Skessuhorn - 11.12.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Fyrsti sunnudagur í aðventu var
haldinn hátíðlegur í Grundar-
firði. Dagurinn hófst á guðsþjón-
ustu í Grundarfjarðarkirkju. Kven-
félagið Gleym mér ei hélt sinn ár-
lega jólamarkað og fjölskyldudag
í Samkomuhúsinu. Þar var einn-
ig tilkynnt um íþróttamann ársins
2013. Í ár voru fjórir íþróttamenn
tilnefndir: Aldís Ásgeirsdóttir fyrir
blak, Hermann Geir Þórsson fyrir
golf, Ragnar Smári Guðmundsson
fyrir fótbolta og Unnsteinn Guð-
mundsson fyrir skotfimi. Ragnar
Smári Guðmundsson hlaut titilinn
íþróttamaður ársins 2013.
Klukkan 16:00 var boðið til
veislu í Fellaskjóli, en dvalarheimil-
ið fagnaði 25 ára afmæli 1. desemb-
er. Það var margt um manninn og
hátt í 200 manns komu til að hlýða
á hátíðardagskrá og gæða sér á veit-
ingum.
Samkvæmt hefðinni var tendr-
að á jólatrénu kl. 18:00. Skógrækt-
arfélag Eyrarsveitar gefur tréð en
það er tekið úr skógarreit ofan við
bæinn. Bæjarbúar létu rigningu og
rok ekki á sig fá og voru fjölmarg-
ir mættir til að syngja og ganga í
kringum jólatréð undir forsöng
kirkjukórs Grundarfjarðarkirkju.
Dagurinn var svo kórónaður
með algjörlega frábærum tónleik-
um Stórsveitar Snæfellsness. Flutt
var glæsileg dagskrá þar sem karla-
kórinn Kári kom fram ásamt fjölda
einsöngvara. Umgjörð tónleikanna
var hin glæsilegasta og gestir á einu
máli um að þarna hefði stórkost-
legur menningarviðburður átt sér
stað.
Við höldum með gott veganesti
inn í aðventuna sem er anna tími
hjá mörgum. Við skulum muna
að jólin eru tími ljóss og friðar,
gleði og samveru. Njótum að-
ventunnar með kærleika og þakk-
læti í huga.
Alda Hlín Karlsdóttir
Menningar- og markaðsfulltrúi
Grundarfjarðarbæjar
Ljósin voru tendruð á jólatrénu
við Akratorg á Akranesi sl. laugar-
dag og safnaðist fjöldi fólks á torg-
ið af því tilefni. Dagskráin var með
nokkuð hefðbundnu móti. Í upp-
hafi spilaði Skólahljómsveit Akra-
ness nokkur jólalög undir stjórn
Halldórs Sighvatssonar. Meðlim-
ir í Litlu Lúðró komu þá fram með
Skólahljómsveitinni undir stjórn
Heiðrúnar Hámundardóttur og
Rythmastelpurnar úr Brekkubæj-
arskóla fluttu frumsamið atriði
sem Dætur Grýlu. Bræðurnir Mar-
inó Ísak og Aron Elvar Dagssynir
tendruðu jólaljósin og Regína Ás-
valdsdóttir bæjarstjóri flutti ávarp.
Jólasveinarnir komu að vanda í
heimsókn og voru sérlega hressir
og skemmtilegir. Hljómsveit þeirra
söng og spilaði fjölmörg jólalög við
mikinn fögnuð yngstu kynslóðar-
innar.
Veðurspáin leit ekki vel út fyr-
ir laugardaginn og voru starfs-
menn Akraneskaupstaðara tilbúnir
að færa dagskrána inn í hús ef hún
gengi eftir. Þess þurfti þó ekki því
veður var með allra besta móti á
meðan hátíðin stóð yfir en logn var
og fremur milt í veðri. Fólk gat ylj-
að sér á heitu kakói og piparkökum
sem félagar úr Skátafélagi Akraness
veittu í boði Akraneskaupstaðar.
grþ/ Ljósm. Kolla Ingvars.
Mikið var um dýrðir í hjarta Stykk-
ishólmsbæjar á laugardaginn. Þá
opnaði Ingibjörg H. Ágústsdóttir
nýja vinnustofu sína í gamla versl-
unarhúsnæði Tang & Riis við Að-
algötu 1 í Stykkishólmi og á sama
tíma var ljósmyndasýning Önnu
Sigríðar Melsteð opnuð í kjall-
ara hússins. Sýning Önnu Sigríðar
nefnist Smáræði og er um að ræða
hennar fyrstu sýningu. Sjálf hefur
hún fengist við ljósmyndun í mörg
ár og einnig unnið sjálfstætt á vett-
vangi margmiðlunar. Myndefni
sýningarinnar er frá síðustu fjór-
um árum og bera mjög keim af því
sem ber fyrir sjónir á Snæfellsnesi
og á Breiðafirði. Sýningin stendur
yfir fram til 30. desember og er hún
opin frá miðvikudögum til sunnu-
daga frá kl. 13-17. Nánari upplýs-
ingar má opnunartíma má finna á
heimasíðu Ingibjargar, www.bibi.is.
hlh
Síðastliðinn mánudag var hinn svo-
kallaði Malaví markaður haldinn
í Grundaskóla á Akranesi. Þar var
hægt að versla ýmsar vörur sem
nemendur skólans hafa unnið undir
leiðsögn kennara síðastliðnar vikur.
Fjölmargir litu við í Grundaskóla og
styrktu málefnið. Vörurnar á mark-
aðnum seldust vel og var lítið eftir
þegar markaðinum lauk.
Öll innkoma af markaðnum renn-
ur óskipt í söfnun fyrir hjálparstarf
Rauða krossins í Malaví. Framlög
frá Grundaskóla hafa fram til þessa
farið í að styrkja fátækustu börn-
in í Chiradzulu og Mwanza. Mörg
þeirra eru munaðarlaus vegna al-
næmis og hafa þau verið styrkt til
náms og lagt til umönnunar þeirra.
Skólagjöld þeirra eru greidd, skóla-
búningar og skólavörur keyptar auk
þess sem þau fá félagslegan stuðning
frá sjálfboðaliðum Rauða krossins í
þorpunum. Eins hefur verið hald-
ið úti nokkurs konar leikskólum þar
sem yngstu börnin koma yfir dag-
inn til að foreldrar eða forráðamenn
þeirra komist til vinnu. Grundaskóli
hefur styrkt börn í Malaví með þess-
um hætti frá árinu 2007. Nemend-
ur og starfsmenn Grundaskóla hafa
styrkt 1400 börn til náms í Malaví
en alls hafa safnast 1.464.180 krón-
ur fram til þessa og er ekki innifalið
í þeirri fjárhæð það sem safnast hef-
ur á þessu ári. grþ
Fyrsti í aðventu í Grundarfirði
Frá tónleikum Stórsveitarinnar.
Ragnar Smári Guðmundsson knattspyrnumaður var kjörinn íþróttamaður
Grundarfjarðar árið 2013. Ljósm. tfk.
Jólaljósin tendruð á Akratorgi
Drengirnir sem kveiktu ljósin á trénu þetta árið, Marinó Ísak og Aron Elvar Dags-
synir, ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra.
Dætur Grýlu fluttu frumsamið atriði.
Fjöldi fólks safnaðist saman á torginu á aðventuhátíðinni.
Löng röð myndaðist þegar nemendur í unglingadeildinni gáfu yngri nemendum
andlitsmálun í tilefni dagsins.
Safnað til styrktar
börnum í Malaví
Eins og sjá má var um að ræða fjölbreytta listmuni sem margir koma sér vel fyrir
jólin.
Unnið var kappsamlega að jólakortagerð í Grundaskóla undanfarið og var
afraksturinn seldur á markaðnum.
Anna Sigríður Melsteð og Ingibjörg H. Ágústsdóttir við opnunina á laugardaginn.
Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Smáræði og vinnustofuopnun
í Stykkishólmi