Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2011, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.03.2011, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS Pál fríð ur Sig urð ar dótt ir frá Staf­ holts ey í Borg ar firði hef ur glímt við erf ið veik indi í rúm lega tíu ár. Hjart­ að í henni stækk aði stöðugt og af köst þess minnk uðu. Ekki er vit að með vissu hvað olli þess ari hjarta bil un en lækn ar telja að hún hafi feng ið vír us í hjartað. Pál fríði versn aði ár frá ári og und ir það síð asta var virkni hjart­ ans kom in nið ur í 15% og blóð flæði frá því að eins 10% af því sem eðli­ legt er. Neyð in var orð in al gjör og eina lausn in voru hjarta skipti. Þess má einnig geta að Pál fríð ur er ein­ stæð móð ir en son ur henn ar var að­ eins árs gam all þeg ar hún greind­ ist. Hún hef ur ver ið frá vinnu frá því hún greind ist og fjár hags leg ur róð ur því orð inn ansi þung ur. Í á gúst á síð­ asta ári fór Pál fríð ur til Sví þjóð ar og fékk nýtt hjarta. Nú er hún í stöð ugu eft ir liti og end ur hæf ingu en gaf sér þó tíma og sett ist nið ur með blaða­ manni síð ast lið inn sunnu dag. Átti erfitt með að sinna grunn þörf um „Ég fór fyrst til lækn is í nóv em­ ber árið 2000,“ seg ir Pál fríð ur í byrj­ un spjalls en þá var hún að eins 29 ára göm ul. „Ég hafði ver ið með mikla mæði í nokkurn tíma og var far­ in að fá verki fyr ir hjart að þeg ar ég pant aði mér loks ins tíma. Mér datt aldrei í hug að ég gæti ver ið hjart­ veik. Við tóku alls kon ar rann sókn­ ir en í fyrstu töldu lækn arn ir að um blóð tappa væri að ræða. Þeir fundu þó aldrei á stæðu fyr ir því að hjart­ að í mér tók upp á því að stækka, en telja að ég hafi senni lega feng ið vír us í hjart að. Ég var lengi að við ur kenna fyr ir sjálfri mér að um væri að ræða al var leg veik indi, en sætti mig að lok­ um við að þetta væri eitt hvað sem ég þurfti að ganga í gegn um.“ Eng in lækn ing fannst við veiru sýk­ ing unni sem lækn arn ir töldu Pál fríði hafa og fór heilsu henn ar hrak andi með hverju ár inu sem leið. Mæði, þreyta, þyngsli fyr ir hjarta og mikl ir verk ir ein kenndu líf Pál fríð ar og síð­ asta árið var á stand ið orð ið svo slæmt að hún átti erfitt með að sinna eig­ in grunn þörf um. Hjarta skipti voru eina lausn in. Pál fríð ur beið í þrjá og hálf an mán uð á biðlista, í tvo þeirra í al gjör um for gangi, eft ir nýju hjarta. Léttir inn var því mik ill þeg ar sím tal­ ið kom. „Ég var því líkt feg in þeg ar ég fékk sím tal ið og alls ekk ert stressuð sem er skrít ið eft ir á að hyggja. Til­ hlökk un in yf ir gnæfði kvíð ann. Það var hringt í mig 17. á gúst á síð asta ári og mér var til kynnt að nú væri búið að finna handa mér nýtt hjarta, að­ gerð in var fram kvæmd þann átj ánda og ég var vak in þann 19. á gúst og sagt að að gerð in, sem tók tíu tíma, hafi tekist vel,“ rifj ar Pál fríð ur upp. Að finna nýtt hjarta er alls ekk ert lít­ il ræði. Líf færa gjaf inn þarf að vera í sama blóð flokki og sá sem tek ur við því, hann þarf að vera í sömu hæð og í sama vefja flokki. Að sögn Pál fríð­ ar fékk hún ekk ert að vita um hjart að sem nú slær í brjósti henn ar, slíkt er ekki venj an. „Ég hélt ég myndi hugsa meira um það, þá stað reynd að ein­ hver ann ar not aði þetta hjarta á und­ an mér, en sú er ekki raun in. Ég ein­ beiti mér held ur að þeirri stað reynd að nú líð ur mér mik ið bet ur.“ Lík am inn hafn ar hjart anu Að gerð in sjálf tókst vel en í ljós kom að nýja hjart að lak gíf ur lega. Pál fríð ur þyngd ist um 13 kíló af vökva og þess um erf ið leik um fylgdi gríð ar legt álag á nýru og blóð rás sem Pál fríð ur Sig urð ar dótt ir tal ar um líf ið, veik ind in og nýja hjart að Þakk lát fyr ir að fá ann að tæki færi síð an hafa leitt af sér önn ur og ný vanda mál. Ein um og hálf um mán­ uði eft ir hjarta skipt in gekkst Pál fríð­ ur und ir aðra að gerð þar sem sett ur var stál hring ur utan um aðra hjarta­ lok una til að minnka lek ann sem enn er til stað ar. Dvöl in á Sa hlgrenska sjúkra hús inu í Gauta borg í Sví þjóð var ekki á falla laus og lá Pál fríð ur í þrjár og hálfa viku á gjör gæslu deild. „Ég man í raun inni mjög lít ið eft ir fyrstu tveim ur vik un um eft ir fyrstu að gerð ina, var á mörg um sterk um lyfj um og datt inn og út úr heim in­ um. Þau voru mörg tæk in sem ég var tengd í og þurfti með al ann ars að fara í nýrna vél í viku. Við hald ið, eins og ég kall aði járn staur inn sem ég keyrði um allt, fór með mér all ar leið ir en það geymdi öll þau lyf sem ég varð að vera á. Ég losn aði þó við vél arn ar fljót lega eft ir síð ari að gerð ina.“ Pál­ fríð ur kom heim tveim ur og hálf um mán uði eft ir að gerð ina og við tók stöðugt eft ir lit, inn lagn ir á sjúkra hús og stíf end ur hæf ing. Nýrna vanda­ mál in eru enn til stað ar og tengj ast þau lík lega þeim sterku lyfj um sem hún þarf að vera á. Rétt áður en Pál­ fríð ur kom aft ur til Ís lands fékk hún blóð í lung un sem þurfti að losa og þá fannst vír us við blóðprufu rétt eft­ ir að hún kom heim sem olli því að hún þurfti að leggj ast inn á sjúkra hús í tvær vik ur. Fjór um sinn um hef ur hún feng ið svo kall aða höfn un, sem er al geng fyrsta árið eft ir líf færa gjöf, en lík am inn hef ur til hneig ingu til að hafna nýja hjart anu. Þá þarf Pál fríð­ ur að leggj ast inn á sjúkra hús í þrjá daga í stífa, rót sterka stera með ferð sem tek ur gíf ur lega á lík amann. Hún mun þurfa að vera á höfn un ar lyfj um alla ævi en von ast til að losna við ster­ ana eft ir fyrsta árið. Mamma ég skal gera þetta Pál fríð ur er fædd og upp al in í Staf­ holts ey í Borg ar firði, sveita stelpa í húð og hár. „Þar fór ég á hest bak og í fjós­ ið en við vor um með marg ar skepn­ ur á bæn um þeg ar ég var lít il; kind ur, kýr, hesta og nátt úru lega hund. Síð an flutti ég að heim an og bjó í Borg ar­ nesi þar sem ég vann í kjöt vinnsl unni í nokk ur ár. Síð an vildi ég breyta til og flutti til Reykja vík ur þar sem ég fékk vinnu hjá Goða við sömu iðju.“ Nú býr Pál fríð ur í Grund ar hverf inu á Kjal ar nesi og seg ist líða mjög vel í ró legu og frið sælu um hverfi. Líf Pál fríð ar breytt ist til muna eft­ ir að hún veikt ist, lækn arn ir ráð lögðu henni að hætta sam stund is að vinna og hún hef ur ekki far ið á hest bak í rúm tíu ár, henni til mik ils ama. Sig­ urð ur Aron, son ur Pál fríð ar, var að­ eins árs gam all þeg ar mamma hans veikt ist og þekk ir hann því ekk ert ann að. „Allt þetta ferli hef ur reynst Sigga mjög erfitt og hann hef ur haft mikl ar á hyggj ur af mömmu sinni. Hann hef ur ver ið mjög dug leg ur að hjálpa mér með an ég var lasin og ég hef oft heyrt þessi orð: „ Mamma, ég skal gera þetta,“ þeg ar ég er að erf ið­ ast með poka úr búð inni eða heim il­ is verk in. Það væri frá bært ef ég gæti far ið að vinna aft ur áður en langt um líð ur, kannski bara hálf an dag inn, en það verð ur að koma í ljós með tím an­ um,“ seg ir Pál fríð ur þol in móð. Vin irn ir stóðu fyr ir söfn un Pál fríð ur hef ur feng ið mik inn stuðn ing í gegn um veik ind in, þá sér stak lega frá móð ur sinni og syst­ ur. Einnig finn ur hún mik inn sam­ hug í gegn um Face book síð una sína. Þar seg ir hún frá veik ind um sín um en hún seg ir fjöl marga fylgj ast með henni þar og hvetja sig á fram. „ Siggi býr enn hjá mömmu í Staf holts ey og geng ur í skóla á Klepp járns reykj­ um. Hann kem ur þó hing að til mín um helg ar, en á með an ég er enn inn og út af spít ala og í end ur hæf ingu á Reykja lundi er best að hann klári alla vega skóla ár ið fyr ir vest an. Hanna syst ir kom svo með hann út þeg ar ég fór í að gerð ina en hon um fannst ó trú lega gam an að kíkja til Sví þjóð ar til mömmu sinn ar. Mér fannst al veg hræði lega erfitt að vera svona lengi í burtu frá hon um og var því mjög feg in þeg ar þau gátu kom ið út,“ seg­ ir Pál fríð ur en á stæð an fyr ir því hún gat feng ið ást vini sína, son sinn og syst ur, út til Sví þjóð ar er söfn un sem vin ur henn ar, Guð mund ur Ingi Þor­ valds son, stóð fyr ir í haust. Pál fríð ur vildi jafn framt koma á fram færi þakk­ læti til allra þeirra sem styrktu hana á þess um erf iðu tím um. „Söfn un in gekk mjög vel og það söfn uð ust yfir tvær millj ón ir. Ég náði að grynnka að eins á skuld un um sem hafa safn ast upp með ár un um, það er dýrt að vera ein stæð móð ir án at vinnu á stöð ugu ferða lagi suð ur á spít ala í blóðpruf­ ur og með ferð ir.“ Að spurð seg ir Pál­ fríð ur ganga á gæt lega hjá henni fjár­ hags lega þessa dag ana. Lyf in sem hún er á séu þó mjög dýr, en þau eru að mestu leyti greidd nið ur. „Ís lenski lækn ir inn minn úti, Vil­ borg Sig urð ar dótt ir, fylgdi mér síð­ an heim frá Sví þjóð því hún vildi ekki að ég ferð að ist ein. Vil borg var al veg frá bær og lækn arn ir hafa all ir reynst mér mjög vel. Núna eft ir með ferð­ ina er ég til dæm is í mjög flók inni lyfja með ferð og eru lækn arn ir mín­ ir hérna heima í góðu sam bandi við lækn ana úti varð andi hana.“ Ætl ar upp á Esj una Pál fríð ur seg ir end ur hæf ing una ganga vel en hún fari þó ró lega af stað því enn vanti mik ið upp á þrek­ ið. „Ég má ekki fara eins hratt af stað og ég vil. Ef ég reyni of mik ið á mig þá sest ég nið ur í smá stund og jafna mig. Áður fyrr var ég þreytt all an dag inn ef ég reyndi of mik ið á mig. Í göng un um eru það að al lega fæturn­ ir sem stöðva mig en það mun taka tíma að safna upp þeim vöðvamassa sem hef ur tap ast á ár un um. Nú þarf ég að gæta mín sér stak lega á því að vera ekki í marg menni því ég má alls ekki fá flensu eða kvef. Ég passa mig til dæm is á því að fara í búð ina á þeim tím um þeg ar fáir fara í búð og mætti til dæm is alls ekki fara í Kringl una eða Smára lind ina. Pál fríð ur seg ist líta björt um aug­ um til fram tíð ar og hlakka til að fara á hest bak aft ur og út að labba. „Ég á ör ugg lega bara eft ir að vera úti að leika mér eft ir að ég verð frísk,“ seg ir hún og hlær. „Veik ind in hafa kennd mér að meta líf ið mun bet ur og þá sem standa mér næst. Ég á ynd is­ leg an son sem hef ur ver ið dug leg­ ur að hjálpa mömmu sinni en eitt af því sem hef ur reynst mér erf ið­ ast er að hafa aldrei get að leik ið al­ menni lega við hann. Ég hefði vilj að fara með hon um út í fót bolta þeg ar hann var yngri eða út að hjóla, en gat það ekki. Ég er þakk lát fyr ir að hafa feng ið ann að tæki færi í líf inu, en nýtt hjarta er nýtt líf fyr ir mig. Það fyrsta sem mig lang ar til að gera þeg ar ég fæ heils una til baka er að fara á hest­ bak. Svo er það einnig per sónu legt mark mið að labba á Esj una. Ég horfi stund um þang að upp héð an af Kjal­ ar nes inu og segi við sjálfa mig: „Ein­ hvern tíma á ég eft ir að kom ast þang­ að upp!“ seg ir Pál fríð ur, von góð að lok um. ákj Pál fríð ur er ein stæð móð ir. Hér er hún á samt syni sín um Sig urði Ar oni. Pál fríð ur á sjúkra hús inu í Sví þjóð. Pál fríð ur Sig urð ar dótt ir fékk ný ver ið nýtt hjarta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.