Gaflari - 27.11.2014, Qupperneq 7
gafl ari.is - 7
Lindu suðus
úkkulaði fullk
omnar baks
turinn
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
4
38
01
Börn eiga oft erfitt með að koma orðum að hlutum
eins og heimilisofbeldi. Þetta nýja verklag léttir
ábyrgðinni af þolendum og börnum en það á ekki að
þvinga fólk til að leggja fram kæru.
riðum snýst þetta um aukið sam-
starf við félagsþjónustuna, t.d. þegar
lögreglan er kölluð á vettvang vegna
heimilsofbeldis þá kemur starfs-
maður félagsþjónustunnar á vett-
vang. Þetta verklag auðveldar alla
rannsókn á vettvangi og t.d. eru nú
teknar myndir á vettvangi af áverk-
um þolandans. Fórnarlambið hefur
að sjálfsögðu alltaf ákvörðunarvald
um það hvort það vill leggja fram
kæru en það er alveg ljóst að það
er auðveldara fyrir fórnarlambið að
fara í fylgd starfsmanns félagsþjón-
ustunnar á bráðamóttöku heldur en í
lögreglufylgd.“
Þetta verklag var tilraunastarfsemi
á Suðurnesjum frá 1. febrúar 2013 til 1.
febrúar 2014. Að þeim tíma liðnum var
ákveðið að gera þetta að varanlegu
verklaglagi og sömu reglur munu taka
gildi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar
2015.
Hlutverk okkar fullorðnu
að vernda börn
Alda sem hefur lifað og hrærst í þess-
um málaflokki í hart nær fjórtán ár,
komið að mörgum málum og heyrt
margar sögur segir að rannsóknir sýni
að um 70% ofbeldismanna komi frá
ofbeldisheimilum og að börn sem hafi
þurft að horfa upp á eða þola ofbeldi
megi líkja við börn sem alist hafa upp
á stríðshrjáðum svæðum. „Það er því
gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu
tekin föstum tökum og að þessi mál
séu uppi á borðum. Það er hlutverk
okkar sem erum fullorðin að vernda
börnin, börn eiga oft erfitt með að
koma orðum að hlutum eins og heim-
ilisofbeldi. Þetta nýja verklag léttir
ábyrgðinni af þolendum og börnum
um að taka ábyrgð á málunum en það
á ekki að þvinga fólk til að leggja fram
kæru.“
Á þessu eina ári sem verið var að
þróa þetta nýja verklag voru 56 útköll
vegna heimilisofbeldis á Suðurnesj-
um, í þessum málum komu 84 börn við
sögu. „Enn í dag er mikill ótti við það
að tilkynna um heimilisofbeldi og rjúfa
þögnina, en í þessum 56 málum vakti
það einnig athygli mína að í 39 mál-
um af 56 voru þolendur undir áhrifum
áfengis eða annarra vímuefna. Það
sýnir okkur ef til vill að fólk er að deyfa
tilfinningar og sársauka og það bindur
ekki enda á þessa vanlíðan nema að
talað sé um þetta. Að 84 börn komi við
sögu er afskaplega sorglegt og fólk
glímir við afleiðingar ofbeldis og van-
rækslu alla ævi.“
Sækir frið og ró á Vestfirðina
Þrátt fyrir að sinna ábyrgðarmiklu
starfi á Alda stóra og samheldna fjöl-
skyldu og líður hvergi betur en í faðmi
hennar. Alda á þrjú börn á aldrinum
þriggja til þrettán ára og eins og geng-
ur er mikið umstang sem fylgir því,
það þarf að skutla hingað og þangað.
„Ég er svo heppin að foreldrar mínir
eru hættir að vinna og hreinlega krefj-
ast þess að fá að taka þátt í uppeldi
barnanna, það léttir því heilmikið á
okkur foreldrunum og mér finnst það
forréttindi fyrir börnin mín að fá að
umgangast ömmu sína og afa svona
mikið.“
Alda kynntist manni sínum í lög-
reglunni og honum fylgdi ofurhress
tengdafjölskylda eins og Alda orðar
það sjálf. Eiginmaðurinn á ættir að
rekja til Bolungarvíkur og þangað
þykir fjölskyldunni gott að koma.
„Við förum oftast vestur á sumrin og
þá eru Vestfirðirnir paradís líkastir.
Fjölskyldan á hús á Hesteyri og þegar
þangað er komið ferðast maður aftur
í tímann sem er dásamlegt, ekkert
símasamband eða neitt sem truflar.
Okkur hefur líka þótt gaman að fara
á „Aldrei fór ég suður“ og einu sinni
þurftum við að fara vestur til að vera
við jarðarför milli jóla og nýárs. Sú
ferð var eftirminnileg, svo mikill snjór,
kyrrð og einangrun sem var alveg sér-
stök upplifun fyrir mig borgarbarnið.“
Og þar sem síminn hjá dótturinni er
að verða batteríislaus er mál að halda
út í myrkrið sem lúrir yfir á ný. Það
verður án efa athyglisvert að fylgjast
með störfum Öldu og samstarfsfólks
hennar á komandi misserum enda
hafa margar af þeim breytingum sem
í vændum eru forvarnargildi og allar
eru þær hugsaðar með hag almenn-
ings í fyrirrúmi.