Gaflari - 02.10.2014, Page 8
8 - gafl ari.is
„Mín fyrsta spurning var hvort
ég væri að fara að deyja“
Sigríður Margrét Einarsdóttir hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á síðustu árum. Hún
sér nú fram á bjartari tíma og er farin að styðja við bakið á þeim sem eru að ganga í gegn-
um það sem hún hefur reynt. Helga Kristín Gilsdóttir hitti Sirrý á fallegum haustdegi og hún
sagði henni frá áföllum og sigrum síðustu ára.
Sigríður Margrét Einarsdóttir, Sirrý,
er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún
bjó í Norðurbænum með foreldrum
sínum þeim Helgu Bjarnadóttur og
Einari Þorgeirssyni og yngri tvíbura-
bræðrum þeim Bjarna Þór og Einari
Geir. Sirrý gekk í Engidalsskóla og
Víðstaðaskóla og þaðan lá leiðin í Fjöl-
brautarskólann í Garðabæ. Framan af
voru einu áhyggjur Sirrýjar prakkara-
strik bræðranna, en þeir voru oft á tíð-
um ansi uppátækjasamir, og kom það
oftar en ekki í hlut Sirrýjar að gæta
þeirra í fjarveru foreldranna.
Það var svo vorið 1990 að tiltölu-
lega áhyggjulaus æskuár þeirra systk-
ina tóku snöggan endi þegar faðir
þeirra lést í bílslysi á Vesturlandsvegi.
Móðir þeirra var stödd erlendis og því
mæddi mikið á Sirrý og ljóst var að líf
fjölskyldunnar yrði aldei samt eftir
þennan missi.
Hárgreiðslan sigraði að lokum
Á þessum tíma ákvað Sirrý að gera
hlé á námi sínu í FG og hóf störf á hár-
greiðslustofu móður sinnar, Carmen á
Miðvangi, sem hún hafði rekið við góð-
an orðstír í mörg ár.
„Ég byrjaði að vinna hjá mömmu
að sópa gólfið bara svona á meðan
ég væri að finna mér eitthvað betra“
segir Sirrý brosandi. „ Það var náttúr-
lega alltaf verið að spyrja mig hvort ég
ætlaði ekki að feta í fótspor mömmu
og fara að læra hárgreiðslu en ég
þrjóskaðist við mjög lengi. Þegar ég
var svo farin að vinna á stofunni hjá
henni fann ég að þetta átti ágætlega
við mig og ég byrjaði í Iðnskólanum
í hárgreiðslu og varð svo nemi hjá
mömmu eiginlega bara óvart.“ Á með-
an hárgreiðslunáminu stóð tók Sirrý
þátt í nokkrum nemakeppnum og
varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari
nema í hárgreiðslu. „Það var vissu-
lega mjög hvetjandi og skemmtilegt
að taka þátt í þessum keppnum,
hvað þá að sigra. Og ég fann vel að
ég var á réttri hillu. Eftir útskrift
hélt ég áfram að vinna hjá mömmu,
var valin í landsliðið í hárgreiðslu og
tók þátt í keppnum erlendis sem var
mjög skemmtilegt enda gaman að
fá viðurkenningu á því sem þú ert að
gera. Þannig að áður en ég vissi af var
ég bara alveg komin á kaf í faginu og
kunni bara vel við mig. Samstarf okk-
ar mömmu gekk alltaf rosalega vel og
við urðum góðar vinkonur. Við náðum
að aðskilja vinnuna og fjölskylduna
nokkuð vel og oftast kallaði ég hana
Helgu í vinnunni en ekki mömmu. Í
dag er minningin um þennan tíma afar
dýrmæt.“
Árið 1996 fluttist Sirrý til Kaup-
mannahafnar og freistaði gæfunnar
á virtum hárgreiðslustofum þar í
borg. „Þetta var mjög skemmtilegur
og lærdómsríkur tími og eitthvað sem
ég hefði alls ekki viljað sleppa enda
frábært að fá tækifæri í öðru landi. En
það var samt alltaf eitthvað sem tog-
aði í mig hér heima.“ Sirrý kom heim
árið 2000 með frumburðinn Einar Örn
nýfæddan og 2003 fæddist Emilía
Ósk. Við tók barnauppeldi og daglegt
amstur ásamt áframhaldandi vinnu á
hárgreiðslustofunni Carmen sem þær
mæðgur endurnýjuðu og breyttu.
Eitthvað meira en járnskortur
á meðgöngu
Sumarið 2008 var Sirrý gengin 10
vikur með sitt þriðja barn, nýkomin
úr sumarfríi ásamt manninum sínum,
Einari Rögnvaldssyni, þegar móðir
hennar greinist með krabbamein
í brisi. „Þetta var mikið áfall enda
erfitt að ráða við þessa tegund
krabbameins.“ Nokkrum dögum síðar
tekur Sirrý eftir að hún er með óvenju
marga marbletti, er móð og að auki
var hún með lítilsháttar sár sem ekki
greri og var orðin langþreytt á. Hún
ákvað því að fara á heilsugæsluna
og leita ráða ekki síst vegna þess að
hún var þunguð og hélt að þetta gæti
verið þess vegna. „Á heilsugæslunni
hitti ég nýútskrifaðan lækni í sumar-
afleysingu sem greinilega sá að ekki
var allt með felldu því hann sendi
mig á Borgarspítalann í frekari rann-
sókn. Þar var tekið úr mér blóðsýni og
þegar niðurstaðan kom var ég send
á Landspítalann við Hringbraut þar
sem tekið var beinmergssýni. Þá fór
manninn minn nú að gruna að þetta
væri eitthvað meira en járnskortur
sem gæti fylgt óléttunni. Um kvöldið
var svo kallaður út læknir sem til-
kynnti mér að ég væri með bráða-
hvítblæði. Og í fyrsta skipti á ævinni
fannst mér eins og kalt vatn rynni á
milli skinns og hörunds.“
Mín fyrsta spurning var
hvort ég væri að deyja
Í framhaldinu var Sirrý lögð inn á
blóðlækningadeild þar sem hún var
höfð í einangrun enda ónæmiskerfið
orðið mjög veikt og sýkingarhætta
þ.a.l. mikil. Tegund hvítblæðisins sem
Sirrý greindist með greinist yfirleitt
hjá eldra fólk og að því leyti var hún
heppin hversu ung hún var, 36 ára,