Gaflari - 03.07.2014, Side 7

Gaflari - 03.07.2014, Side 7
gafl ari.is - 7 GAFLARAR VIKUNNAR „En þær eru líka frábærar alveg eins og strákar, kynin eru bara ólík og mér finnst að við eigum að bera virðingu fyrir því.“ alls ekki,“ svara þeir í kór. „Við skiljum þær alls ekki, ef t.d. stelpa segist vera að fara inn í herbergi að horfa á þátt þýðir það bara eitthvað allt annað og miklu meira en ef strákur segist vera að fara að horfa á þátt þá er hann bara að fara að horfa á þátt,“ segir Arnór. „Og okkur finnst þær ekkert óskiljanlegar þær ERU óskiljan- legar,“ bætir Óli við og Arnór segir: „En þær eru líka frábærar alveg eins og strák- ar, kynin eru bara ólík og mér finnst að við eigum að bera virðingu fyrir því.“ Nú getur Óli ekki orða bundist og segir: „En strák- ar eru miklu „fattlegri“ en stelpur flækja meira.“ Og þeim er greinilega jafnrétti hugleik- ið og að allir fái að njóta sín eins og þeir eru. „Ég er ekki femínisti, frekar jafnréttis- sinni,“ segir Arnór og Óli tekur undir það og svo tölum við um trúarbrögð, enda er Óli að spá í að gerast búddisti en er fljótur að átta sig á að hann þarf að kynna sér það betur áður en hann tekur ákvörðun og við förum út í heimspekilegar umræðum um sinn, Dalai Lama og Ghandi sem þeir frændur hafa miklar mætur á enda friðar- sinnar miklir báðir tveir. Eftir gott spjall við þessa flottu stráka er ekki úr vegi að spyrja hvernig þeir fari að þessu öllu saman? „Við gætum þetta náttúrulega aldrei nema af því við eigum frábæra fjölskyldu sem styður okkur í þessu öllu saman, skilningsríka kennara og svo er fullt af fólki sem er alltaf til í að ráðleggja okkur og standa við bakið á okkur og svo þarf að muna að vera glaður, kurteis, jákvæður og opinn fyrir nýjum hugmyndum, t.d. að segja frekar já takk en nei takk. En fyrst og fremst viljum við báðir þakka íslensk- um unglingum og óska þeim til hamingju, þakka þeim fyrir að gefa okkur þessa góðu hugmynd og óska þeim til hamingju með að vera svona flottir eins og þeir eru, segir Arnór. „ Og svo skiptir náttúrulega öllu máli að smæla framan í heiminn því þá smælar heimurinn framan í þig,“ segir Óli og brosir. Og þar með kveð ég þessa hamingjusömu frændur sem hjóla út í sólina sem gladdi okkur Hafnfirðinga þann daginn.

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.