Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2008, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.12.2008, Blaðsíða 17
17 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER Árlegur jólamarkaður verður haldinn í Álfhól á Bjarteyjarsandi fyrstu tvær aðventuhelgarnar. Opið laugardaginn 29. nóv. og sunnudaginn 30. nóv. milli kl. 13 og 18. og laugardaginn 6. des. og sunnudaginn 7. des. milli kl. 13 og 18 Fjölbreyttir munir til sýnis og sölu, veitingar, tónlist, upplestur, rúnalestur og fleira. Allir hjartanlega velkomnir. Gallerí Álfhóll í samstarfi við Menningarráð Vesturlands www.bjarteyjarsandur.is www.menningarviti.is Jólaúthlutun á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins fer fram á Vesturgötu 119, mánudaginn 15. desember kl. 13.00 - 19.00. Skráning í síma 696 7427 (Shyamali), 868 3547 (Aníta) eða á shyamali@redcross.is til og með 8. desember. Með innilegum óskum um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. „Það var eig in legt hálf gert klúð­ ur hvern ig það kom til að ég byrj­ aði í þessu,“ seg ir Jó hann Pálma son fyrr ver andi bóndi í Hlíð í Döl um í gam an söm um tón um það hvern ig hann byrj aði að stúss ast í kring um glímu, en síð ustu 10 ár hef ur hann ver ið að aldrif fjöðr in í glímu í þrótt­ inni í Döl un um. Jó hann beitti sér fyr ir stofn un Glímu fé lags Dala­ manna og hef ur ver ið for mað ur þess frá upp hafi. Það hef ur vænt­ an lega ekki ver ið til að minnka á hug ann að báð ar dæt ur Jó hanns hafa ver ið glímu drottn ing ar. Önn­ ur þeirra, Svana Hrönn, er glímu­ drottn ing Ís lands í dag. „Ég keyrði krakk ana á skóla mót í glímu til Varma hlíð ar í Skaga firði fyr ir rúm um tíu árum. Ég hafði gam an af því að fylgj ast með og sjálf sagt hafa þeir séð það full trú­ ar frá glímu sam band inu sem voru á mót inu. Magn ús Jóns son lét mig ekki í friði þar til hann var bú inn að fá mig til að fara á þjálf ara nám­ skeið sem hald ið var í Grund ar firði. Ég sótti nám skeið ið og síð an hef ur ekki ver ið aft ur snú ið. Fljót lega upp úr þessu var svo á kveð ið að stofna glímu fé lag í Döl un um. Ég vald­ ist þar til for mennsku og hef ekki losn að út úr því síð an.“ Jó hann seg ir að þeg ar hann byrj­ aði með glímu æf ing ar fyr ir tíu árum, hafi þeim ver ið á kaf lega vel tek ið. „Þá var ekk ert að gera fyr ir krakk ana og æf ing arn ar voru gríð­ ar lega vel sótt ar. Á stund un in hef­ ur reynd ar ver ið mis jöfn milli ára, ár gang arn ir mis stór ir og mis jafn­ lega á huga sam ir. Stund um hafa ver ið 20­30 krakk ar á æf ing um, en svo hef ur það far ið nið ur í svona fimm. Seinni árin hef ur ver ið boð­ ið upp á æf ing ar í hand bolta, fót­ bolta og bad mint on. Svo er það líka skáta starf ið. Það eru fáir krakk­ ar hér á svæð inu og þeg ar sam­ keppni er á milli greina verða fáir eft ir. Þess vegna var ég ekki á nægð­ ur með mæt ing una núna í haust og því á kveð ið að bíða með frek ari glímu æf ing ar þar til eft ir ára mót,“ seg ir Jó hann sem er þó bjart sýnn á að Glímu fé lag Dala manna fari með hátt í tutt ugu krakka á skóla mót ið í glímu sem hald ið verð ur á Sel fossi í vor. Út hýst úr sjón varp inu Að spurð ur hvort þjóðar í þrótt in hafi átt und ir högg að sækja á síð­ ustu árum, seg ir Jó hann að það sé greini legt. „Það var mik il upp sveifla í glímunni fyr ir nokkrum árum, en hún virð ist ekki vera til stað ar leng­ ur. Vor ið 2000 var sveitaglíma ung­ linga hald in hér að Laug um í Sæl­ ings dal. Í henni tóku þátt 27 sveit­ ir og fram fóru um 450 glímur. Stór hluti af þessu er að það er mjög erfitt að koma glímunni að hjá fjöl­ miðl um, sem virð ast hafa lít inn á huga á í þrótt inni. Núna er varla hægt að koma inn nokkrum mín­ út um í sjón varp frá stærri keppn­ um sem er mik il breyt ing frá því sem áður var, þeg ar bein ar út send­ ing ar voru frá stærri glímu keppn­ um. Það virð ist ekki hægt að sýna frá glímunni þótt út send ing ar frá fót bolta­ og hand bolta leikj um séu margend ur tekn ar.“ Jó hann seg ir að til að efla á huga þeirra yngri fyr ir glímu í þrótt­ inni hafi ver ið efnt til ferða út fyr ir lands stein ana á glímu mót og skyld­ ar keppn ir. Glímu fólk ið úr Döl un­ um hafi far ið á samt Mý vetn ing um, Reyk vík ing um og fleir um í þrjár ferð ir til Skotlands og Eng lands. All ar þess ar ferð ir hafi heppn­ ast sér stak lega vel, en sú fyrsta var far in 1999 og síð an árin 2003 og 2005. „Það var Hjálm ur heit inn Sig urðs son sem var að al hvata mað­ ur að þess um ferð um sem voru al­ veg frá bær ar. Þetta voru gríð ar lega skemmti leg mót, þar sem boð ið var upp á fjöl breytt ar keppn ir. Svæð in sem far ið var á voru á kaf lega falleg og skemmti leg og ekki síst var þetta skemmti legt fyr ir ung ling ana að ferð ast sam an og njóta sín í heil­ brigð um tóm stund um.“ Feng um ekki tæki færi til í þrótta Spjall ið berst að sér stæð um ferli Jó hanns, en hann var kom inn fast að fimm tugu þeg ar hann út skrif að­ ist sem glímu þjálf ari af nám skeið­ inu í Grund ar firði. Hafði hann eitt­ hvað ver ið í í þrótt um fram að því? „Nei, ég var ekk ert í í þrótt um sjálf ur þeg ar ég var ung ur. Það gafst ekk ert tæki færi til þess í Snóks dal og ná grenni þar sem ég ólst upp. En kannski var þetta í gen un um,“ seg­ ir Jó hann sposk ur og sýn ir blaða­ manni klausu úr bók inni Ís lensk glíma og glímu menn eft ir Kjart an Berg mann Guð jóns son sem út kom fyr ir nokkrum árum. Þar seg ir frá glímu há tíð Dala manna sem hald in var skömmu fyr ir al þing is há tíð ina á Þing völl um 1930. Hverju hér aði í land inu stóð til boða að senda einn glímu mann til móts og sýn ing­ Jó hann Pálma son glímu fröm uð ur í Döl un um: Kannski er glímu á hug inn í gen un um ar á há tíð inni. Á um ræddri glímu­ há tíð Dala manna þótti Pálmi Jón­ as son frá Snóks dal standa fremst­ ur glímu manna úr Döl um og því tilnefnd ur full trúi hér aðs ins á al­ þing is há tíð ina. „Það varð samt ekki úr að pabbi færi á Þing velli, ætli hafi ver ið nokk ur efni til þess,“ seg ir Jó hann og tek ur það fram að þótt hann hafi sjálf ur ekki stund að í þrótt ir á sín­ um yngri árum hafi hann alltaf haft tal verð an á huga og fylgt með sín­ um börn um og krökk un um í sveit­ inni. „Mín ir krakk ar voru á kafi í í þrótt um og ég ók þeim og stund­ um börn um af ná granna bæj um, á tíma bili dag lega á æf ing ar nið ur á Nesodda, þar sem æf ing ar eru að sumr inu og gott í þrótta svæði frá nátt úr unn ar hendi.“ Að spurð ur um dæt ur sín ar glímu­ drottn ing arn ar Svönu Hrönn og Sól veigu Rós, seg ir Jó hann að báð­ ar muni þær halda á fram keppni í vet ur. Sól veig hef ur þó lít inn tíma til að sinna glímu æf ing um þessi miss er in þar sem hún er á fullu í námi við Kenn ara há skól ann og kenn ir að auki með nám inu. Svava Hrönn stund ar æf ing ar með KR­ ing um, en hún er mark aðs stjóri hjá Víf il felli í Reykja vík. þá Frá einni af þrem ur glímu ferð um til Skotlands. Á móti í Grammere: Sól veig Rós Jó hanns dótt ir, Heiðrún Bær ings dótt ir frá Saur stöð um, Svana Hrönn Jó hanns dótt ir og Eva Lind Lýðs dótt ir úr Reykja vík. Það var mik il upp sveifla í glímunni fyr ir nokkrum árum, en hún virð ist ekki vera til stað ar leng ur. Stór hluti af þessu er að það er mjög erfitt að koma glímunni að hjá fjöl miðl um, sem virð ast hafa lít inn á huga á í þrótt inni. Jó hann Pálma son við skáp sem geym ir hluta af verð laun um dætra hans, glímu drottn ing anna úr Döl un um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.