipulagningu í rekstri, sem hafa haft það að markmiði að skapa bestu aðkomu í og við höfnina og eru miklar framkvæmdir framundan sem hafa sama markmið og jafnframt að bjóða góða þjónustu. Þrátt fyrir þetta er staða Vest- mannaeyjahafnar slík vegna mikilla umsvifa, að við teljum okkur fært að # Sveinn Rúnar Valgeirsson koma til móts við þann rekstrarvanda sem sjávarútvegumn á í um þespar mundir, þar sem sjávarútvegurinn er stærsti viðskiptaaðili hafnarinnar. I bráðabirgðalögum frá 28.5. s.l. eru ákvæði, þar sem styrkir til nýfram-kvæmda á vegum hafna veróa ekki skertir þó að þær lækki gjaldskrá sína. I framhaldi af þessu ákvað hafnar- stjóm að lækka aflagjald og vörugjöld um 10%, sem okkur fi'nnst betri leið heldur en að lækka gjalds- krána vegna þess að þetta cr hvetjandi fyrir útgerðir að landa sem mest í Vestmannaeyjum og vinna sem mest af fiski þar. Þó svo að fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn hafi setið hjá við þessa tillögu okkar Sjálfstæðismanna, þá vona ég að það náist full samstaða í bæjarstjóm um þetta góóa og hvet- jandi mál til áframhaldandi atvinnu-uppbyggingar í Vestmanna- eyjum. Vestm.eyjum, 14.07.1993. Sveinn R., formaður hafnarstjórnar. íslandsflug tók nýlega í notkun aðra Dornier vél. Vél þessi er leigð frá Noregi fram á haust. Eftir það verður tekin ákvörðun um hvort hún verður keypt. Fyrir er félagið með nýlega Dornier vél sem það keypti frá Tyrklandi fyrir rúmu ári og reynst hefur frábærlega vel, að sögn Gunnars Þorvaldssonar, forstjóra. Fréttasnáp af Fréttum var fyrir nokkru boðið í flug með annarri Dornier vélinni til Gjögurs á Ströndum, þar sem honum ásamt fréttafólki af Reykavíkur-fjölmiðl- unum, voru kynntir helstu eiginleik- ar vélarinnar jafnframt sem til- gangurinn var að kynna einn af áfangastöðum Islandsflugs og hvílík nauðsyn það sé fólki eins og á Ströndum að haldið sé uppi flugsam- göngum þangað. I viðtölum við heimamenn kom það t.d. fram að á veturna sé flug íslandsflugs einu samgöngurnar til þeirra. Það skýtur því nokkuð skökku við, sagði Gunn- ar Þorvaldsson, að nú er verið að auka skattlagningu á innanlands- flugið, á grein sem rekin er með tapi. „Dreifbýlisfólk notfærir sér aðallega innanlandsflugið og má líta svo á að með þessari skattlagningu sé verið að refsa fólki fyrir það að búa út á landi“. I FRETT m Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamaður: Þórhallur Einisson. Ábyrgðarmenn: Omar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur rit- stjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98-11293. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Eyjakaup, Búrinu, Flugstöðinni, Herjólfi, Eyjakjör, Betri Bónus, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni og Söluskálanum. FRÉTTIR eru prentaðar í 1500 ein- tökum. FRETTIR em aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Landakirkja Sunnudagur 25. júll Kl. 11:00 Almenn guðsþjónusta. Sr. Bolli Gústafsson vígslubiskup í Hólastifti og sr. Jóna Hrönn Boll- adóttir þjóna fyrir altari. - Birkir Matthíasson leikur á trompet. Altarisganga. - Boðið verður uppá akstur frá Hraunbúðum. Kl. 20:30 KFUM & K - unglinga- fundur. Mánudagur 26. júlí Kl. 17:00 T.T.T. leikjadagur. Leikir og létt gaman fyrir tíu til tólf ára börn. Þriðjudagur 27. júlí Kl. 20:00 Opið hús fyrir unglinga í safnaðarheimilinu. m| MMf | __ ÍW,- , ‘ Slr-Xi íl ” ^ : uuc 1 Fimmtudag kl. 20:30 Biblíulestur, „Á hverju ber ég ábyrgð“? Föstudag kl. 20:30 Unglingasamkoma! Laugardag kl. 20:30 Bænasamkoma Sunnudagur kl. 16:30 Vakningarsamkoma - fjölbreyttur söngur og enn verður predikað, auð- vitað. Ræðumaður: Snorri Óskars- son. Guðs orð varir að eilífu. Allir hjartanlega velkomnir í Betel. Aðventkirkjan Laugardagur: Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir vclkomnir. Biblían talar S: 11585 Bahá'í sam- félagið Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 20:30. Almennt umræðuefni. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Minningarkort: Eftirtaldar sjá um sölu á minn- ingarkortum Krabbavarnar: Kristín s: 11872, Hólmfríður s: 11647, Guðný sími 13084 og Anna s: 11678.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.