Gaflari - 03.07.2014, Síða 10
10 - gafl ari.is
HIPP OG KÚL Tón-
listarhátíðir eru
allt annar heimur
en það sem með-
almaðurinn á að
venjast. Tónlistin,
maturinn, andrúmsloftið og stemn-
ingin er öðruvísi og það sem virðist
mest breytast á milli ára er fatnaður-
inn. Það er alveg óhætt að fullyrða að
það hefur myndast viss hátíðatíska
(e. festival fashion). Ég fór á eina slík
hátíð sem var haldin í fyrsta skipti og
heppnaðist að mestu mjög vel. Þetta
var auðvitað Secret solstice sem var
haldin í Laugardalnum og var svæð-
inu gjörbreytt í ævintýraheim með
snilldartónlist. Löngu plönuð eitt-
dressádag biðu mín á föstudeginum
þegar ég lagði af stað á hátíðina en
þau nýttust ekkert sökum leiðinda-
veðurs og ég endaði í lopapeysu undir
Burberry kápunni minni og með trefil.
Jebb. Í júní...
Lopapeysa og trefill ganga hins-
vegar ekki á þeim tónlistarhátíðum
sem fara fram erlendis. Áhugavert
er að fylgjast með myndum frá öll-
um heimshornum og skoða hátíða-
tískuna og það sem virðist vera mest
áberandi nú í ár eru gallastuttbuxur
og stuttur bolur eða einhver sætur
sumarkjóll og stígvél. Bolirnir og kjól-
arnir eru oft með blómamunstri, með
svokölluðu “fringe” eða gegnsæir og
þá er lykilatriði að eiga fallega toppa
til að vera í undir.
Svo er fallegt að vera í Kimono
eða með fallega stóra slæðu yfir sig
og svo auðvitað punkturinn yfir i-ið,
fallegt hárskraut. Fallegt hárskraut,
s.s. blóm í hárið, blómakransar og fal-
leg hárbönd, hafa tröllriðið festivöl-
um að undanförnu og verið að færast
yfir á barlíferni miðbæjarrottanna.
Síðasta erlenda hátíðin sem ég
fór á var Rock Wercther 2012. Þang-
að mætti ég með tvö dress á dag,
fullan H&M poka af skarti og pakka
af neon líkamsmálningu. Sólbrennd
og sæl með rautt hárband, sem ég
komst að þegar heim var komið að
væri stuttermabolur, lærði ég nokk-
ur mikilvæg og skemmtileg ráð sem
ég hef ákveðið að deila með ykkur:
1. Mætið með líkamsmálningu
eða annað sem gleður allan
hópinn, ekki bara þig.
2. Hafðu með þér tissjú pakka í
veskinu, það er oft skortur á
klósettpappír.
3. Ekki sleppa því að kaupa dýru
hallærislegu festival peysuna.
Hún mun nýtast vel þegar köld
nóttin færist yfir.
4. Notið linsur! Ekki vera með
gleraugu ef þið notið gleraugu
dagsdaglega eins og ég. Mað-
ur endar með gleraugnafar..
5. Síðast en ekki síst, ekki gleyma
sólarvörn og góða skapinu!
UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gafl ara lið.Þeir fj alla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál,
tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfi rðinga í útlöndum skrifa
heim. Á gafl ari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur
pistill eft ir hvern þeirra.
Milla
Lopapeysan virkar... bara á Íslandi
Hvað gerir æskulýðs- og
forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar?
FJÖLMIÐLAHÓPURINN Geir Bjarnason
ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði.
Hann útskrifaðist úr Flensborg með
stúdenstpróf. Þaðan fór hann í Kennara-
skólann og varð kennari með meistara-
gráðu í stjórnun og svo varð hann skóla-
stjórnandi.
Árið 1988 hóf Geir að starfa sem
æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnar-
fjarðar. Starf hans felst í því að bera
ábyrgð á félagsmiðstöðum, vinnuskól-
um og öllu sem er rekið í Hafnarfjarðar-
bæ. Það sem fékk Geir í þessa vinnu
var að þegar hann var ungur var hann
að vinna í félagsmiðstöðvum og hann
var að vinna mikið með ungu fólki. En
honum finnst vinnan sín fyrst og fremst
skemmtileg og gefandi.
Við báðum Geir um að lýsa starfi sínu
í nokkrum orðum. „Ég vinn aðallega á
skrifstofu þar sem ég sé um laun, ráðn-
ingar, áætlunargerð og að ganga frá
rekstri. Hefðbundinn vinnudagur hjá
mér er á þá leið að ég mæti sprækur
klukkan átta og fer að vinna í tölvunni, ég
fer á fjölda funda og því fer ég ekki mikið
út úr húsinu, svo skapa ég vettvang til að
ungt fólk geti gert góða hluti.“
Hvað er það erfiðasta við vinnuna?
„Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að
taka er að segja fólki upp.“
Hvernig bæjarstjóri myndir þú vera?
„Ef sá dagur kæmi að ég yrði bæjarstjóri
myndi ég vilja færa valdið nær bæjarbú-
um og efla unglingalýðræði.“
Áttu einhver áhugamál?
„Þegar ég er ekki á fullu í vinnunni fer ég
að veiða en ég er forfallinn veiðimaður.
Ég hef gaman að því að skjóta fugla
og ferðast með fjölskyldunni minni. Ég
elska að borða mat með góðu fólki og
uppáhalds maturinn minn er sjávarfang
og villibráð. Ég er mikill Haukamaður
enda er uppáhaldsliturinn minn rauður.
Ég held samt með FH í fótbolta. Umfram
allt held ég með því að allir krakkar hafi
tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum
óháð í hvaða félagi þau eru. Mitt starf
felst í því að allir krakkar geti komist í
íþróttir.”
Eitthvað að lokum?
„Ef þú ert með tillögu að breytingum í
Hafnarfjarðarbæ ráðleggur ég fólki að
skrifa bréf til bæjarins, sem fer til ÍTH,
annars er hægt að fara inn á vefsíðuna
betrihafnarfjordur.is”
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ðurh 5, Rv 5 1 00 t n
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
Tíska á tónlistarhátíðum: