Gaflari - 02.10.2014, Page 11
gafl ari.is - 11
Frétta- og
mannlífsvefurinn
Við minnum á nýjan möguleika
í mat og gistingu sem vert
er að kynna sér.
Hlið á Álftanesi
Jólahlaðborð Fjörukráarinnar
Hefst 21. nóvember og stendur til 21. desember
Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson,
Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Ólafur Árni Bjarnason.
Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar
sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.
Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa,
Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka.
farðu inn á www.fjorukrain.is og og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.
Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mann
Gerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.
w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3
Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með
stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér
í áraraðir og því heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.
Eftir borðhald tekur svo Hörður G. Ólafsson við og spilar frameftir kvöldi
Minnum á skötuveisluna á Þorláksmessu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi.
Í íþróttahúsinu í Kaplakrika má segja að
dagurinn hefjist snemma því kl. 6.10 á
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
er hægt að mæta á æfingu í Metabolic.
Gaflaranum lék forvitni á að vita
hvað Metabolic er og hitti Jónas
Grana Garðarsson, sjúkraþjálf-
ara, sem leiðbeinir á æfingunum.
„Metabolic er æfingakerfi kennt í
formi hópþrektíma, fyrir alla sem
vilja minnka fitu og auka vöðvamassa,
styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum
taka allir 100% á því, hvort sem þeir
koma inn í góðu formi eða sem byrj-
endur og þátttakendur stjórna álaginu
sjálfir.“
Jónas Grani segir að í kerfinu séu
engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né
uppröðun, allar æfingar eru hannaðar
út frá því að meðlimir nái hámarks ár-
angri með sem minnstri meiðslahættu
og sem mestu skemmtanagildi.
Þannig fari æfingarnar í fjögurra vikna
ákefðarbylgjur og séð er til þess að
þátttakendur keyri sig vel út en hvílist
líka reglulega því líkaminn þarf á því að
halda. Þá segir Jónas Grani að í boði
séu yfir 100 mismunandi Metabolic-
tímar þannig að þú getur verið nokkuð
viss um að þú fáir ekki leið á þessu.
Hvað er Metabolic?
„Metabolic þýðir í raun efnaskipti, sem
er rauði þráðurinn í gegnum þjálfunina
hjá okkur er að auka efnaskiptahrað-
ann eða grunnbrennsluna eins og það
er gjarnan kallað. Við vinnum mikið í
styrktaræfingum fyrir stóru vöðvana
okkar og vinnum með marga vöðva-
hópa saman til að fá sem mest út úr
þjálfuninni á sem skemmstum tíma.
Hver Metabolictími er ekki nema 45
mínútur með upphitun og niðurlagi
og við erum bara í ca. 25 mínútur und-
ir miklu álagi. Það er bara alveg nóg
og fólk klárar sig alveg á þeim tíma.
Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og
ýmist áhersla á fitubrennslu, vöðva-
stækkun, úthaldsaukningu og kraft en
margir þekkja það frá því að vera sjálf-
ir í salnum að þá höfum við tilhneig-
ingu til að gera bara það sem okkur
Metabolic í Kaplakrika
finnst skemmtilegt eða þægilegt
og lendum þá gjarnan í stöðnun. Það
gerist ekki í Metabolic. Við leggjum
gríðarlega áherslu á að fólk fái góða
upplifun af þjálfuninni og hlakki til að
koma aftur og það er mikill metnaður
hjá okkur fyrir því að fólk meiðist ekki
í þjálfuninni eða fari fram úr sér“, segir
Jónas Grani.
Hvernig ganga Metabolic
æfingar fyrir sig?
„Við byrjum alltaf á góðri upphitun.
Fyrst liðkum við okkur með stöð-
ugum teygjum, færum okkur svo í
leiðréttingaræfingar með áherslu
á að styrkja og liðka axlir og bak
þar sem gjarnan myndast stífleiki
og verkjavandamál. Því næst för-
um við í dýnamíska upphitun sem
sýnt hefur verið fram á að lágmarki
meiðslahættu og hámarki afköst.
Að upphitun lokinni tekur við stöðva-
þjálfun í allri mögulegri fjölbreytni sem
hún býður upp á. Almennt æfum við
með 4-6 æfingar í 20 mínútur, ýmist
með áherslu á styrk, kraft eða úthald.
Í lok tímans er það sem við köllum
finisher. Þá gefum við okkur nokkrar
mínútur í að keyra púlsinn vel upp eða
einblínum á djúpvöðvakerfið (core).
Í blálokin teygjum við og spjöllum.
Þátttakendur í Metabolic stjórna
álaginu sjálfir sem þýðir að æfingarn-
ar henta byrendum jafnt sem þeim
sem eru í toppformi. Þjálfarar hjálpa til
við að finna rétt erfiðleikastig svo þú
náir þínum markmiðum á markvissan
hátt“ segir Jónas Grani að lokum.
Jónas Grani Garðarsson