Skessuhorn - 11.12.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 16. árg. 11. desember 2013 - kr. 600 í lausasölu
JÓLAGJÖF SEM
ALLIR GETA NOTAÐ
Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er.
Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina.
Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.
10 töflur
25%
afslát
tur
Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur
eru að meta hvort rétt sé að breyta
áætlunum um endurbætur á hita-
veitu fyrirtækisins á Akranesi. Sér-
staklega er til skoðunar hvort hægt
verði að koma upp öðrum og stærri
miðlunargeymi fyrir heitt vatn í
bænum næsta sumar. Afhendingar-
öryggi á heitu vatni á Akranesi hef-
ur liðið fyrir það að Deildartungu-
æðin, sem er lengsta hitaveituæð
landsins, er komin til ára sinna og
flutningsgeta hennar við þolmörk.
Á það hefur reynt síðustu daga þeg-
ar bilun hefur ítrekað orðið á lögn-
inni. Á síðustu árum hafa liðlega 20
kílómetrar af lögninni verið endur-
nýjaðir, aðallega í Andakíl í Borg-
arfirði, þar sem bilanir voru tíð-
astar. Þá var bætt við dælustöð við
Fossatún til að auka rennsli um æð-
ina. Það dugar þó ekki nema upp að
vissu marki vegna þess hversu lítinn
þrýsting gamla lögnin þolir.
Eftir stendur að endurnýja þarf
liðlega 45 kílómetra af aðveituæð-
inni, þar af um 40 km. af aðalæðinni
sjálfri. Unnið hefur verið skipulega
að endurnýjun frá árinu 2005 en
heldur hefur dregið úr hraðanum
síðustu ár vegna erfiðrar fjárhags-
stöðu Orkuveitunnar. Nú er að-
eins farið að rofa til í þeim efnum
og er til skoðunar að koma upp á
Akranesi nýjum og stærri miðlun-
argeymi fyrir heitt vatn, til viðbót-
ar þeim sem er þar nú. Með auk-
inni miðlunargetu hafa fyrirsjáan-
legar bilanir á æðinni minni áhrif á
afhendingaröryggi á Akranesi, sem
er við enda Deildartunguæðarinn-
ar. Geymirinn, sem til skoðunar er
að byggja á næsta ári, tekur 5-6 þús-
und tonn af vatni. Til samanburðar
þá rúmar hver heitavatnsgeymanna
á Öskjuhlíð 4.000 tonn og sá sem
fyrir er á Akranesi 2.000 tonn.
Ítrekaðar bilanir
í vikunni
Á síðustu viku urðu þrjár bilanir á
Deildartunguæðinni. Fyrst urðu
tvær bilanir á sama sólarhringn-
um um miðja liðna viku, báðar við
Skorholt í Melasveit. Sú síðari varð
þegar verið var að hleypa vatni á að
nýju eftir viðgerð á þeirri fyrri. Þá
stóð orðið mjög lágt í geyminum
á Akranesi og fljótlega varð vatns-
laust í bænum og kólna tók í hús-
um. Viðgerð gekk vel en vegna þess
hversu langan kafla úr æðinni þurfti
að tæma við viðgerð á henni, tók
nokkrar klukkustundir að fylla hana
á ný og koma vatni til íbúa. Und-
ir morgun voru allir komnir með
heitt vatn en vegna þess hversu
kalt var í veðri og notkunin eft-
ir því mikil, gekk hægar en ella að
ná upp fullum þrýstingi. Þess vegna
þurfti starfsfólk Orkuveitunnar að
biðja íbúa að fara eins sparlega með
heita vatnið og mögulegt var. Þá
varð aftur bilun aðfararnótt mánu-
dags og var þá strax brugðið á það
ráð að takmarka þrýsting á vatninu.
Til bóta var þá að hiti var hærri, eða
um frostmark á svæðinu.
Þess má að lokum geta að opinn
íbúafundur á vegum Akraneskaup-
staðar og Orkuveitu Reykjavíkur
verður haldinn í Tónbergi annað
kvöld, fimmtudaginn 12. desemb-
er kl. 20.00. Stjórnendur Orkuveit-
unnar munu þar kynna stöðu og
horfur í hitaveitumálum í bænum,
taka við ábendingum og svara fyr-
irspurnum.
mm
Orkuveitan íhugar að byggja stærri
miðlunartank á Akranesi
Hitaveitutankurinn á Akranesi er of lítill og hyggst OR nú byggja annan stærri.
Ljósm. hlh.
Frá upphafspunkti lagnarinnar frá
Deildartungu.
Glæsilegir jólatónleikar Söngdætra Akraness fóru fram í Bíóhöllinni síðastliðið laugardagskvöld fyrir smekkfullu húsi. Þar komu fram sex söngkonur sem allar eru frá
Akranesi og búa þar flestar. Hér eru þær ásamt starfsmönnum hallarinnar og tónlistarfólki sem lagði skemmtuninni lið. Ljósm. kgk.
Jakkaföt, stakir jakkar,
buxur, skyrtur, peysur
og margt fl.
Opið alla daga til jóla
Nýtt visatímabil