Skessuhorn - 11.12.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Borgarbyggð
hækkar ekki
gjaldskrár
BORGARBYGGÐ: Byggðar-
ráð Borgarbyggðar hefur ákveð-
ið að hækka ekki gjaldskrá þjón-
ustugjalda næsta árs varðandi
félagsþjónustu, fræðslumál og
íþrótta- og æskulýðsmál. „Þetta
eru helstu gjöldin sem snúa beint
að fjölskyldunum. Þarna inni
eru leikskólagjöldin, mötuneyt-
isgjöld til að mynda í skólun-
um, gjöld í íþróttamiðstöðvarn-
ar og áfram má telja. Þarna eru
líka gjöldin vegna heimaþjón-
ustunnar. Upphaflega var áætl-
unin að þessi gjöld hækkuðu um
4% og þá í takt við verðlagsþró-
un. Nú verða þessi gjöld óbreytt
á næsta ári. Með því að falla frá
þessu þá verður sveitarfélagið af
um átta milljónum króna,“ seg-
ir Páll Brynjarsson sveitarstjóri
Borgarbyggðar. „Fjárhagsleg
staða sveitarfélagsins hefur ver-
ið þokkaleg eftir 2010 en árin tvö
þar á undan voru erfið. Við höf-
um verið með reksturinn rétt-
um megin við strikið og það hef-
ur tekist að lækka skuldir.“ Því má
við þetta bæta að til stóð að bera
sambærilega tillögu upp í bæj-
arstjórn Akraness í gær, þriðju-
dag. Niðurstaða var hins vegar
ekki ljós úr atkvæðagreiðslu þeg-
ar Skessuhorn fór í prentun í gær.
–mþh
Talsverð aukning
umferðar
HVALFJ: Umferðin í Hvalfjarð-
argöngum var tæplega 9% meiri
í nóvember í ár en í sama mán-
uði í fyrra. Aukningin nemur yfir
tíu þúsund ökutækjum í mán-
uðinum. Þá jókst umferð á þjóð-
vegum verulega um allt land í
nóvember. Í frétt á heimasíðu
Spalar segir að um 4.200 ökutæki
hafi að jafnaði farið um Hval-
fjarðargöng á sólarhring í nýliðn-
um nóvember. Sambærileg tala í
fyrra var tæplega 3.900 ökutæki á
sólarhring. Aukningin í nóvem-
ber er sú þriðja mesta það sem
af er árinu 2013, á eftir mars og
janúar. Vegagerðin upplýsir að
umferðin á hringveginum hafi
verið um 7% meiri í nóvember
en í sama mánuði í fyrra. Um-
ferðin jókst alls staðar, mest á
Norðurlandi en minnst í grennd
við höfuðborgarsvæðið. Á höfuð-
borgarsvæðinu mældi Vegagerð-
in 2% aukningu í nóvember. –þá
Mikil fjölgun
gistinátta
LANDIÐ: Gistinætur á hótelum
landsins í október voru 158.500
sem er 12% aukning miðað við
október 2012. Gistinætur er-
lendra gesta voru 77% af heild-
arfjölda gistinátta í mánuðinum
en þeim fjölgaði um 11% frá
sama tíma í fyrra á meðan gisti-
nóttum Íslendinga fjölgaði um
17%. Á höfuðborgarsvæðinu
voru 112.400 gistinætur á hót-
elum í október sem er fjölgun
um 7% ef miðað er við október
2012. Á Suðurlandi voru gisti-
nætur 17.400 í október sem er
aukning um 29% frá fyrra ári.
Gistinætur á Norðurlandi voru
12.500 í október og fjölgaði um
30%. Á Suðurnesjum voru 7.000
gistinætur í október sem er aukn-
ing um 23% frá fyrra ári. Gisti-
nætur á samanlögðu svæði Vest-
urlands og Vestfjarða voru 4.800
og fjölgaði um 35% og á Austur-
landi voru gistinætur 4.300 sem
er 26% aukning samanborið við
október 2012. –mm
Bændur álykta
um LbhÍ
LANDIÐ: Bændur sem gegna for-
mennsku í búnaðarfélögum innan
Búnaðarsamtaka Vesturlands sam-
þykktu nýverið ályktun þar sem
þeir skora á yfirvöld menntamála að
standa vörð um menntun í landbún-
aði: „Formannafundur Búnaðarsam-
taka Vesturlands haldinn á Hvanneyri
28. nóvember 2013 skorar á skólayf-
irvöld Landbúnaðarháskóla Íslands
og aðra hagsmunaaðila að standa
vörð um starfsemi skólans. Aukin
menntun og rannsóknir í landbúnaði
er mikilvæg forsenda þess að íslensk-
ur landbúnaður geti þróast, vaxið og
dafnað til framtíðar.“ –mm
Víkingar unnu í
Futsal
VESTURLAND: Undankeppni Ís-
landsmótsins í innanhússknattspyrnu
fer fram þessa dagana. Sl. laugar-
dag fór fram seinni umferð keppni í
b-riðli í Akranesi. Þar kepptu fjögur
lið af Vesturlandi auk liðs Kormáks/
Hvatar úr Húnavatnssýslu. Víking-
ur Ólafsvík vann sína leiki á mótinu
með yfirburðum og sigraði í riðlin-
um. Víkingar unnu lið Grundafjörð/
Kára 9:1, Skallagrím 10:0, Snæ-
fell 8:0 og Kormák/Hvöt 9:1. Snæ-
fell gerði jafntefli við Grundarfjörð/
Kára 2:2 en vann Skallagrím 2:1
og Kormák Hvöt 1:0. Kormákur/
Hvöt vann Skallagrím 4:0 og gerði
jafntefli við Grundarfjörð/Kára 3:3.
Skallagrímur sigraði Grundarfjörð/
Kára 3:0. Úrslitakeppnin í Futsal fer
fram fyrri hluta janúarmánaðar. Þar
keppa átta lið til úrslita og ljóst að
Víkingur Ólafsvík fer í þá keppni.
Grundarfjörður/Kári varð í öðru
sæti b-riðils eftir góða útkomu í fyrri
umferðinni. Það fer eftir árangri liða
sem lentu í 2. sæti hinna fjögurra
riðlanna í mótinu, hvaða þrjú lið fara
áfram í 8-liða úrslit með sigurvegur-
um í riðlunum. –þá
Aflatölur fyrir
Vesturland
30. nóv. - 6. des.
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes 4 bátar.
Heildarlöndun: 7.138 kg.
Mestur afli: Signý HU: 4.172 kg í
einni löndun.
Arnarstapi 5 bátar.
Heildarlöndun: 32.108 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH:
14.993 kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður 8 bátar.
Heildarlöndun: 212.297 kg.
Mestur afli: Hringur SH: 67.803
kg í einni löndun.
Ólafsvík 12 bátar.
Heildarlöndun: 53.018 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 10.972 kg í fimm löndunum.
Rif 11 bátar.
Heildarlöndun: 86.696 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH: 51.610
kg í einni löndun.
Stykkishólmur 8 bátar.
Heildarlöndun: 35.556 kg.
Mestur afli: Kiddi RE: 9.138 kg í
tveimur löndunum.
Topp fimm landanir á tímabilinu:
1. Hringur SH – GRU:
67.803 kg. 6. des.
2. Tjaldur SH – RIF:
51.610 kg. 2. des.
3. Helga SH – GRU:
47.249 kg. 2. des.
4. Farsæll SH – GRU:
41.626 2. des.
5. Sóley SH – GRU: 38.030 2. des.
Íbúum Vesturlands fjölgaði lít-
illega milli áranna 2011 og 2012
en um leið hækkaði meðalaldur
þeirra. Þetta kemur fram í nýj-
um Hagvísi Vesturlands um lýð-
fræðilega þróun sem Vífill Karls-
son hagfræðingur hjá Samtökum
sveitarfélaga á Vesturlandi hefur
tekið saman. Fjölgun íbúa kem-
ur fram í flestum sveitarfélögum
landshlutans, en þó fækkar í sum-
um. Mesta fjölgunin á tímabilinu
varð á Akranesi eða um 0,4% en
sú næstmesta á Snæfellsnesi eða
0,2%. Íbúum í Dölum fækkaði
hins vegar um 2,9%. Meðalaldur
íbúa heldur áfram að hækka líkt
og undanfarin ár og er nú 38,5 ár.
Minnst hækkaði meðalaldur íbúa
á Akranesi og á Snæfellsnesi, en
mest í hinum hefðbundnu land-
búnaðarhéruðum, í Borgarfirði
og Dölum.
Ungu fólki
fækkar allsstaðar
Hlutfallslega eru því Vestlending-
ar að eldast. Þróun í þessa átt hef-
ur verið viðvarandi frá 1990 vegna
þess að ungu fólki á aldrinum 21-
40 ára hefur fækkað á öllum svæð-
um. Fækkun ungs fólks hefur leik-
ið Dalina hvað verst. Þar er hlut-
fall ungs fólks tæp 20% í dag en var
tæp 27% árið 1990. Minni fækk-
un yngri kynslóðarinnar er á öðr-
um svæðum. Á Akranesi er hlutfall
ungs fólks um 27% í dag en var tæp
30% árið 1990 og í Borgarbyggð
26% í dag en var 29% árið 1990.
Sömu sögu er að segja á Snæfells-
nesi. Í Snæfellsbæ er hlutfall ungs
fólks í dag um 29% en var ríflega
35% 1990, í Grundarfirði er það
um 30% en var rúmlega 36% og
í Stykkishólmi er hlutfallið 25%
í dag en var tæp 30%. Til saman-
burðar er landsmeðaltal 28%.
Útlendingum fjölgar
Í Hagvísinum kemur einnig fram
að á síðustu tveimur árum hefur
útlendingum í hópi íbúa fjölgað á
Vesturlandi og kemur fram að þeir
eru í ár 1143 talsins. Þetta þýðir
að þeim fjölgar um 6% á milli ára
og er fólk af erlendu bergi brot-
ið nú um 7% af íbúum landshlut-
ans. Fjöldi útlendinga er þó undir
því sem mest var árið 2009, við lok
síðasta þensluskeiðs, þegar fjöldi
þeirra var 1259. Þá kemur fram að
þjóðernum útlendinga hefur fjölg-
að statt og stöðugt frá 1998 á öllu
svæðinu og búa nú íbúar af níu
þjóðernum í Dölum, 28 á Snæfells-
nesi, 31 í Borgarfirði og 35 á Akra-
nesi og í Hvalfjarðarsveit. hlh
Jólasteðji frá Brugg-
húsi Steðja í Flóka-
dal í Borgarfirði er að
slá í gegn meðal lands-
manna. Um 350%
söluaukning er á bjórn-
um í ár miðað við sama
tíma í fyrra þegar hann
var fyrst settur á mark-
að, segir Dagbjartur
Ingvar Arilíusson annar
eigenda brugghússins í
samtali við Skessuhorn.
Sala á bjórnum hófst
15. nóvember og stend-
ur fram til 15. janúar.
Að sögn Dagbjartar er
lykillinn að velgengni
Jólasteðja gæði og gott
bragð og jákvæðar við-
tökur gagnrýnenda.
„Það er ánægjulegt
að sjá hvað fólk er að
taka vel í bjórinn okkar
þrátt fyrir að framboð á
jólabjór hafi aukist um-
talsvert milli ára. Við
ákváðum í aðdraganda
vertíðarinnar að breyta
ekki neinu í uppskrift
Jólabjórsins þar sem
hann hlaut mjög góða
umsögn í fyrra og það
virkar greinilega vel í
ár. Jólasteðji er ættaður
frá Bæjaralandi í Suður-
Þýskalandi og inniheldur góð hrá-
efni sem gefa honum sætt og gott
bragð, t.d. lakkrís frá sælgætis-
gerðinni Góu í Hafnarfirði,“ seg-
ir Dagbjartur en bruggun bjórsins
hófst í ágústlok.
Sala á Jólasteðja fer
fyrst og fremst fram í
gegnum Vínbúðirn-
ar og segir Dagbjart-
ur að bjórinn fái aukna
dreifingu í verslunum
hennar í ár. „Síðan eru
veitingahús í Borgar-
firði dugleg að selja
Jólabjórinn og aðrar
tegundir frá okkur, auk
veitingastaðanna Narf-
eyrarstofu og Plássins
í Stykkishólmi.“ Allt
að sjö manns starfa við
brugghúsið í mestu
törnunum við átöpp-
un, pökkun og dreif-
ingu.
Dagbjartur seg-
ir ljóst að Íslendingar
eru hrifnir af árstíða-
bundnum bjórtegund-
um á borð við jólabjór
og mun brugghúsið
því kynna nýja vöru til
leiks á þessum grunni
eftir áramót. „Þegar
þorrinn gengur í garð
munum við kynna til
leiks Þorrasteðja. Þetta
er ný tegund frá okkur
sem landsmenn mun
vonandi taka vel í. Þá
mun Páskasteðjinn vera
áfram á sínum stað um
páskana,“ segir Dagbjartur að
endingu.
hlh
Dagbjartur Ingvar Arilíusson kynnir bjór frá Steðja á jólamarkað-
inum í Nesi á laugardaginn.
Þreföld söluaukning á Jólasteðja
Skyggða svæðið á myndinni sýnir dreifingu íbúa á Vestur-
landi eftir aldurshópum í dag. Gegnsæja svæðið sýnir
skiptinguna árið 2003. Taflan er úr hagvísinum.
Vestlendingar halda
áfram að eldast
Hér sést þróun meðalaldurs í fjórum byggðarlögum
Vesturlands á tímabilinu 1990-2012. Þar sést greinilega
að íbúar landshlutans eru að eldast. Taflan er úr Hag-
vísinum.