Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.09.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER Unnið við lagfæringu á gangstéttum við Kjartansgötu í Borgarnesi. Allar veiturnar, þ.e. Síminn, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur voru að vinna á sama tíma við sama skurðinn sem íbúa í Borgarnesi þótti fréttnæmt. Íbúar við Skúlagötu í Borgarnesi eru ekki hressir með umferðarhraðann í götunni þeirra. Segja þeir að yngri börn sem reyni að fara yfir götuna geti einfaldlega verið í stórhættu, sérstaklega á morgnana þegar umferð um götuna er mest og hröðust. Þeir myndu vilja fá þær hraðahindranir sem stolið var af Skallagrímsgötu í vikunni og sagt er fá annarsstaðar í blaðinu. Ástæðan fyrir þessari miklu umferð um Skúlagötuna á morgnana er einkum sú að fólk ekur börnum sínum í skólann. Þá er farið upp Bröttugötu, viðkomandi nemanda hleypt út við skólann og síðan brunað af stað aftur og niður Skúlagötu, á töluverðum hraða, eftir því sem íbúarnir segja. Þeir skora á sveitarstjórn að koma upp hraðahindrunum í götunni og foreldra að hleypa börnunum sínum úr bílunum við tónlistarskólann eða sundlaugina þar sem stigar eru upp að skólahúsnæðinu, í stað þess að keyra þau alla leið upp í skóla. Þá myndi umferð snarlega minnka í götunni. bgk Í síðustu viku hófst vegagerð við Varmaland í Borgarfirði. Um er að ræða gerð neðri götunnar af tveimur sem á að leggja á staðnum, en ekki er búið að setja efri götuna í útboð. Gatan sem byrjað er á mun hýsa par­ og raðhús en í efri götunni er fyrirhugað að komi einbýlishúsabyggð. Að sögn Páls S. Brynjarssonar, sveitarstjóra hefur verið töluverð eftirspurn eftir einbýlishúsum á þessu svæði þannig að í skoðun er hjá sveitarfélaginu hvort einnig verði farið af stað með framkvæmdir við einbýlishúsagötuna. Um það hefur þó engin ákvörðun verið tekin. Það er Borgarverk sem bauð lægst í gerð neðri götunnar. bgk Tilgangur Evrópska menningar­ minjadagsins er að vekja athygli alls almennings á gildi menningararfsins og að skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagurinn hér á landi verður haldinn föstudaginn 7. september. Í ár er menningarminjadagurinn haldinn í samvinnu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins. Efni ársins hér á landi er Gömul híbýli og íbúar þeirra. Á Vesturlandi hefur Bólstaður við Álftafjörð í Helgafellssveit, orðið fyrir valinu. Hist verður við brúnna yfir Úlfarsfellsá í Álftafirði klukkan 18.00, föstudaginn 7. september næstkomandi, þar sem Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, mun kynna minjarnar um Bólstað og fyrrum ábúenda hans, Arnkel góða. Allir eru velkomnir. (fréttatilkynning) Sparisjóður Mýrasýslu hefur birt niðurstöðu samstæðureiknings fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Þar kemur fram að sjóðurinn skilaði 2.899,7 milljóna kr. hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins miðað við 1.099,7 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta er hagnaður samstæðunnar 2.409,8 millj. kr. samanborið við 921,0 millj. kr. fyrri hluta ársins 2006. Aukning á hagnaði milli tímabila er því 161,6%. Vart þarf að taka fram að sjóðurinn hefur aldrei hagnast svo mikið áður. Eigið fé SPM var 7.787,1 millj. kr. 30. júní 2007 en var 5.380,5 millj. kr. í árslok 2006, þar af er hlutdeild minnihluta 54,0. Aukningin er 44,7%. Arðsemi eiginfjár er 89,5% á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD­reglum er 11,1% þann 30. júní 2007. Heildareignir samstæðunnar eru 42,6 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn miðað við 36,4 milljarða í lok árs 2006. Hafa þær því vaxið um 17,0% fyrstu sex mánuði ársins. Útlán samstæðunnar hafa aukist um 12,9% á árinu og innlán um 10,4% fyrstu sex mánuði ársins. Vaxtatekjur námu 1.941,0 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins en það er 17,4% hækkun frá sama tímabili ársins 2006. Þá hækkuð vaxtagjöld um 17,0% miðað við fyrri hluta ársins í fyrra og námu nú 1.552,6 millj. kr. Hreinar vaxtatekjur námu 388,4 millj. kr. sem er 18,8% hækkun. Hreinar rekstrartekjur voru 3.042,4 millj. kr. á móti 1.196,0 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 154,4% frá fyrri hluta ársins 2006. Framlag í afskriftarreikning útlána nam 142,7 millj. kr. Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 564,5 millj. kr. á fyrri hluta ársins en voru 395,6 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2006. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 15,7% miðað við 24,9% fyrir fyrri hluta ársins 2006. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 1,3% en var 1,1% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006. mm Ríkiskaup hefur auglýst ríflega 18 hektara lands til sölu í Hvalfirði. Um er að ræða eignir innan girðingar, svo sem olíutanka, uppskipunarbryggju fyrir olíu, svefnskála og ýmsar aðrar byggingar tengdar fyrrum rekstri Olíustöðvarinnar auk búnaðar sem er í stöðinni og tilheyrði rekstri hennar. Tilboðum skal skila fyrir 10. október næstkomandi. Í samtali við sveitarstjóra kom fram að Hvalfjarðarsveit hyggst ekki falast eftir eignunum. Það er fjármálaráðuneytið sem hefur umsjón með eignunum en utanríkisráðuneytið tók við þeim þegar varnarliðið hvarf af landinu í haust. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við Skessuhorn að sveitarstjórn hefði átt fund með ráðuneytismönnum í síðustu viku. „Við vorum einungis að ræða við þá um hvaða áform væru í gangi um þessar eignir. Okkur er auðvitað ekki alveg sama um hvaða starfsemi verður innan okkar sveitar.“ Aðspurður svaraði Einar að Hvalfjarðarsveit hefði ekki í hyggju að kaupa eignirnar, enda væru þær líklega ekki falar fyrir neina smáaura. „Það var búið að eyða miklum fjármunum í að endurbæta olíutankana en síðan hefur ekki komið í þá dropi af olíu. Svo skilst okkur að bryggjan sé í góðu ásigkomulagi og yfirleitt þær eignir sem varnarliðið var með. Þarna er aðdjúpt svo svæðið er tilvalið til geymslu á eldsneyti hvað þetta varðar. Einhverjir hafa þegar sýnt svæðinu áhuga en hver hreppir hnossið kemur ekki í ljós fyrr en í október,“ sagði Einar Örn. bgk Vegagerð við par- og raðhúsagötu í Varmalandi í Borgarfirði. Vegagerð hafin í Varmalandi Íbúar við Skúlagötu óhressir með hraðakstur Skúlagata í Borgarnesi þar sem umferðin er mikil og hröð að mati íbúanna. Unnið við gangstéttalagfæringar Í Borgarnesi er verið að vinna að lagfæringu gangstétta um þessar mundir. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar að auka fjármagn til lagfæringa á gangstéttum í bænum, enda fannst mörgum íbúum ekki vanþörf á. Í rigningunni undanfarna daga hafa menn frá veitufyrirtækjum verið að vinna við lagnavinnu, jafnhliða gangstéttaviðgerðum. Íbúi í Borgarnesi vakti athygli blaðamanns á því að í þetta sinn væru allar veiturnar að vinna í sama skurðinum í einu, ekki eins og stundum hefði tíðkast, að hver veita græfi sinn skurð og lokaði aftur. Síðan kæmu starfsmenn næstu veitu og skemmdu jafnvel eitthvað af því sem hinir voru nýlega búnir að gera. Ef þetta er rétt er batnandi mönnum sannarlega best að lifa. bgk Eignir í Hvalfirði til sölu Hagnaður SPM var 2,4 milljarðar fyrri hluta ársins Gengið um Bólstað á menningarminjadeginum á föstudaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.