Gaflari - 27.11.2014, Side 9

Gaflari - 27.11.2014, Side 9
gafl ari.is - 9 FRÉTTIR „Það eru að sjálfsögðu allir glaðir yfir að verkfallinu sé lokið og að kennsla geti hafist að nýju. Ljóst er samt að kennarar eru ekki mjög sáttir yfir því að hafa þurft að vera í 5 vikur í verkfalli til að ná fram sanngjörnum kjarabótum, þ.e. að vera á svipuðum launum og grunn- og leikskólakennarar,“ segir skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði. „Þetta verkfall hefur haft töluverð áhrif á allt skólastarfið á haustönn. Það er t.a.m. ljóst að hinn annasami desembermánuður í skólanum, þar sem jólatónleikar hafa verið á hverjum degi, verð- ur ekkert í líkingu við það sem áður hefur þekkst í skólanum,“ segir Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans. Tónlistarkennarar samþykktu nýjan kjarasamning aðfararnótt þriðjudags og mættu því aftur til starfa í gær. Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á dögun- um að felld verði niður skólagjöld sem nemur þeim tímafjölda féllu niður vegna verkfallsins. Tónlistar- skólinn er í eigu Hafnarfjarðar og er rekinn eins og grunnskólar bæjarins. Skólagjöld hans renna í bæj- arsjóð, en ekki beint til skólans og því verður endur- greiðsla skólagjalda greidd úr bæjarsjóði. „Það á eftir að koma í ljós hvort verkfallið hafi haft einhver áhrif á fjölda nemenda við skólann.“ segir Gunnar. „Brottfall nemenda er mjög vont mál. Í fyrsta lagi fyrir nemandann sjálfan. Verkfallið getur orðið til þess að einhverjir nemendur missa taktinn og hætt í námi, sem þeir hefðu aldrei gert ef verkfallið hefði ekki komið til. Fækki nemendum umtalsvert hjá okkur í skólanum fer það að koma niður á tímafjölda kennara og launum þeirra. Von- andi kemst öflugt skólastarf í Tónlistarskólanum í eðlilegt horf sem allra fyrst.“ Vonandi kemst öflugt skólastarf af stað sem fyrst Ragnheiður Harpa Stundum þegar maður á að vera gera eitthvað alveg ótrúlega mikilvægt reikar hugurinn eitthvert allt annað. Akkúrat á því augnabliki sem þú ætt- ir að vera að leysa verkefni lífs þíns leitar þankinn á önnur mið. Stundum algjörlega ómerkileg en á öðrum tím- um eru hugarefnin dýpri en maður kannski óskar sér. Ég átti eitt svoleiðis augnablik um daginn. Ég sat í tíma þar sem kennd var þjóðsagnafræði og kennarinn var að ræða góðan endi ævintýra. Sagan byrjar á einfaldri lýsingu og jafnvel þó það gerist eitthvað alveg hræðilegt endar hún alltaf vel. Þeir hryllilegu at- burðir sem geta átt sér stað í sögunni eru oft algjörlega tilfinningalausir og maður kippir sér ekkert upp við það að tærnar og hælarnir hafi verið skornir af stjúpsystrum Öskubusku því maður veit að á endanum mun þetta allt koma saman í fallegan endi. Hafa ævintýrin sem við höfum hlustað á og lesið í æsku skapað hjá okkur eitthvað tilfinningaleysi gagn- vart slæmum atburðum? Við vitum jú að lokum mun allt fara vel. Þegar við heyrum fréttir um stríð og fjöldamorð í fjarlægum löndum þá sitjum við að- gerðarlaus og sýnum litlar sem engar tilfinningar stundum ekki einu sinni svipbrigði. Við erum orðin ónæm fyr- ir harmi og sorg annarra, sársauka og kvöl sem hinir fjarlægu þurf að þola. Gæti það verið vegna þess að við trúum því að, að lokum fari þetta bara allt vel og til þess þurfi ekki aðgerðir né sé okkar þörf? Stríðið í Sýrlandi mun enda fallega, við þurfum bara að bíða aðeins og sjá, það gerðist alla- vega þannig þegar ég horfði á Mulan. Kvöldfréttir eru gott dæmi. Þær gefa okkur þessa hugmynd, þetta módel um fallegan endi. Í byrjun er skemmtilegt lag, hresst stef og alveg sama hvaða hörmungar fréttatíminn hefur að geyma þá er oftast endað á einhverri þægilegri frétt. Jafnvel um pandabjörn sem fæddist í dýragarði í Kína. Eitthvað alveg passlegt svo við hin förum nú örugglega öll glöð að sofa. Ekki með neinar myndir eða hugsanir um ljóta hluti í draumaheim- inn. Hefur lífið, það sem við teljum vera raunveruleikann verið matreitt fyrir okkur á þægilegan máta? Er lífið eitt ævintýri sem getur ekki annað en endað vel? Þolinmæði þrautir vinnur allar? Engar áhyggjur, slakaðu bara á. Þetta reddast... FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐ Í SKEMMTILEGUM OG PERSÓNULEGUM SKÓLA Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is Eftirfarandi námsleiðir í boði: Almennt nám Grunnnám bíliðna Grunnnám rafiðna Grunnnám bygg. og mannvirkja Hársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önn Húsasmíði Húsgagnasmíði Listnám hönnun og handverk Málmiðngreinar fyrri hluti Pípulagnir Rafvirkjun Rennismíði Stálsmíði Tækniteiknun Vélvirkjun ALLIR ALDURSHÓPAR ERU VELKOMNIR VILT ÞÚ ÖÐLAST STARFSRÉTTINDI ? Í fréttum er þetta helst…

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.