Skessuhorn


Skessuhorn - 29.02.2012, Síða 24

Skessuhorn - 29.02.2012, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR Í lang an tíma hef ur þótt nauð­ syn legt að fólk sæki sér mennt un til að hafa meiri mögu leika á þeirri at­ vinnu og við fangs efn um sem það helst vill kjósa sér í líf inu. Nú á tím­ um er krafa um fram halds skóla í hverju byggð ar lagi og að auð velt sé að nálg ast há skóla mennt un. Langt fram eft ir síð ustu öld var ekki heigl­ um hent fyr ir ung linga víða um land ið að kom ast í fram halds skóla hvað þá að sækja sér há skóla nám, en þetta hef ur breyst mjög síð ustu ára tug ina, við fjölg un skóla bæði á fram halds­ og há skóla stigi og nýt­ ingu marg miðl un ar tækni. En það er ekki nóg að mennta sig, mennt­ un in þarf að nýt ast hverj um og ein­ um. Sum ir hafa orð ið þeirr ar gæfu að njót andi að starf ið hef ur beð­ ið eft ir þeim þeg ar þeir komu úr námi. Þannig var það með Bene dikt Guð munds son frá Pat reks firði, sem nam skipa verk fræði í Kaup manna­ höfn á sjö unda ára tug lið inn ar ald­ ar. Bene dikt lærði þar og í Nor egi smíði stál skipa og þá var einmitt Skipa smíða stöð Þor geir & Ell erts á Akra nesi að hefja smíði stál báta. Þor geir Jós efs son þá ver andi fram­ kvæmda stjóri rakst einmitt á Bene­ dikt í Kaup manna höfn haust ið áður en Bene dikt lauk námi, en Þor geir var þá að leita að skip verk fræð ingi til að leiða nýtt verk efni Þ&E. Allt unn ið á hönd um Bene dikt er einn af mörg um Vest­ firð ing um sem fluttu til Akra ness í tengsl um við at vinnu upp bygg ingu á Skag an um. Hann fædd ist á Pat­ reks firði 23. sept em ber 1939 og ólst þar upp. „Það var gott að al ast upp á Pat­ reks firði. Fólk lifði þar mest á sjáv­ ar út veg in um eins og ver ið hef ur um tíð ina. Fað ir minn var til sjós og ég byrj aði snemma að vinna í fiski. Á ung lings ár un um var ég svo til sjós, á tog ar an um Gylfa BA með al ann ars á Ný fundna landsmið um. Þar mok­ uð um við upp karf an um, fyllt um skip ið trekk í trekk á ör fá um sól ar­ hring um, þannig að þetta voru ekki lang ir túr ar hjá okk ur þótt það tæki fjóra sól ar hringa að sigla á mið­ in. Sum ar ið 1959 var ég svo á síld­ ar bátn um Sæ borgu BA með Finn­ boga Magn ús syni. Sæ borg var stál­ bát ur og á þess um tíma var ég bú­ inn að á kveða að verða skipa verk­ fræð ing ur. Finn bogi var þá að gant­ ast með að kannski myndi ég sjá um smíði á nýju skipi fyr ir hann þeg ar ég yrði full numa í fræð un um. Það hitt ist síð an svo skemmti lega á að fyrsta skip ið sem ég sá um hönn un á var Helga Guð munds dótt ir sem út­ gerð Finn boga lét smíða.“ Bene dikt seg ir að frá þeim tíma sem hann var til sjós hafi orð ið gríð­ ar leg tækni bylt ing í ís lensk um skip­ um. „Á þeim tíma sem ég var á síld­ inni, var t.d. kraft blökk in að byrja að ryðja sér til rúms í bát um. Hjá okk ur á Sæ borgu var allt unn ið á hönd um við nót ina, eng in blökk til að létta und ir. Fiski leit ar tæk in voru líka frum stæð á þess um tíma, svoköll uð astik tæki. Það má eig in­ lega segja að þau hafi ver ið hand­ stýrð, en ó trú legt hvað menn náðu tök um á að nýta sér þau. Menn höfðu lengi lag á að bjarga sér með frum stæð um bún aði,“ seg ir Bene­ dikt. Náms ár in ó gleym an leg Leið Bene dikts lá í lands próf á Núpi í Dýra firði, en þang að sóttu ung menni af fjörð un um fyr ir vest­ an, auk þess sem á Núp og aðra hér­ aðs skóla í land inu voru send ir nem­ end ur úr þétt býl inu sem ein hverra hluta vegna rák ust þar illa eða af öðr um á stæð um kusu að fara lengra til náms. Lands próf ið var lyk ill inn að því að kom ast í mennta skóla og aðra fram halds skóla á þess um tíma. „Það var ekki um marga mennta­ skóla í land inu að velja, eig in­ lega ann að hvort Mennta skól ann í Reykja vík eða Mennta skól ann á Ak ur eyri og þá var Mennta skól inn á Laug ar vatni ný byrj að ur. Ég fór í MA og það eru þessu fjög ur ár í MA og há skóla ár in í Reykja vík sem eru ó gleym an leg. Í MA var fé lags líf ið mik ið og sam fé lag ið gott. Bekkja­ kerfi við lýði og það hef ur í lang an tíma ver ið regla hjá okk ur sam bekk­ ing un um úr MA, sem flest ir halda sig sunn an heiða, að hitt ast alltaf í maí byrj un í borg inni og fara sam­ an í ferða lag. Þetta eru alltaf jafn skemmti leg ir end ur fund ir og síð­ an þeg ar stórút skrift araf mæli eru þá skrepp um við norð ur og tök um þátt í há tíð legri úr skrift ar at höfn frá skól an um, sem jafn an er í kring um þjóð há tíð ar dag inn.“ Kynnti sér smíð ina í norskri skipa stöð Bene dikt hélt sínu striki með að inn rit ast í verk fræði deild Há skóla Ís lands, en á þess um tíma um 1960 var þar að eins hægt að taka þrjú fyrstu árin í verk fræð inni, al mennri verk fræði. Sér nám þurfti að fara í er lend is. Til að nema véla verk­ fræði með skip sem sér grein, þurfti að hafa til tek inn reynslu tíma í sigl­ ing um og í smiðju. Bene dikt var kom inn með sigl inga tím ann eft­ ir að hafa ver ið til sjós bæði á tog­ ara og nóta báti. Á há skóla ár un um í Reykja vík vann hann í Héðni, bæði á renni verk stæði og í plötu smiðju. Að lokn um þrem ur vetr um í HÍ inn rit að ist hann síð an í Dan mark tekniske höjskole. „Það var að sjálf sögðu svo lít­ ið basl að standa straum að náms­ kostn aði á þess um árum, en þetta bjarg að ist með að stoð for eldra minna, sum ar vinn unni, náms lán­ um og því afla fé sem til tækt var. Svo sá verð bólg an um að hjálpa til að greiða nið ur þess ar skuld­ ir á löng um tíma. Ég kunni á gæt­ lega við mig í Kaup manna höfn og var svo hepp inn að hitta Þor geir haust ið 1964 þeg ar hann kom og var að leita að skipa verk fræð ingi til að leiða stál smíða verk efn ið. Ég út­ skrif að ist úr skól an um þarna eft­ ir ára mót in 1965, en þá var á kveð­ ið að ég færi til að afla mér frek­ ari reynslu með nám inu, til starfa í norskri stál skipa stöð í nokkra mán­ uði. Þessi stöð var í Har stað og þar var smíð að ur fjöldi stál skipa, þar á með al mörg fyr ir ís lensk ar út gerð­ ir, mest 200­250 tonna sem flest fóru til síld veiða á þess um tíma. Þar á með al Jón Garð ar frá Sand gerði og með þeim báti fékk ég far heim til Ís lands. Ég flutti svo á samt fjöl­ skyld unni til Akra ness í júlí mán uði 1965 og hér hef ég búið síð an.“ Mik il upp bygg ing hjá Þ&E Bene dikt seg ir að það hafi ver ið spenn andi og skemmti legt að koma á Skag ann, ung ur að árum, 25 ára og mik il verk efni framund an. „Mér var tek ið á kaf lega vel og kynnt ist fljótt góðu fólki. Mik il upp bygg ing var hjá Þor geir & Ell­ ert. Stóra stöðv ar hús ið í bygg ingu og líka skipa lyft an, en fyr ir var lít­ il drátt ar braut. Unnu feðgarn ir Þor­ geir og Jósef son ur hans að upp bygg­ ing unni af mikl um krafti. Þetta var líf leg ur vinnu stað ur, fjöldi manna í vinnu, tals vert á ann að hund rað, sér­ stak lega yfir sum ar tím ann og fram á haust ið þeg ar mest var að gera í slippn um. Það var mik il traffík hjá okk ur, um hund rað bát ar á ári sem komu í slipp inn, auk ann arra verk­ efna, svo sem smíði á ol íu tönk um uppi í Hval firði, en mest voru verk­ efn in þó tengd út gerð inni. Þor geir Jós efs son var skemmti­ leg ur og sér stak ur stjórn andi, á ferð­ inni út um alla stöð og með púls inn á öllu. All an þann tíma sem hann var þarna við stjórn völ inn átti hann eng­ an sér stak an stól eða borð á skrif­ stofu, vildi það ekki þar sem hann var alltaf á ferð inni. Guð jón Guð­ munds son var skrif stofu stjóri og á teikni stof unni hjá fyr ir tæk inu störf­ uðu lengst af hátt í tíu manns. Þeg ar ég kom til starfa var Magn ús Magn­ ús son á Sönd um mín hægri hönd í sam bandi við hönn un ina. Magn ús var bú inn að sjá um smíði á flest um þeim tré bát um sem smíð að ir höfðu ver ið hjá Þ&E en stál skip in áttu nú að leysa af hólmi. Fyrsti stál bát ur inn sem við smíð­ uð um var Drífa RE 10, 100 tonna bát ur, en fyrstu bát arn ir sem við smíð uð um voru af þeirri stærð. Það var Jón gassi sem átti þessa út gerð, en það hafði far ið þannig með tré­ bát sem hann átti að einn skip verja tók hann ó frjálsri hendi og strand­ aði hon um inni á Sund um. Vél in og bún að ur úr bátn um var not að í bát­ inn sem við smíð uð um og var af­ hent ur 1967.“ Keypti báta eins og brjóst syk ur s poka Alls voru smíð að ir hjá Þor geir og Ell ert nítján stál bát ar á þeim ald ar­ fjórð ungi sem Bene dikt starf aði hjá fyr ir tæk inu. Far ið var mjög að halla und an fæti hjá fyr ir tæk inu 1990. Bene dikt hætti þar störf um í jan­ ú ar 1993 og var þá skip að ur í starf sigl inga mála stjóra, sem hann gegndi um nokk urra ára skeið. Hér að fram an hafa ver ið nefnd­ ir tveir fyrstu stál bát arn ir sem smíð­ að ir voru hjá Þ&E, Drífa RE 10, sem Hjálm ar Bárð ar son hann aði og Helga Guð munds dótt ir BA 33, sá fyrsti sem Bene dikt hann aði. Þriðja skip ið var Siglu nes SH 22 sem Hjálm ar Gunn ars son frá Grund ar­ firði lét smíða. Það fjórða var Danski Pét ur VE 423 fyr ir Emil And er sen út gerð ar mann í Vest manna eyj um. Öðr um út gerð ar manni í Eyj um, sem rak einnig sölu turn í bæn um og alltaf var kall að ur Bjössi á barn um, leist vel á Danska Pét ur. Bjössi sagð­ ist alltaf kaupa skip eins og hann væri að kaupa brjóst syk ur poka og bað þá hjá Þ&E að smíða fyr ir sig skip eins og Danska Pét ur. Sá bát ur fékk nafn ið Árni í Görð um. Seinna var þetta skip keypt á Blöndu ós og fékk þá nafn ið Ingi mund ur gamli. Það skip end aði rétt um alda mót in á botni Húnaflóa og með hon um fórst einn mað ur. Daga mun ur gerð ur við hvert skip Að spurð ur seg ir Bene dikt að alltaf hafi ein hver daga mun ur ver ið gerð ur þeg ar nýj um báti var hleypt af stokk un um, en veislu höld ver ið mis mik il. „Mér er minn is stætt þeg ar Sig ur­ fari II SH 105 var af hent ur Hjálm ari Gunn ars syni frá Grund ar firði 1981, en þetta skip varð síð ar Stur laug ur H Böðv ars son AK 10. Þá var siglt í ein stakri veð ur blíðu yfir Fló ann til hafn ar í Reykja vík, þar sem fólk inu var kom ið í land úr þess ari skemmti­ og vígslu sigl ingu. Þeg ar við rennd­ um að bryggju í Reykja vík hitt ist svo á að þar var fyr ir Sölvi Bjarna son frá Bíldu dal sem við höfð um smíð­ að árið áður. Eitt hvað höfðu menn þar grun um að veislu föng væru um borð hjá okk ur, sem ekki hafði ver­ ið snert á með an á sigl ing unni stóð. Það kom nokk ur hóp ur um borð til okk ar og þáði þar veit ing ar. Við og skip stjórn end ur vild um halda heim á leið þeg ar leið á kvöld ið. Sum ir þarna í hópn um voru ekki al veg til­ Þetta var mik il upp bygg ing á líf leg um vinnu stað Spjall að við Bene dikt Guð munds son fyrr um skipa verk fræð ing hjá Þ&E Bene dikt Guð munds son skipa verk fræð ing ur, seinna sigl inga mála stjóri. Ljósm. þá. Bene dikt um borð í Sæ borgu BA þeg ar land að var síld á Siglu firði sum ar ið 1959. Ljósm. Snorri Snorra son. Helga Guð munds dótt ir, fyrsta skip ið sem Bene dikt hann aði. Danski Pét ur sem Bjössi á barn um hreifst af og keypti sams kon ar skip af Þ&E.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.