Skessuhorn - 11.12.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013
Snorrastofa gefur nú út bókina Hér-
aðsskólar Borgfirðinga, sem fjallar
um skólana á Hvítárbakka og í Reyk-
holti. Höfundur er Lýður Björns-
son sagnfræðingur, sem stundaði
nám í Reykholti um miðja síðustu
öld. Fyrir nokkrum árum hittust fá-
einir Reykhyltingar til að huga að
80 ára afmæli Reykholtsskóla og
velta fyrir sér hvort ekki væri hægt
að reisa skólanum bautastein með
fallegri bók þar sem saga skólans
væri rakin í máli og myndum.
Fljótlega var ákveðið að ganga
til samstarfs við Lýð Björnsson,
sem þá var langt kominn með
að skrifa sögu skólanna beggja.
Verkið reyndist mun tímafrek-
ara í vinnslu en menn gerðu ráð
fyrir og er það því mikið fagn-
aðarefni að geta tilkynnt útgáfu
þess fimmtudaginn 12. desemb-
er. Í Prjóna-bóka-kaffi Snorra-
stofu það sama kvöld kl. 20-22
verður bókin kynnt og boðin
til sölu. Ákveðið hefur verið að
fram til áramóta gildi tilboðs-
verð á bókinni, kr. 5.690.-
Í bókinni, Héraðsskólar
Borgfirðinga, er rakin saga þeirra
tveggja héraðsskóla sem Borgfirð-
ingar hafa átt, Hvítárbakkaskóla og
Reykholtsskóla. Hvítárbakkaskóla
stofnaði Dalamaðurinn Sigurður
Þórólfsson árið 1905 eftir dvöl sína
í Danmörku þar sem hann kynnt-
ist hugmyndum Grundtvigs um al-
þýðufræðslu og lýðháskóla. Árið
1931 fluttist skólahaldið að Reyk-
holti með stofnun héraðsskóla
þar. Arftaki Hvítárbakkaskólans
fylgdi skólaþróun í landinu þar til
að skólahaldi lauk í Reykholti árið
1997. Tvö síðustu árin var skól-
inn deild í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi. Lauk þar merk-
um áfanga í skólasögu héraðsins og
landsins alls. Bókina prýðir fjöldi
ljósmynda auk minningabrota nem-
enda frá Reykholtsskólaárunum.
Höfundur bókarinnar, Lýð-
ur Björnsson er fæddur að Bakka-
seli við Hrútafjörð 6. júlí 1933 og
fluttist að Fremri-Gufudal í Aust-
ur-Barðastrandasýslu árið 1937 þar
sem hann átti heima fram að far-
dögum árið 1953. Hann lauk BA
prófi í mannkynssögu, landafræði
og uppeldis- og sál-
arfræði frá Háskóla Íslands 1957 og
Cand mag í sögu Íslands frá sama
skóla 1965. Lýður starfaði síðan við
kennslu við skóla gagnfræðastigs-
ins í Reykjavík 1957-1965, Versl-
unarskóla Íslands 1965-1967 og var
lektor við Kennaraháskóla Íslands
frá 1976-1985. Hann hefur samið
fjölda rita, flest sagnfræðilegs eðl-
is og skrifað greinar og ritgerðir að
auki. Þá hefur Lýður gegnt trún-
aðarstörfum fyrir Félag framhalds-
skólakennara, Félag háskólamennt-
aðra kennara og Sagnfræðingafélag
Íslands.
(Fréttatilkynning)
Héraðsskólabókin komin útKristinn: Mér finnst þrifin á bæn-um alveg hörmuleg. Að aka niður í
bæ til dæmis á laugardagsmorgnum
og sunnudagsmorgnum þá er hér
oft allt fjótandi í bréfadrasli, gler-
brotum og öðru. Ég kann ekki við
þennan bæ svona. Maður er fæddur
hér og upp alinn og hefur alltaf þótt
vænt um þennan bæ. Mér finnst al-
veg hörmulegt hvernig hann er að
fara niður í sambandi við svona allt.
Guðmundur: Svo er eitt líka
finnst mér, með veitingastaði hér á
Akranesi. Mér finnst það vera í al-
geru lágmarki þó maður eigi kannski
að tala varlega um þetta. Stundum
ætlar maður að fara og fá sér kaffi
en það er bara hvergi farandi inn.
Sum staðar er ekki opnað fyrr en
á hádegi. Aðrir staðir eru kannski
ekki nógu góðir að manni finnst. En
það er svo skrítið að Akurnesingar
eru að sækja svolítið til Reykjavíkur
til að fara á kaffihús og í bíó. En það
má nefna eitt að Bíóhöllin er hér al-
veg orðin til fyrirmyndar, með fín-
ar bíómyndir og mjög hugguleg.
En fólk er frekar að fara til Reykja-
víkur til að fara á bíó. Það er ýmis-
legt svona sem mætti betur fara hjá
okkur og hressa upp á. Það þyrfti
að gera eitthvað átak til að laða að
ferðamenn. Ég var staddur hérna
einu sinni upp við einn veitinga-
stað sem þá var búið að loka. Það
hafði komið hingað fólk úr Reykja-
vík um 11-leytið að morgni og það
spurði hvort þau gætu ekki fengið
að borða. Ég vísaði þeim á einn stað
en það var ekki opnað fyrr en á há-
degi. Það endaði með því að fólk-
ið fór og fékk sér pylsu úti í sjoppu.
Þetta er náttúrulega ekki ein einasta
hemja.
Blm.: En þurfa Skagamenn ekki
sjálfir að líta í eigin barm hvað þetta
varðar? Þarf fólk ekki að vera með-
vitaðra um að nýta sér þá þjónustu
sem stendur til boða í bænum þann-
ig að þessar verslanir og fyrirtæki fái
þá viðskipti og fólk sé ekki að sækja
svona mikið til Reykjavíkur? Eru íbú-
ar Akraness ekki að skjóta sjálfa sig í
lappirnar með því?
Guðmundur: Jú, ég get alveg
tekið undir það. Fólk þarf að styðja
við þessi fyrirtæki hér, bæði verslan-
ir og annað eins og hægt er til að
þessi rekstur gangi. Það er lítið vit
í að rjúka alltaf til Reykjavíkur og
kaupa þar sömu hluti og fást hér.
Það er mikið til í því að við þurfum
sjálf að taka þátt og leggja okkar af
mörkum til að rétta hlutina við með
því að stunda verslun í heimabyggð
og sækja þessa staði.
Blm.: Ætlið þið að halda áfram að
hittast hér?
Guðjón: Það held ég. Á meðan
menn eru svona hressir þá gerum
við það. Nú vantar í raun tvo þrjá í
hópinn sem oftast koma hér. Mjög
hressa menn. Þetta er bara gaman.
Guðmundur: Við Jón erum líka
samstíga í enska boltanum og fylgj-
umst mikið með honum. Við höld-
um með sama liði sem er Liver-
pool.
Jón: Það er alveg rétt þó við vilj-
um sem minnst tala um fótboltann
núna út á við. Skaginn féll jú nið-
ur um eina deild í sumar og það er
dapurt. En við förum á alla leiki
sem við komumst á og fylgjumst
vel með boltanum. Sjálfur horfi
ég mikið á þann enska og það er
ánægulegt hvernig mínu liði geng-
ur nú og held ég okkar allra hér við
borðið. Við erum allir Púllarar. En
að atvinnulífinu þá finnst mér grát-
legt með marga þætti þess. Ég sé til
að mynda alveg svakalega yfir því
hvernig Skagamenn hafa misst frá
sér atvinnutækifærin. Ég veit ekki
hvernig ástandið væri hér ef við
hefðum ekki haft þessa uppbygg-
ingu á Grundartanga. Ég sé mjög
eftir Sementsverksmiðjunni. Hún
gaf tekjur bæði til einstaklinga og
fyrirtækja. Margir hér í bæ höfðu
sína afkomu algerlega af henni svo
dæmi sé tekið. Nú er mikið talað um
uppsagnir á Ríkisútvarpinu. Auðvi-
tað er slíkt neyðarbrauð í kreppu
eins og nú er. En af hverju er þessi
kreppa, og hvers vegna er hún svona
djúp? Ég held að það spili þungt
inn hvernig búið er að fara með at-
vinnuvegina hér, til dæmis í sjávar-
útveginum. Þar eru svoleiðis boð og
bönn á öllum hlutum. Það má eng-
inn bjarga sér, hvorki einstaklingar
né fyrirtæki.
Blm.: En eigum við samt ekki að
vera bjartsýnir?
Kristinn: Jú, við verðum að vera
það.
Guðmundur: Jú, jú. Það er um
að gera að vera bjartsýnn. Það þýð-
ir ekkert annað. Það þýðir ekkert
að líta alltaf til baka, við verðum
að horfa fram á veginn og vona að
þetta lagist allt saman.
Jón: Það er gaman að hittast hér.
Við hlæjum mikið og göntumst.
En það er margt sem þarf að huga
að hér á Skaganum, ekki síst hjá
eldri borgurum. Við skulum nefna
félagsheimili fyrir þann hóp. Það
hefur staðið mjög lengi til að byggja
það en ekkert sést í þá veru.
Blm.: Þið hittist þá á meðan víðs
vegar um bæinn. Menn á ykkar reki
hittast líka á öðrum bensínstöðvum hér
í bænum til að skrafa og skeggræða, svo
sem á Stöðinni þar sem Skeljungur er
með sína stöð?
Guðmundur: Við Guðjón för-
um ekki þangað. Þeir fara þangað
þeir Jón og Kristinn. Þar er þetta
á allt öðrum nótum held ég. Þar er
stundum rifist með hávaða og látum
og menn rjúka sumir á dyr. Það er
aldrei neitt svoleiðis hjá okkur.
Guðjón: Og svo fáum við fríar
kaffiveitingarnar hjá Olís og hér er
yndislegt starfsfólk. Það er alveg til
sóma.
Allir í kór: Já, já.
mþh
Gjafavara og skreytingaefni
Egilsholti 1
310 Borgarnesi
Opið 8-18, laugard. 10-14