Gaflari - 27.11.2014, Side 6
6 - gafl ari.is
Þá varð ekki aftur snúið og enn í dag
brenn ég fyrir þennan málaflokk
Þann 1. október síðastliðinn tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við embætti aðstoðarlögreglustjóra
hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alda sem er borinn og barnfæddur gaflari settist niður
með Helgu Kristínu Gilsdóttur og sagði henni upp og ofan af þessu nýja starfi sínu.
Alda er yfirveguð í fasi þegar við hittu-
mst og með henni í för er elsta dóttir
hennar sem hún sótti á dansæfingu
um leið og hún hitti mig í kvöldkaffi.
Dóttirin lætur masið í okkur ekki trufla
sig og heldur sig við samfélagsmiðl-
ana í símanum sínum eins og sönnum
íslenskum unglingi sæmir, á meðan við
sem eldri erum ræðum landsins gagn
og nauðsynjar.
Þegar við Alda hittumst er leka-
málið svokallaða í hámæli og án þess
að vera nokkuð pólitísk þá hefur Alda
skoðun á þessu máli, kannski eins og
flestir Íslendingar. „Mér finnst þetta
mál bara löngu komið út í vitleysu og
jafnvel svo mikla vitleysu að fólk er
búið að gleyma um hvað það snerist
í upphafi. En það er ljóst að yfirmað-
ur getur ekki borið ábyrgð á annarri
manneskju og lögbroti hennar.“
Hefðbundin lögfræðistörf
áttu ekki við mig
Alda er fædd og uppalin í Hafnarfirði,
í norðurbænum nánar tiltekið. Hún er
næstyngst fjögurra systkina en bara
sjö mínútum eldri en tvíburasystir
hennar. Alda gekk í Víðistaðaskóla,
Flensborg og svo lá leiðin í lögfræði í
Háskóla Íslands. Tvö sumur vann Alda í
lögreglunni í Hafnarfirði en á þriðja ári
í lögfræðinni varð vendipunktur þegar
Alda sat í námskeiði sem kallast Refsi-
réttur „já, þá má segja að ekki hafi ver-
ið aftur snúið og enn í dag brenn ég
fyrir þennan málaflokk.“
Eftir útskrift úr lagadeildinni 2001
hóf Alda störf hjá Sýslumanninum
í Hafnarfirði og starfaði þar sleitu-
laust til ársins 2007 þegar lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu var sameinuð.
Starfaði hún hjá sameinuðu embætti
til september sama ár en þá lá leiðin
á Suðurnesin þar sem hún varð árið
2009 yfirlögfræðingur hjá lögreglu-
stjóranum þar. Hún tók sér ársleyfi
frá störfum þar árið 2010 „mér bauðst
starf í Seðlabankanum við hefðbundin
lögfræðistörf og langaði að prófa. Ég
var nokkuð fljót að finna að það átti
ekki sérstaklega vel við mig og var því
gott þegar mér var stuttu seinna boð-
in staða saksóknara efnahagsbrota
sem ég þáði.“ Alda sneri þó að loknu
ársleyfinu aftur til starfa á Suðurnesj-
unum þar sem störf hennar og sam-
starfsfólks hennar undanfarin misseri
hafa vakið verðskuldaða athygli. Alda
hefur allt frá árinu 2009 starfað við
hlið Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur,
lögreglustjóra á höfuðborgarsvæð-
inu, en hún var áður lögreglustjóri
í Suðurnesjum. „Sigríður Björk er
besti yfirmaður sem ég hef haft og
við náum mjög vel saman. Hún veitir
starfsmönnum sínum mikið rými og
traust og vinnur í anda þjónandi for-
ystu, fyrst og fremst fyrir skattborg-
ana og þjóðina og það er í forgrunni í
öllum hennar störfum.“
Aukið samstarf lögreglu
og félagsþjónustu nauðsynlegt
En forsaga þess að markvissri vinnu í
garð heimilisofbeldis var hrint í fram-
kvæmd á Suðurnesjum er sú að árið
2011 tóku gildi ný lög um nálgunarbann
og brottvísun af heimili. „Í framhaldi
af því var sett á laggirnar svokölluð
„Suðurnesjavakt“ af Velferðarráðu-
neytinu. Þá var lögreglan með til
skoðunar hvers vegna svo fá mál tengd
heimilisofbeldi kæmust til dómstóla á
Suðurnesjum. Öll þessi vinna hófst í
kjölfar tveggja sýknudóma á málum
sem okkur í lögreglunni þótti sann-
að að hefðu gerst en við náðum ekki
milliliðalausri sönnun, þ.e. við fengum
ætlaða þolendur í málunum ekki til að
bera vitni fyrir dómstólum.“
Og það verður einmitt eitt af ver-
kefnum Öldu hjá Lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu að innleiða nýjar
verklagsreglur varðandi heimilisof-
beldi ásamt stefnubreytingum um
mansal og vændi og í útlendingamál-
um. En um hvað snýst þessi verklags-
breyting sem nú þegar hefur verið
innleidd á Suðurnesjum? „Í meginat-
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
38
01