Gaflari - 27.11.2014, Qupperneq 4

Gaflari - 27.11.2014, Qupperneq 4
4 - gafl ari.is Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir (ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari.is Í dag halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð. Það er nú dá- lítið skondið að ég sem er alls ekki svo Ameríkusinnuð skuli gera þakkargjörðarhátíð þeirra í Vestur-hreppum að umtalsefni, ég sem hvorki elda kalkún né fer til Ameríku til að kaupa jólagjafir, samt hafa jólin alltaf komið hjá mér og verið mér og mínum gleðileg. En það er nú svo að á þessum árstíma sem nú gengur í garð gefum við okk- ur oft meiri tíma til að vera með okkar nánustu og við höldum í hefðir, já við erum nú vön að gera þetta svona… og hvernig gerðum við þetta síðast? eru setningar sem hljóma e.t.v. á mörgum heimilum. Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu og það þýðir að það eru sirka fjórar vikur til jóla. Jólin sem megnið af haustinu snýst um að undirbúa. Eftir því sem ég eldist hefur undirbúningurinn minnkað og þetta verður allt einhvern veginn áreynslulausara. Einu sinni hélt ég að jólin kæmu ekki nema það væri búið að fægja silfrið, baka þrettán sortir af smákökum sem nóta bene voru settar í box og lokið límt niður svo heimilisfólkið væri ekki búið að klára þær fyrir jól, jólaklipping, jólaskór og jólaföt voru líka eitthvað sem þurfti að vera búið að græja og svona mætti áfram telja. Það sem árin og reynslan hafa hins vegar kennt mér er að jólin koma alltaf á sama tíma á ári, hvort sem ég hef bakað eða ekki, þrifið hátt og lágt eða ekki. Ég er ekki búin að skreyta húsið, ekki búin að ákveða litinn á aðventukertunum og ekki búin að fara á neitt námskeið til læra að búa til eitthvert jólagóðgæti. Ég gerði samt tilraun til að kaupa kerti með jólailmi í Ikea um daginn. Sú tilraun var árangurslaus þar sem kertin virtust uppseld. Sonur minn á þrettánda ári var með í för og lýsti ég undrun minni yfir kertaleysinu við hann. Hann var svo sem með svarið á reiðum höndum „mamma, þú misstir af þessu, jólin byrjuðu í Ikea í október.“ En það er eitt sem er víst að verður gert á mínu heimili og það er að baka þriggja laga lagköku með súkkulaðikremi á milli eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Einstök kaka sem kannski verður búin fyrir jól eða ekki. Þessa köku bökum við mæðgurnar saman ásamt börnum og öðrum fylgihlutum og allir hafa sitt hlutverk, ekki síst amma sem er á tíræðisaldri, hún segir sögurnar. Ég ætla bara að vona að hún fái ekki glóðurauga núna eins og í fyrra þegar hún datt um leikföng barnanna. En hvernig sem þið farið að, njótið aðventunnar – hver með sínu lagi, það ætla ég svo sannarlega að gera með þakklæti í huga. Helga Kristín Gilsdottir Skyldi amma fá glóðurauga? Leiðari ritstjórnar Gaflarans B ra n de n bu rg Í SPILARANUM Hvað er í spilaranum hjá Hirti Hinrikssyni? Magnús Sigmundsson hand- boltaþjálfari með meiru skoraði í síðasta blaði á Hjört Hinriksson, félaga sinn úr boltanum. Hjörtur er starfsmaður Arion Banka, á upplýsinga- og tæknisviði, en hann þjálfar einnig yngri flokka í handbolta hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar. Hinrik er alæta á tónlist. „Það sem myndi kallast klassík hjá mér og heyrist mjög reglulega í eru til að mynda Led Zeppelin, gusgus, Incubus og Suede. Ég skora svo á StYkkið, aka. Gussi Klussi, aka. Gaui Kálfi, Guðjón Óskar Guð- mundsson fyrir næsta blað.“ Auglýsingasími 691 7030 auglysingar@gaflari.is gaflari.is Skiptar skoðanir um nýjan skóla í Hafnarfirði FRÉTTIR Kynningu á hugmynd um nýj- an einkarekinn grunnskóla fyrir nem- endur á unglingastigi í Hafnarfirði er nú lokið í Fræðsluráði. Það er skólafélagið Framsýn ehf sem hyggst stofna nýjan grunnskóla á Völlunum, en séreinkenni skólans verða íþróttir og hreyfing, heil- brigður lífsstíll og mataræði og nýting tölvutækninnar til náms. Fræðslusvið bæjarins stefnir að því að kanna áhuga meðal nemenda og foreldra í bæjarfé- laginu áður en lengra er haldið. Stefnt er að því að skólinn, ef leyfi fást til þ.á.m hjá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, hefji störf í ágúst á næsta ári. Skiptar skoðanir eru um nýjan skóla í fræðsluráði Hafnarfjarðar. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er fulltrúi VG í fræðsluráði og segir hún að í grunninn lítist henni ekki vel á hugmyndina um nýjan einkaskóla í bænum og að alltof mörgum spurningum sé ósvarað. „Mér líst ekki vel á þessa hugmynd,“ segir Elva Dögg. „Að mínu mati eiga sveitarfélög að reka skóla fyrir alla og best væri að það yrði gert þannig að fjölbreytni rúmist innan grunskólanna. Mér skilst að stefnt sé að því að skólinn verði með áherslu á upplýsingatækni, heilsu og hreyfingu og að öllum nemendum verði gert að stunda hreyfingu hvern dag. Er hér verið að stefna að sérstök- um íþróttaskóla? Ef svo er, þá velti ég því fyrir mér hvort ekki sé gert ráð fyrir að allir nemendur á unglingastigi eigi þess kost á að sækja skólann? Verða þá mögulega sett skilyrði fyrir inntöku í skólann, að unglingarnir stundi íþróttir og þá kannski að þeir séu afreksmenn á því sviði?“ Elva Dögg bendir einnig á að undirbúningur sé skammt á veg kominn því erfitt sé að átta sig á hvernig Fram- sýn ehf sjái þetta fyrir sér. „Of mörgum spurningum er einfaldlega ósvarað.“ Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokkisins og formaður fræðsluráðs er á öðru máli. „Ég styð fjölbreytni í skólastarfi og að nem- endur og forráðamenn þeirra hafi sem mest val í þeim efnum. Þetta gæti líka verið áhugaverður kostur fyrir kennara. Við eigum eftir að taka erindið til nánari umræðu og óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um fyrirhug- aða starfsemi. Nýr skóli af þessu tagi þarf einnig að fara í gegnum nálarauga menntamálaráðuneytisins áður en til starfsleyfis kæmi.“ Skólafélagið Framsýn stendur fyrir ráðstefnu í Flensborgarskólanum í kvöld kl. 20:00 um skólamál og kynnir í leiðinni áform sín um stofnun nýs skóla í Hafnarfirði. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir Rósa Guðbjartsdóttir

x

Gaflari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.