Gaflari - 02.10.2014, Page 2
2 - gafl ari.is
FRÉTTIR 324 eru á biðlista eftir fé-
lagslegu húsnæði í Hafnarfirði og þar
af eru 216 taldir í verulegri þörf fyrir
húsnæði.
Þeir sem búa við erfiðar félagslegar
aðstæður eiga rétt á að sækja um fé-
lagslegt húsnæði. Þegar umsókn berst
um slíkt húsnæði er farið yfir hana og
lagt mat á það hversu brýn þörfin er.
Við matið er notast við stigakerfi og
vega tekjur og búseta þar þyngst.
Rannveig Einarssdóttir, sviðsstjóri
fjölskylduþjónustu, segir að það séu
fyrst og fremst tekjulágar fjölskyldur
og einstaklingar sem þurfi félagslegt
húsnæði. Flestir þeirra sem eru á
biðlista eftir íbúð eru einstæðar mæð-
ur eða 41,2%. Næst stærsti hópurinn,
34,3% eru hins vegar einstæðir karlar.
Rannveig segir erfitt að svara til um
hversu lengi fólk þurfi að bíða eftir íbúð
en samkvæmt gögnum sem Kolbrún
Oddgeirsdóttir og Steinunn Gísladóttir
tóku saman fyrir fjölskylduráð, kemur
fram að flestir hafi verið á listanum í 2
– 4 ár eða 146 og þar af eru 95 taldir í
brýnni þörf .
Í samstarfssáttmála núverandi
meirihluta er miðað við að rekstur
Tæplega 60
milljónum velt
yfir á bæinn með
einu pennastriki
FRÉTTIR Hafnarfjarðarbær situr
uppi með kostnaðarauka upp
á 57 milljónir verði fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar, um að stytta
hámarksbótatíma þeirra sem eru
án atvinnu úr þremur árum í tvö og
hálft ár, að veruleika.
Í alvarlegri athugasemd sem
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar gerði
vegna þessa máls kemur fram
að ekkert samráð hafi verið haft
við sveitarfélögin auk þess sem
fyrirvarinn sé nær enginn. Beinn
kostnaður Hafnarfjarðarbæjar af
þessum aðgerðum er áætlaður 57
milljónir á næsta ári þar sem talið
er að um 30 – 40 manns leiti til fé-
lagsþjónusturnar í byrjun janúar.
Fjölskylduráð leggur því
áherslu á að ríkisvaldið leggi til
mótvægisaðgerðir vegna þessara
aðgerða og fjármagni þær m.a.
í formi virkniúrræða fyrir þenn-
an hóp eða að öðrum kosti dragi
þessi áform til baka.
324 á biðlista eftir
félagslegu húsnæði
félagslega húsnæðiskerfisins verði
endurskoðaður á tímabilinu og
íbúðum fjölgað. Helga Ingólfsdóttir,
varaformaður fjölskylduráðs, segir
að nú sé verið að fara yfir stöðuna.
„Við gerum okkur ljóst að brýnt er að
bregðast við uppsöfnuðum vanda og
löngum biðlista og erum einnmitt að
hefja þá vinnu. Hér í Hafnarfirði hefur
félagslegum íbúðum ekki fjölgað á
undanförnum árum og ég tel að fjölga
þurfi þeim í það minnsta tímabundið
til þess að bregðast við vanda þeirra
sem ekki eiga kost á öðrum búsetuúr-
ræðum.“
FRÉTTIR Ákveðið var að hækka
laun Guðrúnar Ágústu Guðmunds-
dóttur, fráfarandi bæjarstjóra, um
6% í lok sumars. Kristján Sturluson,
sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, segir að
hækkunin sé í samræmi við ákvæði
í ráðningarsamningi sem gerður var
við Guðrúnu Ágústu þegar hún tók
við bæjarstjórastarfinu.
Launin hækka afturvirkt um hálft
ár og segir Kristján eðlilegar skýr-
ingar á því. „Launabreytingin er aft-
Laun fráfarandi bæjarstóra hækkuð
urvirk til sama tíma og hækkun launa
hjá starfsmönnum bæjarins sem eru
félagsmenn í BHM.“
Kristján segir að bæjarstjóri
taki ákvörðun um breytingar á
FRÉTTIR Aðalfundur Vinstri
grænna í Hafnarfirði var haldinn
á dögunum. Á dagskrá voru hefð-
bundin aðalfundarstörf, kosning
nýrrar stjórnar og samþykkt árs-
reikninga. Júlíus Andri Þórðarson
var kjörinn formaður og með hon-
um í stjórn sitja þau Valgerður Blá-
Unnið gegn kyn-
ferðislegri mis-
notkun
FRÉTTIR Í Hafnarfirði er mark-
visst unnið að forvörnum gegn
kynferðislegri misnotkun á börn-
um. Fimm ár í röð hefur starfsfólki
bæjarins sem starfa með börnum
og unglingum verið boðið að sækja
námskeiðið, Verndarar barna, sem
haldið er í samvinnu við samtökin
Blátt áfram. Markmiðið með nám-
skeiðinu er að starfsmennirnir
verði hæfari í að vinna að forvörn-
um gegn kynferðislegu ofbeldi á
börnum og unglingum. Nú þegar
hafa hafa rúmlega 700 manns
fengið þessa þjálfun.
Niðurstöður rannsókna sýna að
þekking og viðhorf þátttakenda á
ýmsu er viðkemur kynferðislegu of-
beldi eykst og breytist í kjölfar þess
að hafa hlotið þjálfun. Þátttakendur
telja einnig líklegt að þeir muni í
framtíðinni grípa til fleiri forvarnar-
aðgerða til verndar börnum gegn
kynferðislegu ofbeldi en þeir gerðu
áður. Álykta má að námskeiðið auki
árvekni þeirra sem það sækja og
virkni þeirra í að ræða við börn um
kynferðislegt ofbeldi.
launum sviðsstjóra hjá bænum.
„Þau laun breytast í samræmi við
launabreytingar í kjarasamningum
og í þessu tilviki í samræmi við
kostnaðarmat Sambands íslenskra
sveitarfélaga á kjarasamningi BHM.“
Heildarlaun bæjarstjórans frá-
farandi fyrir utan laun fyrir setu í
bæjarstjórn voru 1.125.813 krónur og
sé miðað við 6% hækkun eru þau nú
1.193.362 krrónur og nemur hækkunin
því 67.549 krónum.
Ný stjórn VG í Hafnarfirði
klukka Fjölnisdóttir, varaformaður,
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir,
Sigurbergur Árnason og Árni Stef-
án Jónsson.
Júlíus Andri Þórðarson formaður VG
og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir,
varaformaður VG.